Kría - sprota- og nýsköpunarsjóður

Umsögn í þingmáli 711 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 02.04.2020 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 13 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 28 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins Viðtakandi: Efna­hags- og við­skipta­nefnd Dagsetning: 20.05.2020 Gerð: Umsögn
Microsoft Word - Umsögn SA - SI um fjárfestingarsjóð_711. mál_efnahags og viðskiptanefnd_20. maÃ� 2020.docx 0 Nefndasvið Alþingis b.t. efnahags- og viðskiptanefndar nefndasvid@althingi.is Reykjavík, 20. maí 2020 Efni: Umsögn um frumvarp til laga um opinberan stuðning til fjárfestinga í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum, mál nr. 711. Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins (samtökin) lýsa yfir stuðningi við frumvarpið. Markmið lagasetningarinnar er að efla vöxt og samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs með því að stuðla að virku fjármögnunarumhverfi fyrir sprota- og nýsköpunarfyrirtæki. Það er jákvætt og mun efla nýsköpunarumhverfið hér á landi með því að stuðla að því að til verði fleiri sérhæfðir fjárfestingasjóðir. Í fyrri umsögn samtakanna í samráðsferlinu var mikilvægi þess að framlag ríkisins til Kríu yrði ekki til þess að draga úr fjármagm sem rennur til Tækniþróunarsjóðs áréttað og því lýsa samtökin yfir ánægju með að í greinargerð frumvarpsins eru tekin af öll tvímæli um að slíkt standi ekki til. Samtökin bentu jafnframt á það í fyrri umsögn að krafa um aðkomu erlendra aðila gæti reynst íþyngjandi. Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að aðkoma þeirra geti verið mismunandi og verði hún nánar útfærð í reglugerð. Samtökin munu taka fyrirhugaða reglugerð til umsagnar þegar hún lítur dagsins ljós. Samtökin vilja koma með athugasemd við það að í 3.gr. frumvarpsins sé sérstaklega tekið fram að stjórn skuli að jafnaði taka ákvarðanir um fjárfestingu í sérhæfðum sjóðum einu sinni á ári. Samtökin telja þetta of takmarkandi og að ekki sé skynsamlegt að setja slíkt ákvæði í lögin sjálf. Mikilvægt er að svigrúm sé til staðar til þess að stjórn Kríu geti tekið ákvarðanir oftar en einu sinni á ári, ef aðstæður kalla á það. Samtökin styðja frumvarpið og telja framfaraskref að ríkissjóður hvetji til stofnunar sjóða sem fjárfesta í íslenskum nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum án þess að ríkið sé sjálft leiðandi eða beinn fjárfestir í atvinnulífinu. Þarna er um að ræða viðbót sem fyllir í ákveðið rof í keðju sem leiðir frá rannsóknum, tækniþróun og að því að fyrirtæki þurfa að leita sér fjármögnunar í formi eiginfjár til að styðja við frekari nýsköpun og ekki síður að koma hugviti, þjónustu og vörum á markað - sem oft reynist þrautin þyngri. Markmiðið með Kríu á að mati samtakanna að vera að stuðla að þroskuðu fjárfestmgarumhverfi nýsköpunar- og sprotafyrirtækja sem styður við vöxt á alþjóðamörkuðum og frumvarpið er í samræmi við þessar áherslur. Virðingarfyllst, f.h. Samtaka atvmnulífsms f.h. Samtaka iðnaðarins Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastj óri Sigurður Hannesson, framkvæmdastj óri. Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík 1 mailto:nefndasvid@althingi.is