Útlendingar og atvinnuréttindi útlendinga

Umsögn í þingmáli 717 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 11.04.2020 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 23 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 142 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Íslandsdeild Amnesty International Viðtakandi: Alls­herjar- og mennta­mála­nefnd Dagsetning: 22.06.2020 Gerð: Umsögn
AMNESTY I N T E R N A T I O N A L Alþingi Nefndasvið Austurstræti 8 - 1 0 150 Reykjavík 22. jún í 2020 Efni: Umsögn Isiandsdeiidar Amnesty Internationai um frumvarp til iaga um breytingu á lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga (alþjóðleg vernd, brottv ísunartilskipunin, dvalar- og atvinnuleyfi), 717. mál. Hér á eftir fylgir umsögn íslandsdeildar Amnesty International um frumvarp til laga um breytingu á lögum um litlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga (alþjóðleg vernd, brottvísunartilskipun, dvalar- og atvinnuleyfi), 717. mál. íslandsdeild Amnesty Intemational fékk ekki umsagnarbeiðni vegna málsins og þykir það m iður þar sem hér ræðir um veigamiklar breytingar á útiendingalögum. Deildin vill koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri: 8. gr. frumvarpsins: Heimild til að skerða eða fella niður grunnþjónustu I 8. gr. frumvarpsins er lagt til aö við 8. mgr. 33. gr. laganna bætist nýr m álsliður um að Utlendingastofnun verði heim ilt að skerða eða fella niður þjónustu til umsækjenda um alþjóðlega vernd þegar íyrir liggur fram kvæm darhæf ákvörðun. Þessi breyting er lögð til jafnvel þó að framkvæmdarhæfar ákvarðanir komi í sumum tilfellum ekki til framkvæmda fyrr en að mörgum mánuðum liðnum. Þau réttindi sem fjallað er um í 33. gr. eru grundvallarmannréttindi og snúa að grunnþörfum fyrir fæði, húsnæði og nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu auk þess sem börnum á grunnskólaaldri er tryggður réttur til menntunar. Með því að heimila skerðingu á slíkri grunnþjónustu er hætt við því að alvarleg vandamál skapist og velferð fólks sé stefnt í hættu. M ikilvægt er að tryggja að einstaklingar fái notið niannréttinda sinna að fullu þegar fyrir liggur fram kvæm darhæf ákvörðun í málum þeirra. Þau réttindi sem hér um ræðir eru meðal annars try ggð í samningi Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi, sem Island er aðili að og hefur fullgilt, auk Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem hefur verið lögfestur á Islandi. lslandsdeild Amnesty International leggurtil að fallið verði frá þeirri breytingu sem 8. gr. frumvarpsins felur í sér. 15. gr. frumvarpsins: Fjölskyldusameining Með frumvarpinu eru lagðar til þær breytingar á 2. mgr. 45. gr. útl. að þeir einir geti verið grundvöllur fjölskyldusameiningar sem uppfylli skilyrði 37. og 39. gr. laganna. Þannig uppfylla einstaklingar sem fengið hafa alþjóðlega vemd á grundvelli 45. gr. ekki skilyrði fyrir frekari fjölskyldusameiningu á grundvelli ákvæðisins. í mannréttinday fírlýsingu Sameinuðu þjóðanna má finna meginregluna um einingu fjölskyldunnar, þar sem segir m.a. að ijölskyldan sé í eðli sínu frumeining samfélagsins og samfélaginu og ríki beri að vernda hana. íslandsdeild Amnesty International tekur undir umsögn Rauða krossins um að ekki verði annað séð en að sú meginregla gildi með sama hætti um þá sem tillögunni er ætlað að undanskilja. Auk þess er rétturinn til fjölsky ldulífs tryggður í 8. gr. M annréttindasáttmála Evrópu. Tekið er undir umsögn Mannréttindaskrifstofu íslands í þessum efnum og ítrekað að takmörkun réttinda sem kveðið er á um í M annréttindasáttmála Evrópu megi ekki ganga lengra en nauðsynlegt er til þess að markmiðið náist. Ekki verður séð hvaða ástæður eða nauðsyn liggur að baki framangreindrar tillögu og er hún ekki rökstudd í athugasemdum með 15. gr. eða í texta frumvarpsins að öðru leyti. Deildin leggst því gegn þeiiri breytingu sem mælt er fyrir um í 15. gr. frumvarpsins. Islandsdeild Amnesty International tekur að öðru leyti ekki afstöðu til efnis frumvarpsins en því sem greinir hér að framan. Deildin m innir á að íslenskum stjórnvöldum ber að tryggja að lög séu í samræmi við alþjóðlega mannréttindasamninga. svo sem mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. samning Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg félagsleg og menningarleg réttindi, sem ísland hefur fullgilt, auk Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og M annréttindasáttmála Evrópu sem báðir hafa verið lögfestir hér á landi. Virðingarfyllst k k J ^ T lQ ^ fsr -----* Anna Lúðvíksdóttir Framkvæmdastjóri íslandsdeildar Amnesty Intemational