Breyting á ýmsum lögum á sviði sjávar­útvegs, fiskeldis, lax- og silungsveiði vegna einföldunar regluverks og stjórnsýslu

Umsögn í þingmáli 713 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 02.04.2020 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 5 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 5 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi Viðtakandi: Atvinnu­vega­nefnd Dagsetning: 20.05.2020 Gerð: Umsögn
Nefndasvið Alþingis b.t. Atvinnuveganefndar nefndasvid@althingi.is Reykjavík, 20. maí 2020 Efni: Breyting á ýmsum lögum — einföldun regluverks, 713. mál Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa tekið til umsagnar frumvarp til breytinga á ýmsum lögum á sviði sjávarútvegs, fiskeldis, lax- og silungsveiði vegna einföldunar regluverks og stjórnsýslu. Samtökin telja að mikið og gott verk hafi þegar farið fram við einföldun reglugerða að undanförnu og mikilvægt að haldið sé áfram á sömu braut. Í flestum tilvikum er einföldun á regluverki og stjórnsýsluframkvæmd sem snýr að atvinnulífinu til mikilla bóta. Að því sögðu styðja samtökin meginmarkmið þessa frumvarps um einföldun regluverks en vilja þó koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri. Samkvæmt 4. gr. frumvarpsins kemur fram að 3. málsl. 11. mgr. 6. gr. a laga um stjórn fiskveiða falli á brott. Í málsliðnum kemur fram að “e f eigandi fiskiskips er lögaðili sé heimilt með reglugerð að mæla fyrir um að lögskráðir sjómenn á fiskiskipinu eigi tiltekna lágmarkseignahlutdeild ílögaðilanum .” Ífrum varpinu kemur fram aðþetta ákvæði hafi reynst erfitt í framkvæmd. Þannig krefst Fiskistofa ekki fylgigagna sem sýna fram á það, enda mikill fjöldi umsókna sem þarf að fara yfir, á skömmum tíma. Segir svo orðrétt “[þ]á hefur reynst auðvelt, a f þessum sökum, að sniðganga ákvæðið með þ v í að leggja til gögn síðar sem sýna fram á að eignarhald sé fyrir hendi.” Að mati samtakanna ætti frekar að virkja ákvæðið og setja lágmarkseignahlutdeild í lögaðilanum hvort sem það væri gert í lögum eða reglugerð. Þá er áhyggjuefni að löggjafinn leggi til að fella á brott ákvæðið vegna „sniðgöngu“. Í slíkum tilfellum á að vera keppikefli stjórnvalda að girða fyrir allt misferli og misnotkun á fyrirkomulagi strandveiða og koma í veg fyrir slíka sniðgöngu. Að mati samtakanna er slík sniðganga enn ein leiðin til að grafa undan virkri fiskveiðistjórnun. Þá er umhugsunarefni hvort breytingin stríði gegn gegn upphaflegu markmiði strandveiðanna um að greiða fyrir nýliðun í sjávarútvegi og auðvelda fólki að afla sér reynslu og þekkingar. Samkvæmt 21. gr. frumvarpsins er lagt til að 7. mgr. 10. gr. laga um fiskeldi verði felld brott. Þar er nú mælt fyrir um að gefi Matvælastofnun út rekstrarleyfi til sjókvíaeldis sem geri ráð fyrir minni nýtingu en 40% af burðarþoli viðkomandi sjókvíaeldissvæðis skuli þau einungis veitt til tiltekins stutts tíma, allt að fjórum árum. Fram kemur í frumvarpi til laganna að fyrirhuguð brottfelling 7. mgr. 10. gr. laga um fiskeldi sé tilkomin að frumkvæði Matvælastofnunar þar sem ákvæðið hafi valdið erfiðleikum í framkvæmd. Sérstaklega er nefnt tilvik sem kom upp í Patreks- og Tálknafirði síðasta haust, þar sem annað fyrirtækið er með um 61% nýtingarinnar og mailto:nefndasvid@althingi.is hitt með um 39% nýtingarinnar. Við þær aðstæður fékk síðara fyrirtækið einungis leyfið í 4 ár í senn með tilheyrandi vandkvæðum, það er óvissu í rekstri til lengri tíma. Í ljósi þess hvernig ákvæðið hefur verið túlkað í framkvæmd gerir SFS í sjálfu sér ekki athugasemd við brottfellingu þess. Hins vegar er ástæða þess að rifja upp tilurð og markmið ákvæðisins. Ákvæðið kom inn í lög um fiskeldi með breytingarlögum nr. 49/2014. Í frumvarpi til laganna var tilkoma ákvæðisins rökstudd með þeim hætti að hugsunin væri að stuðla að sem hagkvæmastri nýtingu sjókvíaeldissvæða, þ.e. mesta framleiðslumagn samkvæmt burðarþolsmati. Aðilum sem hug hafa á að fara í umfangslítið eldi yrði þá beint að svæðum með minna burðarþol. Að mati SFS er mikilvægt að þrátt fyrir brottfellingu tilvitnaðs ákvæðis verði áfram hugað að sjónarmiðum um hagkvæma nýtingu sjókvíaeldissvæða. Í því samhengi má benda á að áður fyrr var nokkuð um það að aðilar hafi sótt um starfs- og rekstrarleyfi til sjókvíaeldis án þess að því hafi fylgt framkvæmdir eða að leyfi hafi aðeins verið nýtt að litlu leyti. Þannig virðist ekki alltaf hafa verið fyrir hendi geta til að nýta viðkomandi leyfi vegna takmarkaðs fjármagns eða af öðrum ástæðum. Í framangreindu samhengi má einnig vekja athygli á ákvæði 3. ml. 1. mgr. 15. gr. laga um fiskeldis, þar sem Matvælastofnun er heimilað að minnka leyfilegt framleiðslumagn samkvæmt rekstrarleyfi sé nýting þess minni en 50% af burðarþoli sjókvíaeldissvæðis. Sérstök athygli er vakin á því að áhættumat erfðablöndunar er takmarkandi þáttur til viðbótar við burðarþolsmat Hafrannsóknastofnunar, en tilvitnað ákvæði 3. ml. 1. mgr. 15. gr. kom inn í lögin fyrir tilurð áhættumatsins. Eins og ákvæðið er orðað nú getur komið upp sú aðstaða að nýting tiltekins sjókvíaeldissvæðis nái ekki 50% af burðarþoli þrátt fyrir að vera vel yfir því hlutfalli gagnvart áhættumatinu. Til þess að forða sambærilegu atviki og upp kom í Patreks- og Tálknafirði þykir því rétt að þetta misræmi verði leiðrétt og kveðið verði á um að 50% nýting skuli taka mið af burðarþoli eða áhættumati, hvort sem lægra reynist. Að öðru leyti áskilja samtökin sér rétt til að koma frekari athugasemdum á framfæri á síðari stigum. Virðingarfyllst, f.h. SFS