Breyting á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna

Umsögn í þingmáli 715 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 02.04.2020 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 22 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 121 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Þjóðskrá Íslands Viðtakandi: Alls­herjar- og mennta­mála­nefnd Dagsetning: 22.05.2020 Gerð: Umsögn
ÞJOÐSKRA ISLANDS REGISTERS ICEL AND Alþingi Kirkjustræti 101 Reykjavík Reykjavík, 21. maí 2020 Tilvísun ÞÍ: 2020050039/2.0 Tilvísun sendanda: 715. mál Efni: Umsögn Þjóðskrár Islands við frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu landeigna Þjóðskrá íslands vísar til erindis allsherjar- og menntamálanefndar dags. 30. apríl sl. þar sem óskað er umsagnar Þjóðskrár Islands vegna frumvarps til laga um breytingar á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna, 715. mál. Frumvarpsdrög voru fyrst birt í samráðsgátt stjórnvalda þann 13. febrúar sl. Veitti Þjóðskrá íslands umsögn sína dags. 27. febrúar sl. ítrekar stofnunin það sem fram kom í þeirri umsögn. Þjóðskrá íslands fagnar þessu frumvarpi og þeim tillögum sem lagðar eru til breytinga á lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 með 4. gr. frumvarpsins. í frumvarpsgreininni er að fmna ákvæði um landeignaskrá sem er hluti a f fasleignaskrá sem Þjóðskrá íslands heldur. Landeignaskrá felur í sér heildstætt skráningar- og upplýsingakerfi sem geymir upplýsingar m.a. um eignarmörk og sækir upplýsingar um eignarhald lands samkvæmt þinglýstum heimildum á samræmdum kortagrunni. Marlanið landeignaskrár er að vera vettvangur fyrir samræmda skráningu á grunnupplýsingum um eignarmörk og tryggja yfirsýn um eignarhald á íslensku landsvæði. Þj óðskrá Islands hefur á undanfömum árum unnið að uppbyggingu á slíkri skrá, á grundvelli tiltækra upplýsinga um eignamörk, m.a. byggt á þinglýstum landamerkjalýsingum, en á þessu stigi hafa um 25% af flatarmáli Islands verið lmitsett og skráð af hálfu stofnunarinnar, sem nemur um 55% af öllum fasteignum á Islandi. Hins vegar hefur skort ákvæði í lög nr. 6/2001 um landeignaskrá en Þjóðskrá Islands telur nauðsynlegt að festa slík ákvæði í sessi. Núverandi skráning byggir á gögnum sem eru misjöfn a f gæðum af þeim ástæðum að verklag skráningar er hvorki bundið í lög né stjórnvaldsfyrirmæli. Tilgangur frumvarpsgreinarinnar er að bæta úr því og lögfesta sérstakt ákvæði um landeignaskrá í lög nr. 6/2001 þannig að tryggt verði að skráin inuni þjóna þeim tilgangi sem að er stefnt. Um leið er ætlunin að greiða fyrir því að yfirstandandi vinnu Þjóðskrár íslands við skráningu á íslensku landsvæði og færslu þeirra upplýsinga í heildstæða landeignaskrá verði lokið eins skjótt og auðið er. Borgartúni 21 Hafnarstræti 107 Sími 515 5300 www.skra.is 105 Revkjavík 600 Akureyri skra@ skra.is w ww.island.is http://www.skra.is mailto:skra@skra.is http://www.island.is ÞJÓÐSKRÁ ÍSLANDS REGISTERS ICE LA ND Þjóðski'á íslands vill benda á mikilvægi efitirfarandi þátta: • að til sé samræmdur loftmyndagrunnur a f öllu Islandi í fullnægjandi gæðurn o að til sé hæðarlíkan a f öllu landinu í tilsvarandi gæðum s að gert verði átak í að koma öllum landamerkjabókum á rafrænt form og gera þær þannig aðgengilegar almeimingi sem og skráningaraðilum o að gert verði átak í skráningu eignamarka til þess að betri yfirsýn fáist um eignarhald o að gert verði átak í endurskoðun á mati á landi þannig að það verði gagnsætt, samræmt og endurspegli betur markaðsvirði lands frá því sem nú er o að flýtt verði eins og kostur er útgáfu reglugerða sem mælt er til um í 4. gr. frumvarpsins. Þjóðskrá íslands vekur athygli á 8. gr. frumvarpsins þar sem gert er ráð fyrir nýrri 10. gr. b. Þegar frumvarpið var til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda vakti stofnunin athygli á því að í 4. mgr. þess ákvæðis segir að ríkisskattstjóri skuli vinna úr og miðla upplýsingum sem berast stofnuninni á grundvelli þessa ákvæðis til ráðherra og Þjóðskrár íslands. Lagði stofnunin í því sambandi til að ákvæðinu yrð breytt á þá leið að Þjóðskrá íslands væri ekki nefnd sem viðtökuaðili. A f frumvarpinu má ráða að telcið hefur verið tillit til athugasemda stofnunarinnar en hins vegar virðist hafa láðst að taka út Þjóðskrá íslands í skýringum við frumvarpið. Þjóðskrá íslands vill árétta að skráning lands í landeignaskrá og þróun hennar mun hafa í för með sér kostnað fyrir Þjóðskrá Islands sem mæta þarf úr ríkissjóði. Fyrir liggur kostnaðarmat Þjóðskrár íslands og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Um er að ræða kostnað sem áætlað er að nemi 240 m.kr. á árunum 2020-2022 en hefja verður vinnuna 2020 miðað við gildistökuákvæði frumvai-psins. Um er að ræða kerfisgerð landeignaskrár þar sem gert er ráð fyrir stofnkostnaði upp á 80 m.kr., átaki í skráningu jarða þar sem gert er ráð fyrir aðkeyptri vinnu fyrir um 20 m.kr. og átaki í skráningu jarða þar sem er gert ráð fyrir 10 ársverkum fyrir um 140 m.kr. Með vísan til gildistökuákvæðis frumvarpsins er forsenda þess að vinna við kerfísgerð landeignaskrár og átaksvinna við skráningu jarða geti hafist að ijármunir fáist strax á árinu 2020. F.h. Þjóðskrár íslands Indriði B jörn Á rm annsson lögfrœðingur Borgartúni 21 Hafnarstræti 107 Sími 515 5300 www.skra.is 105 Reykjavík 600 Akureyri skra@ skra.is www.island.is http://www.skra.is mailto:skra@skra.is http://www.island.is