Breyting á ýmsum lögum er varða eignar­ráð og nýtingu fasteigna

Umsögn í þingmáli 715 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 02.04.2020 Tegund þingmáls: Endurskoðun Fjöldi umsagna við þingmál: 16 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 121 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Sýslumanna­félag Íslands Viðtakandi: Alls­herjar- og mennta­mála­nefnd Dagsetning: 20.05.2020 Gerð: Umsögn
SýsCumannaféCa.g ísCands yatnsnesvegí 33, 230 XefCavík, ascCísa@sysCumenn.ís. s ím í 458 2200 Alþingi, nefndasvið Kirkjustræti 150 Reykjavík nefndasvid@althingi. is Keflavík, 20. maí 2020. Umsögn Sýslumannafélags íslands um frum varp til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna. 150. löggjafarþing, 715. mál, þskj. 1223. Vísað er til tölvupóst dags. 30. apríl sl. þar sem óskað er eftir umsögn um ofangreint mál. Almennt. I frumvarpinu eru lagðar til breytingar á íjórum lagabálkum: lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna nr. 19/1966, þinglýsingalögum nr. 39/1978, lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 og jarðalögum nr. 81/2004. Verður hér fjallað um breytingar á hverjum lagabálki fyrir sig, eins og þær snúa að sýslumönnum og lögbundnu hlutverki þeirra, einkum hvað varðar þinglýsingar og nauðungarsölur. Breyting á lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna. A f skýringum með ixumvarpinu verður ráðið að hér sé verið að lögfesta reglur, sem ráðuneytið hefur haft til viðmiðunar við afgreiðslu erinda skv. lögunum. Ekki verður séð að þessi breyting hafi áhrif á störf sýslumanna, en til bóta hlýtur að teljast að reglumar séu skýrar og hafi lagastoð. Breyting á þinglýsingalögum. Sýslumannafélag Islands fagnar tillögu um að afsali verði ekki þinglýst sem eignarheimild, nema það geymi upplýsingar um kaupverð eignar. Eykur það á gagnsæi og skírleika. Leggur félagið til aukið verði við ákvæðið þannig að jafnframt kaupverði skuli ávallt tilgreina afhendingardag í skjölum er varða eignayfirfærslur, en það gæti einfaldað afmörkun aðilaskipta hvað varðar innheimtu fasteignagjalda og tryggingaiðgjalda svo dæmi séu tekin. Breyting á lögum um skráningu og mat fasteigna. Félagið fagnar því að settar verði reglur um skráningu eignarmarka lands á samræmdum kortagrunni. Hér verður þó, sem endranær, að tryggja að samræmis við þinglýstar heimildir, s.s. landamerkjabréf, sé gætt. Þá er félagið meðmælt því að sett verði reglugerð er mæli fyrir um kröfur sem gera skal til mælinga á eignarmörkum lands. Auknar kröfur í þessum efnum munu auka á gagnsæi og auka skírleika þinglýsingabóka auk þess sem slíkar skráningar eru forsenda þess að unnt verði að meta stærð jarða sbr. 8. gr. ffumvarpsins. Varað er við að þessi skráning geti reynst þung í vöfum og að tyggja þarf fjármögnun verkefnisubs þannig að raunhæft verði að ljúka því. I greinargerð með frumvarpinu kemur fram að Þjóðskrá íslands hafi þegar hafíð skráningu í landeignaskrá, sem sé hluti fasteignaskrár. Hins vegar er ekki að sjá í núverandi 10. gr. laga um skráningu og mat fasteigna, sem tiltekur hvaða hlutar mynda fasteignaskrá, að landeignaskrá sé þar nefhd og veltir félagið þvi upp hvort rétt væri að breyta því lagaákvæði jafnframt. Breyting á jarðalögum. Sýslumenn gera alvarlegar athugasemdir varðandi fyrirhugaðar breytingar á lögunum hvað snertir þinglýsingar og nauðungarsölur. Gert er ráð fyrir að lagabreytingamar taki þegar gildi. Hins vegar virðist stærðarskráning jarða almennt ekki liggja fyrir og því verður ekki séð hvemig þinglýsingarsjórar geta gengið úr skugga um hvort 2. tl. 8. gr. frumvarpsins eigi við. Þinglýsingarstjórar hafa heldur ekki möguleika á að sjá hversu mörg lögbýli aðili á, sbr. 1. tl. 8. gr. og þarf að vinna tæknilega lausn þannig að slík uppfletting verði gerð möguleg og einföld. Þá er ekki fyllilega ljóst hverjar eftirlitsskyldur þinglýsingarstjóra era í þessum efiium og hvemig hann getur framfylgt þeim, t.a.m. hvaða gögn hann getur krafið kaupanda fasteignar um til að sýna ffarn á að hann, eða aðilar tengdir honum, falli ekki undir ákvæðin. I 8. gr. kemur ffam að veðhafi, sem kaupir eign við nauðungarsölu, þurfi að afla samþykkis ráðherra eigi hann, eða aðilar honum tengdir, fyrir fasteignir að samanlagri stærð 1500 ha eða meira. Má leiða að því líkum að þetta geti átt við um stórar lánastofiianir hér á landi og að þetta ákvæði geti því haft áhrif á fullnusturétt veðhafa og þannig skert lánshæfi eigenda fasteigna, sem falla undir lögin. Þess ber að geta að tímaffestir við nauðungarsölur era almennt mjög knappir og líða þannig að hámarki fjórar vikur ffá byrjun uppboðs til framhalds sölu. Því gefst væntanlegum kaupendum mjög stuttur fyrirvari til að útvega sér samþykki ráðherra til kaupa fasteignar, þegar svo ber undir. Er því mögulegt að áhugasömum kaupendum fækki og lagaákvæðin geti þannig haft áhrif á virði jarðeigna við nauðungarsölu. Lokaorð Sýslumannafélag íslands telur jákvætt að reglur er varða leyfi ráðherra skv. lögum nr. 19/1966 verði lögfestar og gerðar skírari. Þá tekur félagið heils hugar undir fyririhugaða breytingu á þinglýsingarlögum hvað varðar tilgreiningu kaupverðs og fagnar að eignarmörk lands verði skráð á samræmdum kortagrunni. Félagið telur hins vegar að huga verði betur að samspili frumvarpsins við lög um nauðungarsölur og þinglýsingar. F.h. Sýslumannafélags íslands Ásdís Armannsdóttir