Kría - sprota- og nýsköpunarsjóður

Umsögn í þingmáli 711 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 02.04.2020 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 13 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 28 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Brunnur Ventures GP ehf. Viðtakandi: Efna­hags- og við­skipta­nefnd Dagsetning: 22.05.2020 Gerð: Umsögn
□nuNNun® Berist til nefndasviðs Alþingis Reykjavík, 20. maí 2020 Efni: Umsögn um frumvarp til laga um opinberan stuðning til fjárfestinga í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum þingskjal 1219 — 711. mál.Vísað er til þingskjals 1219 — 711. mál. um fumvarpi til laga um opinberan stuðning til fjárfestinga í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum Í fyrsta lagi fögnum við frumkvæðinu með stofnun Kríu. Aukið fjármagn til nýsköpunar mun án efa hjálpa til við að efla stoðir atvinnulífsins. Brunnur Ventures GP ehf. geir eftirfarandi ítrekaða athugasemd við drögin að frumvarpinu: I) Skilyrði fyrir því að Kría fjárfesti í vísisjóði er að tengsl sé við erlenda fjárfesta Þótt ekkert segi um það í frumvarpstextanum sjálfum kemur fram í athugasemdum við 3. gr. að gerð verði krafa um að: „ Í Ijósi mikilvægis þekkingar, alþjóðlegs tengslanets og þess að íslenskt umhverfi nýsköpunarfjárfestinga dafni ísam ræ m i við það sem tíðkast á alþjóðlegum mörkuðum verður gerð krafa um tengsl hinna íslensku sérhæfðu sjóða við erlenda fjárfesta en sú krafa verður nánar útfærð í reglugerð. Þessari kröfu er ætlað að tryggja að sjóðirnir öðlist tiltrú á breiðari grundvelli en gagnvart hinu smáa og einsleita fjárfestingarumhverfi á Íslandi." Það mætti skilja á þessu að um væri að ræða skilyrði um að erlendur fjárfestir væri í hluthafahópi vísisjóðsins. Í þessu sambandi vilja umsagnaraðilar koma á framfæri að á Íslandi eru nú þegar mikil tengsl við erlenda fjárfesta í nýsköpun en íslenski markaðurinn hefur þroskast mikið á síðustu misserum hvað það varðar. Á síðustu 5 árum hafi tugir þekktra vísi- og tæknifjárfesta, fjárfest með íslenskum vísisjóðum í íslenskum sprotum, m.a. Novartis Venture Fund, Bay City Capital, Pivotal bioVenture, Tekla Capital Management, Nan Fung Life Sciences, Earlybird, Slack, Blueyard, Sequoia, Andreessen Horowitz, Tencent, Index Ventures, Atomico, Maki, BlueYard og Polaris. Það er einsýnt að það skortir ekki hvorki tiltrú né þekkingu við að laða að erlenda fjárfesta í íslensk sprotafyrirtæki. Vissulega væri á einhvern hátt jákvætt ef erlendur fjárfestir kæmi að fjárfestingu í íslenskum vísisjóði en mat umsagnaraðila er að slík jákvæð áhrif væru í mýflugu mynd. Það er fráleitt að mati umsagnaraðila, eins og haldið er fram í greinagerð frumvarpsins, að erlendur fjárfestir muni ýta undir að „íslenskt umhverfi nýsköpunarfjárfestinga dafni ísam ræ m i við það sem tíðkast á alþjóðlegum mörkuðum", eða „að tryggja aðsjóðirnir öðlist tiltrú á breiðari grundvelli en gagnvart hinu smáa og einsleita fjárfestingarumhverfi á Íslandi.". Hvort tiltrú á Íslandi vaxi og að ímynd landsins styrkist í nýsköpun hefur lítið að gera með hvort erlendur aðili fjárfesti í íslenskum vísisjóði að mati umsagnaraðila. Hins vegar hefur aðkoma erlends meðfjárfestis inn í einstök sprotafyrirtæki mikil áhrif um tiltrú og ímynd - því auk fjármagnsins hefur hann yfirleitt mikla þekkingu og tengslanet á þeim markaði sem íslenska fyrirtækið ætlar að hasla sér völl á. Það leggja allir vísisjóðir hér á landi áherslu á að fá sérhæfða (sector specific) vísisjóði með sér inn í þau félög sem fjárfest hefur verið í. Umsagnaraðilar eru til að mynda í samstarfi við fjölda sérhæfða erlendra vísisjóði í gegnum sínar fjárfestingar. Krafa um erlendan fjárfesti, vegna fjárfestingar frá Kríu, mun bæði flækja fjármögnunarferlið og tefja tilurð nýrra vísisjóða, líklegast með neikvæðum afleiðingum fyrir sprotaumhverfið. Því leggja umsagnaraðilar til, svo ekki verði um villst, að það verði ekki gerð formleg krafa um erlendan fjárfesti í sjóðnum. Tillaga: Lagt er til að bætt verði í lögin eða reglugerðina að ekki verði gerð krafa um að erlendur aðili verði fjárfestir í vísisjóð sem Kría fjárfestir í. II) I) Skilyrði fyrir því að Kría fjárfesti í vísisjóði er að sjóðirnir hafi ekki hafið fjárfestingar þegar tekin er ákvörðun um aðkomu Kríu. Í greinargerð með frumvarpinu þar sem fjallað er um 3. gr. kemur fram „ Miðað er við að sjóðirnir hafi ekki hafið fjárfestingar þegar tekin er ákvörðun um aðkomu Kríu. „ Þetta þýðir að vísisjóður sem er stofnaður, án aðkomu Kríu, getur ekki hafist handa við fjárfestingar á meðan beðið er eftir aðkomu Kríu. Nú er mikil þörf á að nýir vísisjóðir verði stofnaðir strax á þessu ári enda er aðeins einn sjóður um þessar mundir opinn fyrir nýjum fjárfestingum en aðrir hafa lokið fjárfestingartímabili. Að mati umsagnaraðila er brýnt að Kría geti lagt vísisjóðum til fé, hvort sem er við stofnun þeirra eða innan skilgreinds og takmarkaðs tíma frá stofnun þeirra, að öðrum skilyrðum uppfylltum. Athygli skal vakin á því að óbreytt skilyrði er eru líklega til að koma í veg fyrir að nýr vísisjóður verði stofnaður á Íslandi á árinu 2020. Tillaga: Eðlilegt er að Kría hafi heimild til að fjárfesta ísjóðum, hvort sem er við stofnun þeirra (First Closing) eða innan tímabils eftir að sjóður er stofnaður (Second Closing). Þá þarf að tryggja að Kría geti skuldbundið sig til að fjárfesta í sjóðum sem stofnaðir eru á árinu 2020. Virðingarfyllst, F.h. Brunns Ventures GP ehf. Sigurður Arnljótsson