Breyting á ýmsum lögum á sviði landbúnaðar og matvæla vegna einföldunar regluverks og stjórnsýslu

Umsögn í þingmáli 714 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 02.04.2020 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 8 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 7 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði Viðtakandi: Atvinnu­vega­nefnd Dagsetning: 18.06.2020 Gerð: Umsögn
Microsoft Word - Bréf frá SAM - Umsögn um þingskjal 1222 - 714 mál Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði landbún Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði, Bitruhálsi 1, 110 Reykjavík, Íslandi. Sími: 450 1108 Netfang: bjarni@sam.is Alþingi Nefndasvið Austurstræti 8 - 10 150 Reykjavík S A M T Ö K A F U R Ð A S T Ö Ð V A í M J Ó L K U R I Ð N A Ð I Reykjavík, 18.6.2020. Efni: Umsögn um Þingskjal 1222 - 714. Mál. Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði landbúnaðar og matvæla vegna einföldunar regluverks og stjórnsýslu. Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) fengu ekki umsagnarbeiðni um málið og umsagnar- frestur er liðinn. SAM lýsir furðu á að ekki hafi verið leitað umsagnar samtakanna þrátt fyrir að SAM hafi árlega í rúm 30 ár tilnefnt tvö fulltrúa í Verðlagsnefnd búvöru, en í frumvarpinu er lagt til að skipunartími Verðlagsnefndar búvöru verði fjögur ár ístað eins árs samkvæmt núgildandi lögum. SAM telur rangt að breyta skipunartíma Verðlagsnefndar búvöru úr einu ári í fjögur. Í Verðlags- nefnd búvöru sitja hverju sinni fulltrúi sitjandi ráðherra, trúnaðarmenn Bændasamtaka Íslands, trúnaðarmenn Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði og trúnaðarmenn ASÍ/BSRB, eða fulltrúar neytenda skipaðir a f Félags- og barnamálaráðherra. SAM telur eðlilegt að áfram verði skipað sé í Verðlagsnefnd búvöru á hverju ári til að tryggja að ínefndinni sitji hverju sinni aðilar sem sitjandi ráðherra(r) og stjórnir viðkomandi samtaka hafa tilnefnt. Frumvarpið er lagt fram til einföldunar regluverks og stjórnsýslu." SAM leggur til að III Kafli frumvarpsins, 4. grein, verði fell úr frumvarpinu. Lögfesting III Kafla einfaldar ekki regluverk og einföldun stjórnsýslu er afar takmörkuð, þar sem eina breytingin er að skipa Verðlagsnefnd á fjögurra ára fresti í stað árlegrar skipunar. Með skipan á fjögurra ára fresti í stað árlegrar skipunar má búast við að algengara verði að hagsmunaaðila óski eftir skipan nýrra fulltrúa á skipanatíma nefndarinnar, því er óvíst hvort tillaga frumvarpsins muni ná þeim árangri sem stefnt er að með því að „..gera störf nefndarinnar markvissari og spara tíma við umsýslu vegna tilnefninga og skipunar nefndarinnar.." SAM minna einnig á að samkvæmt „SAMKOMULAG um breytingar á samningi um starfsskilyrði nautgriparæktarinnar frá 19. febrúar 2016" sem undirritað var af fulltrúm ríkis og bænda 25. október 2019 er nú starfandi starfshópur sem hefur það hlutverk að endurskoða fyrirkomulag verðlagningar mjólkur og mjólkurafurða. Í samkomulaginu segir að í framhaldi af niðurstöðu stafshópsins muni „..aðilar þessa samkomulags gera sérstakt samkomulag um verðlagsmál sem verður hluti a f breytingum á samningi um starfsskilyrði nautgriparæktarinnar." SAM telja rangt að lengja skipunar- tíma Verðlagsnefndar búvöru án tillits til vinnu ofangreinds starfshóps og án aðkomu samningsaðila um starfsskilyrði nautgriparæktarinnar f.h. Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði sf Jóhanna Hreinsdóttir. Stjórnarformaður SAM mailto:bjarni@sam.is