Kría - sprota- og nýsköpunarsjóður

Umsögn í þingmáli 711 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 02.04.2020 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 13 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 28 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Alþýðusamband Íslands Viðtakandi: Efna­hags- og við­skipta­nefnd Dagsetning: 20.05.2020 Gerð: Umsögn
Hér komi titill Alþýðusamband íslands Alþingi Nefndasvið Austurstræti 8-10 150 REYKJAVÍK Reykjavík 19.5.2020 Tilvísun: 202005-0005 Efni: Umsögn ASÍ um frumvarp til laga um opinberan stuðning til fjárfestinga í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum, 711. mál. Alþýðusamband Islands hefur fengið til umsagnar frumvarp til laga um opinberan stuðning til fjárfestinga í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum, 711. mál. Með frumvarpinu er lagt til að stofna skuli sértakan sprot- og nýsköpunarsjóð, Kríu, sem hafi það hlutverk að fjárfesta í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum. ASÍ styður markmið frumvarpsins og áform um aukinn stuðning við nýsköpun og rannsóknir. ASÍ hvetur jafnframt til þess að stjórnvöld setji fram metnaðarfullar áætlanir um eflingu nýsköpunar og rannsókna á sem flestum sviðum atvinnulífsins. Mikilvægt er að opinber fjárfesting verði nýtt með markvissum hætti til að auka fjölbreytileika atvinnulífsins með áherslu á uppbyggingu grænna starfa, nýsköpun, tækniþekkingu og rannsóknir og þróun. ASÍ leggur í þessu samhengi áherslu á að stuðningurinn hafi ávallt að markmiði að fjölga góðum störfum um landið allt og stuðla að samfélagslegri uppbyggingu til framtíðar á gunni sjálfbærni og jöfnuðar. ASÍ telur rétt að sjóðum sem fjárfesta fyrir opinbert fé sé gert að gæta sérstaklega að því að einungis sé fjárfest í fyrirtækjum sem sína samfélagslega ábyrgð, virði réttindi launafólks og standi skil á sköttum og gjöldum í sameiginlega sjóði. Þá er eðlilegt að í 4 gr. sé kveðið á um að kynjahlutföll í stjórn sjóðsins séu sem jöfnust. Virðingarfyllst, Henný Hinz hagfræðingur ASÍ A L Þ Ý Ð U S A M B A N D Í S L A N D S • S Æ T Ú N I 1 • 1 0 5 R E Y K J A V l ' K • S Í M l : 5 3 5 5 6 0 0 • F A X : 5 3 5 5 6 0 1 • A S I @ A S I . I S • W W W . A S I . I S mailto:ASI@ASI.IS http://WWW.ASI.IS