Framkvæmda­sjóður ferðamannastaða

Umsögn í þingmáli 712 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 02.04.2020 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 5 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 12 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Vestfjarðastofa Viðtakandi: Atvinnu­vega­nefnd Dagsetning: 20.05.2020 Gerð: Umsögn
¥ Vestfjarðastofa Alþingi Atvinnuveganefnd sent á nefndasvid@nefndasvid.is Ísafirði 20. maí 2020 Umsögn frumvarp til breytingu á lögum um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða mál 712, 150 löggjafarþing. Vestfjarðastofa styður við markmið frumvarpsins um breytingu á hlutverki Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða og það endurspegli í auknu mæli áherslur á svæðisbundna þróun og jafna dreifingu ferðamanna. Vestfjarðastofa vill hinsvegar ítreka umsögn og umsagnir fleiri aðila er sendar voru inn í Samráðsgátt, þar sem mótmælt er því að skilgreining á hugtakinu ferðamanaleið eigi ekki við akveg, heldur eingöngu gönguleið, reiðleið og reiðhjólaleið. Nánar tiltekið segir í umsögn Vestfjarðastofu í Samráðgátt. Vestfjarðastofa gerir athugasemd við að í 2. mgr 1. gr (og í skýringum við lagagreinina) verði hugtakið “Ferðamannaleið” skilgreint með sama hætti og í 2. mgr, 2.gr laga 20/2016 Lög um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum. En þar er “Ferðamannaleið” skilgreind sem gönguleið, reiðleið og reiðhjólaleið. Gangi frumvarpið óbreytt fram þá útilokar það styrki Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða, til að taka þátt í verkefnum sem tengjast framkvæmdum við ferðamannastaði tengdum akvegum. Bendir Vestfjarðastofa á að á vegum Vegagerðarinnar er nú til umræðu skilgreining á sama hugtaki. Vestfjarðastofa bendir á nú hratt vaxandi afþreyingu ferðamanna á Íslandi að aka skilgreindar ferðamannaleiðir. Á Vestfjörðum og Vesturlandi er nú unnið að þróun nýrrar ferðamannaleiðar Vestfjarðaleiðin, sem fer um átta sveitarfélög á Vestfjörðum, um Dalabyggð og að hluta í Húnaþingi Vestra. Jafnframt hefur Norðurland skilgreint tvær ferðamannaleiðir, annars vegar Norðurstrandarleið og hins vegar Demantshringurinn. Í greinargerð með frumvarpinu er farið yfir athugasemdir sem sendar voru inn í Samráðsgátt. Þar ákvæðið um að útloka akvegi skýrt með að skýr skil séu til staðar um hlutverka ráðuneyta og stofnana þeirra, eða sem segir Það er ekki hlutverk Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða að fjármagna framkvæmdir í samgöngumálum þó svo að þær geti nýst ferðaþjónustunni heldur er um sérstakan málaflokk að ræða sem heyrir undir annað ráðuneyti og sérstaka stofnun. [Samgöngu og sveitarstjórnarráðuneyti og Vegagerðin] Vestfjarðastofa telur að slík skýr mörk séu ekki til staðar og hlutverk Vegagerðar og í þessu tilviki hlutverk Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða skarist gagnvart hugtakinu ferðamannaleið. Báðar þessar stofnanir hafa hlutverki að gegna með því, annars vegar að tryggja greiða og örugga för um landsvæði en hinsvegar að stuðla að uppbyggingu afþreyingar samhliða verndun náttúru og menningarminja. mailto:nefndasvid@nefndasvid.is ¥ Vestfjarðastofa E f skoðuð er stefnumörkun í samgöngumálum hvað þessa skörun varðar má í Samgönguáætlun 2019 - 2033 (11/149) finna almennar áherslur samgöngukerfis gagnvart ferðaþjónustunni 2.1.4. Samgöngukerfið taki tillit til þarfa ferðaþjónustunnar, m.a. vegna markmiða um dreifingu ferðamanna um landið. Sérstaklega verði hugað að vetrarþjónustu á vegakerfinu. Annað hlutverk Vegagerðarinnar sem nýtist ferðaþjónustu er varðar almenningssamgöngur, gangandi og hjólandi; fjölbreyttir ferðamátar. 2.1.24 Áfram verði stutt við gerð stofnstíga í þéttbýli. Við gerð stofnstíga meðfram þjóðvegum með aðskilnaði mismunandi samgöngumáta verði forgangsraðað í þágu öryggis. 2.1.25 Leitast verði við að gera hjólreiðar og göngu að greiðum og öruggum ferðamáta. Sambærileg markmið eru í tillögu að þingsályktun um Samgönguáætlun 2020-2034 en vægi göngu og reiðhjóla sem samgöngumáta er markvisst aukið með vísan til loftlagsmála en einnig öryggismála. Hjóla- og göngustígar (utan höfuðborgarsvæðisins). Fjárveiting tekur mið af því að auka verulega möguleika á hjólreiðum með framkvæmdum við stígagerð. Reiknað er með að viðkomandi sveitarfélög taki þátt í kostnaði að undangengnum samningum þar um. Miðað er við að þátttaka Vegagerðarinnar verði allt að helmingur kostnaðar nema á langleiðum utan höfuðborgarsvæðisins þar sem kostnaðarþátttaka getur orðið meiri. Fjárveitingin hér miðast við göngu- og hjólastíga utan höfuðborgarsvæðisins en stígar á höfuðborgarsvæðinu eru hluti af Samgöngusáttmálanum. Með stígagerðinni er stefnt að því að umferð hjólandi ökumanna verði ekki leyfð á vegum samhliða stígum. Einnig má finna nýtt ákvæði er varðar markmið um jákvæða byggðaþróun 2.5.4 Mótuð verði stefna um vegi sem þjóna aðallega ferðamönnum. Sett í hnotskurn má telja að í Samgönguáætlun sé verið sé að auka við hlutverk Vegagerðar að koma ferðamönnum á áfangastað, og þá með margvíslegum hætti s.s. akandi, gangandi og hjólandi. En þegar komið er í áfangastað taki ferðaþjónustan/sveitarfélög við með afþreyingu og þar komi til hlutverk Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða m.a. við uppbyggingu akvegar sem ferðamannaleiðar. Til að skýra nánar, þá má tilgreina dæmi um verkefni á ferðamannaleið, er uppbygging útskota / áfangastaða við akvegi. Hér geta verið dæmi um útsýnisstað, áhugaverðar menningarminjar o.fl.. Annað verkefni eru uppbygging áfangastaðar við akveg þar sem er um er að ræða upphaf eða endir á gönguleið, reiðleið eða reiðhjólaleið. H ér má segja að sé augljós skörun. M á þá einnig hugleiða hvort eigi að skilgreina leið/veg, sem liggur meðfram þjóðvegi, sem hjólreiðastíg fjármagnaðan af Samgönguáætlun og sveitarfélögum eða sem reiðhjólaleið sem fjármögnuð er af Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og sveitarfélögum. ¥ Vestfjarðastofa Taka verði til skoðunar hvernig hægt sé að samþætta akveg, sem ferðamannaleið til afþreyingar og ferðamannaleiðar sem hluta af innviðum samgöngukerfis. Skýra verður hlutverk Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða og Vegagerðar og hvernig leyst verði úr verkefnum þar sem hlutverk þeirra skarast og aflað fjárheimilda til verkefna. Vestfjarðastofa telur ella að gangi frumvarpið óbreytt, fram þá tapist eða tefjist um of tækifæri til að efla svæðisbundna þróun og jafna dreifingu ferðamanna. Ráðuneyti og stofnanir þeirra megi ekki horfa um of á málefnasvið hvers heldur þess í stað að horfa á heildarmynda og markmið. Aðalsteinn Óskarsson, sviðsstjóri Vestfjarðastofu