Breyting á ýmsum lögum á sviði sjávar­útvegs, fiskeldis, lax- og silungsveiði vegna einföldunar regluverks og stjórnsýslu

Umsögn í þingmáli 713 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 02.04.2020 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 5 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 5 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Samband íslenskra sveitar­félaga Viðtakandi: Atvinnu­vega­nefnd Dagsetning: 20.05.2020 Gerð: Umsögn
S A M B A N D Í S L E N S K R A S V E I T A R F É L A G A Skrifstofa Alþingis - nefndasvið b.t. atvinnuveganefndar Austurstræti 8-10 Reykjavík 20. maí 2020 2005033SA KB/bg Málalykill: 00.63 150 Reykjavík Efni: Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði sjávarútvegs, fiskeldis, lax og silungsveiði vegna einföldunar regluverks og stjórnsýslu, 713. mál Vísað er til umsagnarbeiðni atvinnuveganefndar Alþingis dags. 6. maí sl., um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði sjávarútvegs, fiskeldis, lax og silungsveiði vegna einföldunar regluverks og stjórnsýslu. Sambandið telur markmið frumvarpsins um einföldun stjórnsýslu og að fella á brott úrelt lög vera til fyrirmyndar. Sambandið hvetur til þess að sambærileg vinna eigi sér stað víðar þar sem gagnrýnum augum er farið yfir lög, reglugerðir og reglur með það að markmiði að efla, einfalda og auka skilvirkni stjórnsýslunnar til hagsbóta fyrir alla. Slíkt eykur einnig réttaröryggi ef almenningur getur á auðveldan hátt séð hvaða lög og reglur eru í gildi hverju sinni og þurfi ekki að þræða sig í gegnum úrelt lög. Sambandið hvetur til að frumvarpið sé samþykkt að undangenginni skoðun á ábendingum er fram hafa komið við einstaka greinar. Virðingarfyllst SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Karl Björnsson framkvæmdastjóri Borgartúni 30, pósthólf 8100, 128 Reykjavík, sími 515 4900, fax 515 4903, samband@samband.is, www.samband.is mailto:samband@samband.is http://www.samband.is