Barnalög

Umsögn í þingmáli 707 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 02.04.2020 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 20 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 129 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands Viðtakandi: Alls­herjar- og mennta­mála­nefnd Dagsetning: 22.05.2020 Gerð: Umsögn
MANNRÉTTINDASKRIFSTOFA ÍSLANDS ICELANDIC HUMAN RIGHTS CENTRE Alþingi Reykjavík, 19. maí 2020. Nefndasvið Austurstræti 8-10 150 REYKJAVÍK Efni: Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breytingu á barnalögum nr. 76/2013, með síðari breytingum (skipt búseta barns), þskj. 1215- 707. mál. Mannréttindaskrifstofu Íslands (MRSI) hefur borist framangreint frumvarp til umsagnar. Fagnar skrifstofan tillögu um skipta búsetu og tekur undir þau orð í greinargerð með frumvarpinu að þýðingarmikið sé að barn eigi góð og náin samskipti við báða foreldra sína og fjölskyldur þeirra beggja sem. Vissulega hefur og þróun síðustu áratuga verið sú að jafna stöðu foreldra svo þeir axli jafna ábyrgð á umönnun og velferð barnsins þótt þeir búi ekki saman. Tekur skrifstofan einnig undir það að þarfir og hagsmunir barnsins eigi þó ætíð að vega þyngra en sjónarmið um jafnrétti foreldra og að foreldrar þurfi að jafna sig að aðstæðum barnsins frekar en barnið að aðstæðum þeirra. Þá er og fallist á það sjónarmið að það sé hag barna fyrir bestu að foreldrar, sem kjósa að ala börn sín upp saman á tveimur heimilum í góðri sátt, búi við sambærileg skilyrði af hálfu hins opinbera svo ekki sé ýtt undir ágreining með ójafnri stöðu heimilanna. MRSÍ er fullljóst að ekki er unnt að útfæra alla framkvæmd og verklag í lagatexta en vill þó benda á eftirfarandi atriði til umhugsunar og jafnvel frekari útfærslu: A) A f frumvarpinu má ráða þá algeru meginforsendu skiptrar búsetu að foreldrar sammælist í einu og öllu, samskipti séu góð og enginn ágreiningur til staðar. Því er ekki mögulegt að fara fram dómsúrskurð um skipta búsetu. Þó getur skipt búseta orðið niðurstaða dómssáttar sem þá hlýtur að þýða að verið hafi ágreiningur og möguleg togstreita í foreldrasambandinu. Það vekur spurningu um hvort uppfyllt sé sú meginforsenda að foreldrar séu í öllu samstíga um allt sem snýr að barninu. B ) Í greinargerð með 24. gr. frumvarpsins er áréttað að foreldrar sem semja um skipta búsetu barns geti ekki gert kröfu um meðlag hjá sýslumanni eða fyrir dómi meðan samningurinn er í gildi eða vegna þess tíma sem samningur um skipta búsetu hefur verið í gildi. Í b-lið 6. gr. frumvarpins er lögð til ný grein (32. gr. b.) þess efnis að ef foreldri telur forsendur skiptrar búsetu barns vera brostnar geti það snúið sér til sýslumanns sem staðfesti brottfall samnings. Framangreint vekur upp spurningar um skilvirkni, þ.e. hvert ferlið verði ef upp kemur ágreiningur og skipt búseta gengur ekki upp. Þá þarf væntanlega að panta tíma hjá sýslumanni, til skamms tíma hefur til dæmis verið löng bið eftir viðtali hjá sýslumanninum á Höfuðborgarsvæðinu. Frumvarpið gerir ráð fyrir að sýslumaður geti boðið ráðgjöf í málum er varða búsetu og einnig synjun staðfestingar samnings um forsjá, lögheimili, búsetu eða umgengni eða brottfall samnings um skipta búsetu. Verði málum almennt Túngata 14, 1. hæð - 101 Reykjavik - Iceland Sím ar/Phone + 354 552 27 20 Netfang/ E-mail: info@humanrights.is mailto:info@humanrights.is MANNRÉTTINDASKRIFSTOFA ÍSLANDS ICELANDIC HUMAN RIGHTS CENTRE vísað í sáttaferli mun það verða til þess að lengja málsmeðferðartíma verulega. Í málum sem þessum þarf skilvirkni og hraða úrvinnslu svo meðlagsgreiðslur hefjist sem fyrst og barnabætur fari aftur til þess foreldris þar sem lögheimili barnsins og eina búseta skal vera. C) MRSÍ fagnar því heilshugar að rétti barns til að tjá sig sé gefið meira vægi og að barnið geti komið vilja sínum á framfæri með því að óska eftir fundi foreldra við sýslumann. MRSÍ veltir þó fyrir sér hvort þetta sé nægilega vel útfært og hver framkvæmdin eigi að vera. Mun barninu leiðbeint um þennan möguleika, verður til dæmis haft samband við barnið og spurt hvort það vilji óska eftir fundi eða þarf barnið að verða áskynja um þennan valmöguleika á eigin spýtur? D) MRSÍ telur ýmis atriði varðandi framfærslu óljós. Til dæmis er ekki útskýrt hvernig útgáfu reikninga verði hagað þegar foreldrar hafa komið sér saman um skipta búsetu. Verður öllum opinberum reikningum skipt til helminga - leikskóla, frístund, tómstundum og þess háttar eða þarf lögheimilisforeldrið að greiða reikningana og rukka hitt? Það gæti valdið vandkvæðum og jafnvel ósætti. Virðingarfyllst, f.h. Mannréttindaskrifstofu Íslands Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Túngata 14, 1. hæð - 101 Reykjavik - Iceland Sím ar/Phone + 354 552 27 20 Netfang/ E-mail: info@humanrights.is mailto:info@humanrights.is