Loftslagsmál

Umsögn í þingmáli 718 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 11.04.2020 Tegund þingmáls: Ákvörðun Fjöldi umsagna við þingmál: 6 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 27 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Landgræðslan Viðtakandi: Umhverfis- og samgöngu­nefnd Dagsetning: 20.05.2020 Gerð: Umsögn
LANDGRÆÐSLAN 'W ifi N efndasvið Alþingis U m hverfis- og sam göngunefnd A usturstræti 8-10 150 Reykjavík G unnarsholti, 20. maí 2020 Efni: Umsögn um fumvarp til laga um breytingu á lögum um loftslagsmál, nr. 70/2012, með síðari breytingum (skuldbindingar og losunarheimildir) Með rafbréfi, dags. 6. maí, barst Landgræðslunni frumvarp til laga um breytingu á lögum um loftslagsmál, nr. 70/2012, með síðari breytingum (skuldbindingar og losunarheimildir), 718 mál. Óskað var umsagnar stofnunarinnar um málefnið eigi síðar en 20. maí. Landgræðslan starfar á grundvelli laga nr. 155/2018 en skv. 1. gr. er markmið þeirra að vernda, endurheimta og bæta þær auðlindir þjóðarinnar sem fólgnar eru í gróðri og jarðvegi og tryggja sjálfbæra nýtingu lands. Ennfremur ber stofnuninni m.a. að vinna að því að nýting taki mið af ástandi lands, stöðva eyðingu og komast hjá spjöllum á gróðri og jarðvegi, auka kolefnisbindingu, byggja upp, endurheimta og auka viðnámsþrótt og þanþola vistkerfa gangvart áföllum og náttúruvá, vinna að vörnum gegn landbroti o.fl. Þá hefur stofnuninni verið falin framkvæmd verkefnisins Endurheimt votlendis, í samræmi við sóknaráætlun ríkisstjórnar íslands í loftslagsmálum. Stjórnvöld kynntu drög að því frumvarpi sem nú liggur fyrir á samráðsgáttinni, þann 22. nóvember sl. Landgræðslan kom með ábendingar við þau drög með rafbréfi dags. 6. desember 2019.1 Landgræðslan telur að ábendingar hennar frá 6. desember sl. eigi enn við og ítrekar þær. Stofnunin telur fulla ástæðu til að til hennar verið sérstaklega vísað í lagatexta laga um loftslagsmál, enda er henni ætlað stórt og vandasamt hlutverk sem nauðsynlegt er að unnið verði svo ísland eigi möguleika á að standast þær kröfur sem gengist hefur verið undir. Þá eru ákvæði um dagsektarheimildir Umhverfisstofnunar of rúmar að mati stofnunarinnar. Vísað er til áður tilgreindara umsagnar stofnunarinnar hvað þessa þætti varðar. Virðingarfyllst, f.h. Landgræðslunnar Árni Bragason, landgræðslustjóri. https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1551 LANDGRÆÐSLAN SOIL CONSERVATION SERVICE OF ICELAND Gunnarsholti 851 Hella Sími: 488 3000 land@land.is www.land.is Gunnarsholt 851 Hella lceland Tel.: +354 488 3000 land@land.is www.land.is https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1551 mailto:land@land.is http://www.land.is mailto:land@land.is http://www.land.is