Opinber stuðningur til fjárfestinga í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum

Umsögn í þingmáli 711 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 02.04.2020 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 12 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 28 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Viðskipta­ráð Íslands Viðtakandi: Efna­hags- og við­skipta­nefnd Dagsetning: 20.05.2020 Gerð: Umsögn
4 VIÐSKIPTARÁÐ ÍSLANDS Nefndasvið Alþingis Efnahags- og viðskiptanefnd b/t. Nefndarritara Austurstræti 8-10 101 Reykjavík Reykjavík, 20. maí 2020 Efni: Frumvarp um opinberan stuðning til fjárfestinga í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum (711. Mál) Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar frumvarp um opinberan stuðning til fjárfestinga í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum. Frumvarpið felur í sér að stofnaður verður sérstakur sjóður (Kría) sem hefur það hlutverk að gerast minnihluta hluthafi í vísissjóðum sem fjárfesta í sprotafyrirtækjum. Viðskiptaráð hefur á undanförnum árum látið sig nýsköpun sérstaklega varða og fjallað ítarlega um nýsköpunarmál m.a. í skýrslu ráðsins Nýsköpunarheit: 10 aðgerðartillögur til að efla nýsköpun.1 Með hliðsjón af því fagnar ráðið frumvarpinu. Viðskiptaráð telur að þegar kemur að nýsköpun sé til staðar markaðsbrestur, af svipuðu tagi og í menntamálum. Því sé tilefni fyrir stjórnvöld til þess að stíga fram og taka þátt í að tryggja að nægilega mikið af nýsköpun fari fram. Þá hefur ráðið talið sérstaka þörf á úrræði á borð við Kríu sem tryggir áframhaldandi uppbyggingu nýsköpunarumhverfisins og einkum og sér í lagi vísisfjárfestinga hér á landi. Þá ber einnig að nefna hina svokölluðu 1.000 milljarða áskorun McKinsey sem sett var fram í skýrslunni Charting a Growth Path for lceland og lýsir nauðsynlegum útflutningsvexti íslenska hagkerfisins til ársins 2035 til þess að viðhalda ytra jafnvægi á hagkerfinu samhliða hagvexti. Þar var talið Ijóst að auðlindir íslands sem væru í eðli sínu takmarkaðar gætu ekki einar og sér staðið undir slíkum vexti og því þyrfti að horfa til alþjóðageirans sem byggir á hugviti og nýsköpun til þess að renna fleiri stoðum undir útflutnings landsins. Mikil framþróun í umhverfi nýsköpunar Mikil framþróun hefur átt sér stað í umhverfi nýsköpunar á undanförnum áratugum og segja má að umhverfið hafi tekið stakkaskiptum. Má þar nefna; stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar íslands sem nú stendur til að leggja niður vegna þess hve breytt umhverfið er orðið, tilkomu lcelandic Startups og fyrirrennara þeirrar miðstöðvar, auk mikillar hækkunar á framlögum úr tækniþróunarsjóði. Auk þess var nýtt úrræði um endurgreiðslur vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar fyrirtækja kynnt til sögunnar árið 2010 sem hefur verið eflt nokkrum sinnum, nú síðast árið 2019. Lengi vel var aðeins einn starfandi vísissjóður á íslandi, Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, sem var stofnaður árið 1997 með lögum á Alþingi. Árið 2008 tók Frumtak svo til starfa og þar með voru tveir starfandi vísissjóðir á íslandi. Árið 2015 voru þrír nýir vísissjóðir stofnaðir, sem markaði nokkur vatnaskil í fjármögnunarumhverfinu og loks var enn annar stofnaður árið 2017 líkt og sjá má á Mynd 1 1 https://www.vi.is/files/%C3%BAtg%C3%A1fa/sk%C3%BDrslur/2019_01_23_nyskopunarheit.pdf https://www.vi.is/files/%C3%BAtg%C3%A1fa/sk%C3%BDrslur/2019_01_23_nyskopunarheit.pdf Mynd 1 Fjármögnunarumhverfi nýsköpunar hefur breyst mikið á síðustu árum Milljónir dala1 1 F R U M T A K [ F R U M T A K i C ro w b e rry ' V E N T U R E S V E N T U R E S| C A P 1 T A L i Frumtak 1 i Frumtakll i Crowberry Capital i Einkasjóður 1 Einkasjóður | Einkasjóður | 52m USD | 38m USD i 37m USD NÝS KOPUNARS JÓÐUR i Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins 1 Opinber sjóður 56m USD 2015 2017 □nuNNun® Brunnur Einkasjóður 30m USD EYRIR SPROTAR Eyrir Sprotar Einkasjóður 34m USD 1 Nýlegar gengisbreytingar geta skekkt stærðartölur sjóðanna Heimildir: Northstack, Seðlabankinn, Viðskiptaráð íslands Að mati Viðskiptaráðs hefur sú þróun sem átt hefur sér stað undanfarna tvo áratugi meira og minna verið jákvæð og þau skref sem hafa verið tekin bætt umhverfið til muna. Að því sögðu eru þó enn töluverð sóknarfæri til staðar í nýsköpun á íslandi. Kría eykur fjármagn í nýsköpunarumhverfinu og tryggir samfellu í framboði þess Þrátt fyrir að aðgengi að fjármagni hafi verið með nokkuð góðu móti undanfarin ár með tilkomu fjögurra nýrra vísissjóða á stuttu tímabili er þó ekki Ijóst að svo verði áfram. Mikilsverðir hagsmunir liggja í því að samfella verði áfram tryggð í aðgengi frumkvöðla að fjármagni enda yrði þjóðhagsleg sóun af því ef arðbær verkefni næðu ekki fram að ganga eingöngu vegna þess að ekki er til staðar fjármagn á viðkvæmum stigum í uppbyggingu fyrirtækja. Líftími vísissjóða er yfirleitt um 10 ár en af þeim fjárfestir hver sjóður yfirleitt ekki lengur en í 2-3 ár af líftíma sínum. Því er afar æskilegt að á íslandi sé stofnaður nýr vísissjóður á um þriggja ára fresti. Það úrræði sem lagt er til með þessu frumvarpi myndi auðvelda stofnun vísissjóða og stuðla að samfellu í framboði fjármagns hér á landi. Þá er einnig Ijóst að með tilkomu Kríu mun framboð fjármagns til sprotafyrirtækja aukast að nokkru marki, einkum til fyrirtækja á fyrstu stigum. Árið 2019 nam vísisfjárfesting í heildina ríflega 81 milljón dala samkvæmtsamantektNorthstack. Nýsköpunarráðherra hefur gefið til kynna aðfjárveitingartil Kríu geti numið 2,5 milljörðum króna á næstu þremur árum sem nemur rúmlega 6,8 milljónum dala á ári miðað við gengi ársins 2019. Ef væntanlegt ríkisframlag er borið saman við þau Norðurlönd sem almennt eru talin best standa í vísisfjárfestingum, þ.e. Danmörku og Finnland má sjá að á árunum 2014-2018 fjárfesti danski Vækstfonden að meðaltali um 2.177 milljónum DKK í framtakssjóðum og hinn finnski Tesi fjárfesti að meðaltali um 87,6 milljónum EUR íframtakssjóðum árunum 2015-2019. Sem hlutfall af landsframleiðslu er það um 40% meira en til stendur að fjárfesta í gegnum Kríu. Ef íslendingar vilja standa fremst meðal jafningja kann því að vera tilefni til þess að hækka væntanlegar fjárveitingar nokkuð. Aftur á móti má þó segja að sjóðirnir á Norðurlöndum hafi víðara hlutverk en Kríu en þeir fjárfesta hvort tveggja í framtakssjóðum og vísissjóðum. Skynsamlegt að ríkið sé minnihlutaeigandi Viðskiptaráð telur þá fyrirætlan stjórnvalda að ríkið muni vera minnihlutaeigandi í vísissjóðum skynsamlega ráðstöfun. Með því er tryggt að markaðurinn ráði för þegar kemur að mati á því hvaða verkefni sé líklegust til þess að ná árangri og þar með hagkvæmari nýtingu fjármagns en á sama tíma telur ráðið betra aðhald fólgið í ráðandi aðkomu einkafjárfesta að vísissjóðum. Góðir hvatar fyrir einkafjárfesta Vísisfjárfestingar eru í eðli sínu áhættufjárfestingar og engin vissa til staðar um að þær skili ávöxtun þrátt fyrir að staðið sé rétt að þeim í einu og öllu. Markaðsbresturinn sem háir nýsköpun lýsir sér í grófum dráttum því að samfélagið allt hefur ágóða af því að nýsköpun sé stunduð en áhættan leggst alfarið á þá sem hana fjármagna. í greinargerð frumvarpsins er gert ráð fyrir að fjárfestar geti keypt upp fjárfestingar ríkisins í sjóðum á hagstæðum kjörum en Viðskiptaráð telur það skynsamlegt úrræði sem dregur úr áhættu vísisfjárfesta. Þannig standa vonir til þess að Kría auki ekki aðeins með beinum fjárframlögum það fjármagn sem stendur frumkvöðlum til boða heldur skapi um leið hvata fyrir einkafjárfesta til að veita auknu fjármagni í nýsköpun. Kría tryggir meira en bara fjármagn Mikilvægt er að taka fram að vísissjóðir gegna ekki aðeins fjármögnunarhlutverki í stuðningsneti nýsköpunar heldur gegna þeir einnig mikilvægu stuðningshlutverki m.a. þegar kemur að sókn á erlenda markaði auk tengslamyndunar við alþjóðlega fjárfesta og þar með möguleika á frekari fjármögnun. Því ber ekki aðeins að líta á Kríu sem úrræði til að auka vísisfjárfestingar heldur einnig úrræði til þess að efla stuðningsumhverfi nýsköpunar í víðara samhengi. Þess vegna telur ráðið skynsamlega ráðstöfun að krefjast aðkomu erlendra aðila að þeim vísissjóðum sem njóta stuðnings Kríu enda mun það efla getu vísissjóða til tengslamyndunar í alþjóðlegu samhengi og þekkingu á erlendum mörkuðum. Tímanleiki skiptir máli Viðskiptaráð vill að lokum árétta að miklir hagsmunir eru undir því að Kría fái skjóta afgreiðslu og tímalína málsins sé skýr. Óháð því hvort úrræðið hlýtur að endingu brautargengi mun framlagning málsins að líkindum valda því að fjárfestar halda að sér höndum við stofnun nýrra vísissjóða þar til Ijóst er um afdrif málsins. Til þess að valda ekki röskunum í framboði fjármagns til sprotafyrirtækja er því mikilvægt að stjórnvöld tali skýrt í málinu og gangi rösklega til verks. Viðskiptaráð hvetur eindregið til þess að frumvarpið verði lagt fyrir Alþingi og nái fram að ganga. Virðingarfyllst, ísak Einar Rúnarsson Sérfræðingur á hagfræðisviði Viðskiptaráðs íslands