Útlendingar og atvinnuréttindi útlendinga

Umsögn í þingmáli 717 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 11.04.2020 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 23 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 142 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: No Borders Iceland Viðtakandi: Alls­herjar- og mennta­mála­nefnd Dagsetning: 22.06.2020 Gerð: Umsögn
Umsögn No Borders Iceland breytingar á útl lögum þingskjal 1228, 717. mál_0.8 Umsögn No Borders Iceland um frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga (alþjóðleg vernd, brottvísunartilskipunin, dvalar- og atvinnuleyfi), þingskjal 1228, 717. mál. 150. löggjafarþing 2019-2020. Samantekt Samtökin No Borders Iceland (NBI) leggja til að frumvarpinu verði hafnað í heild og þess í stað fari fram heildarendurskoðun á lögum um útlendinga og öllum þeim lögum og reglum er þá varða, út frá réttindum, þörfum og hagsmunum þess hóps sem um ræðir. Þá minna samtökin á skuldbindingar ríkisins, alþjóðlegar sem innlendar, lögbundnar sem siðferðis- og samfélagslegar, um að standa vörð um mannréttindi og jafnrétti allra einstaklinga, með sérstaka áherslu á líf svartra og brúnna manneskja. NBI skora á þingið og yfirvöld að hætta að koma sér undan fyrrnefndum skyldum sínum, en ekki síst koma í veg fyrir enn aukna lögbindingu kerfisbundinnar mismununar sem bitnar hlutfallslega mest á svörtum og brúnum manneskjum - líkt og frumvarp það sem hér er til umfjöllunar. Rökstuðningur A f lestri greinargerðar er ljóst að frumvarpið er skrifað út frá hagsmunum kerfisins og að megintilgangur þess er að auka skilvirkni og málsmeðferðarhraða á kostnað hagsmuna, þarfa og réttinda einstaklinganna sem um ræðir. Ýmis ákvæðanna eru þess eðlis að mjög ólíklegt verður að teljast að þau standist mannréttindasáttmála og mannréttindaskuldbindingar þær sem ríkið hefur gengist undir, þegar ákvæðin brjóta þá ekki beinlínis í bága við stjórnsýslulög og/eða stjórnarskrá landsins. Til að mynda á að afnema einstaklingsbundið mat hjá breiðum hópi umsækjenda (t.d. 6.gr. og 11.gr. frv.) og einfalda þannig stjórnvöldum að hraðsynja umsækjendum um vernd og vísa þeim hratt og örugglega úr landi, án þess að leggja raunverulegt mat á þörfina til verndar. Útvíkkun skilgreiningar á hugmyndinni „bersýnilega tilhæfulaus umsókn“ eins og hún er sett fram í frumvarpinu (6.gr.), t.a.m. með hugtakinu fjarstæðukennd frásögn, gerir í raun kröfu á alla 1 landamæraverði að búa yfir djúpstæðum skilningi á öllum menningarheimum jarðar, og því fullkomlega óraunhæf (eða bersýnilega tilhæfulaus). Þá er hugtakið notað til þess að komast hjá því að uppfylla skyldur skv. stjórnsýslulögum (nr. 37/1993), t.d. ákvæðum um andmælarétt og rannsóknarregluna. Til að koma mætti í veg fyrir að fólk í þörf fyrir alþjóðlega vernd verði sent á vit örlaga sinna vegna misskilnings ætti þvert á móti að fjarlægja hugtakið með öllu úr lögunum eins og þau eru fyrir. Frestur umsækjenda til þess að skila greinargerðum vegna kæru ákvörðunar Útlendingastofnunar (UTL) verður síðan einfaldlega of stuttur þegar málsmeðferðin öll verður sett í eina hendingu og frestur til ákvörðunar um kæru er felldur niður (sbr. 2.gr. frv.). Undirbúningur greinargerðar felur í sér ýmis verk s.s. að kynna sér stöðu sína og réttindi, ráðfæra sig við talsmann, afla gagna o.s.frv. Í því ferli þurfa umsækjendur að yfirstíga ýmsar hindranir á borð við tungumálaörðugleika og takmarkaða reynslu og þekkingu á íslenskri stjórnsýslu. Það verður í allt of mörgum tilfellum ómögulegt innan þess tímaramma sem frumvarpið býður upp á. Þá á skv. frumvarpinu að skerða eða afnema sjálfsagðan aðgang að kerfinu sem því er samt gert að kljást við, á borð við réttaraðstoð og fleiri borgaraleg réttindi ýmissa hópa útlendinga, þar á meðal aðstandenda EES borgara, og neita þeim um lögmannsaðstoð við ákvörðun um brottvísun t.a.m. með vísan til almannaöryggis og allsherjarreglu (sbr. 3.gr. frv.). Allar skerðingar og niðurfellingar þjónustu við þennan hóp eru fullkomlega óviðunandi, enda í flestum tilfellum ábótavant fyrir. Enn síður ætti að færa slíkt ákvörðunarvald í hendur Útlendingastofnunar. Þá gildir einu hvort fyrir liggi framkvæmdarhæf ákvörðun eður ei (sbr. 8.gr. frv.). Endanlegur tilgangur allra ákvæða sem varða umsækjendur um alþjóðlega vernd á að sjálfsögðu að vera sá að allar þær manneskjur sem eru í þörf fyrir alþjóðlega vernd hljóti hana. Í 10. gr. frumvarpsins kristallast enn og aftur að þarfir og réttindi hópsins sem það fjallar um voru í engu höfð að leiðarljósi við gerð frumvarpsins, en samkvæmt 10. greininni má einungis leggja fram ný gögn í máli ef gögnin lágu ekki fyrir við fyrstu fyrirtöku máls. Margt getur gert það að verkum að mikilvægi gagnanna var ekki skýrt fyrr en eftir fyrstu ákvörðun, og slíkur miskilningur ætti aldrei að standa í vegi þess að umsækjandi um alþjóðlega vernd fái notið þeirrar verndar sem hann þarf á að halda. Síðan ný heildarlög um útlendinga tóku gildi (nr. 80/2016) hefur verið á yfirvöldum yfir 2 málaflokkinum lögbundin skylda að endursenda umsækjendur um vernd þegar Dyflinnarreglugerðin eða aðrir milliríkjasamningar leyfa (þó að Dyflinnarreglugerðin og samningarnir sjálfir kveði hvergi á um slíkar skyldur, einungis heimildir). Löngum hefur þótt sýnt að Dyflinnarsamstarfið þjóni ekki yfirlýstum tilgangi sínum, sem er að tryggja réttindi umsækjenda um vernd, heldur hefur það skapað slíkt kaós í sumum Evrópuríkjum að þau hafa á tíðum verið að sligast undan álaginu. Í stað þess að horfast í augu við það og hætta að nota ákvæði Dyflinnarreglugerðarinnar til þess að komast hjá því að sinna skyldum sínum, ætla yfirvöld nú að hætta að veita undanþágu þeim sem í viðkvæmastri stöðu eru, (sbr. breytingar skv. d-lið 11. gr. frv., úr hefur fengið vernd, í gatfengið vernd [einhvern tímann, ekki lengur]). Lokaorð No Borders Iceland minna á skuldbindingar íslenska ríkisins og stjórnvalda til þess að sýna réttindum allra manneskja virðingu - þá hvort tveggja að skerða þau ekki og að aðhafast hvað það sem nauðsynlegt er til þess að uppfylla eða standa vörð um þau réttindi. Þá leggja samtökin áherslu á þá almennu grundvallarskoðun sem öll mannréttindahugsun grundvallast á, að allar manneskjur séu jafnar að réttindum sínum, óháð t.a.m. þjóðerni, uppruna, litarhafti, „kynþætti,“ ætterni, efnahag, félagslegri og lagalegri stöðu, trú, menningu og tungumáli, líkamlegri getu eða fötlun, kyni, kyngervi og kynhneigð, eða stöðu að öðru leyti. A f gefnu tilefni minna samtökin sérstaklega á að líf svartra og brúnna einstaklinga skipta máli, og krefjast þess að lögð verði sérstök áhersla á að komið verði í veg fyrir að öðrum þáttum verði kennt um kerfisbundna mismunun í þeirra garð; Að séð verði til þess að svart og brúnt fólk fái notið réttarstöðu á við hvíta Íslendinga. Hér að ofan heftur verið stiklað á nokkrum dæmum sem sýna fram á að skert réttindi þeirra hópa sem frumvarpið fjallar um verða óumflýjanlegar en óásættanlegar afleiðingar frumvarpsins, enda áherslur þess rangar í meginatriðum. No Borders Iceland skora því á þingið að hafna frumvarpinu í heild. Útlendingalög þau sem nú eru í gildi, eftir síðustu heildarendurskoðun útlendingalaga (nr. 80/2016), eru fyrir að verulegu leyti gölluð og samræmast ekki sjálfsögðum mannréttindum og öðrum réttindum þeim sem einstaklingarnir er þau varða eiga rétt á, skv. alþjóðlegum skuldbindum landins í mannréttindasáttmálum og öðrum samningum, sem og stjórnarskrá, stjórnsýslulögum og landslögum öðrum. NBI leggja því til að fram fari endurskoðun útlendingalaga og kerfisins alls eins og það snertir mál útlendinga, en út frá réttindum og þörfum hópsins sem þau fjalla um. 3