Aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum

Umsögn í þingmáli 700 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 25.03.2020 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 3 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 44 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Læknafélag Íslands Viðtakandi: Dagsetning: 26.03.2020 Gerð: Umsögn
Nefndasvið Alþingis nefndasvid@althingi.is Kópavogi 26. mars 2020. Efni: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980, með síðari breytingum (undanþága frá CE-merkingu), 700. mál, stjórnarfrumvarp. Vísað er til tölvubréfs Alþingis frá því gær, 25. mars, þar sem óskað er álits Læknafélags Íslands (LÍ) á frumvarpi laga um breytingu á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980, með síðari breytingum (undanþága frá CE-merkingu) 700. mál á 150. löggjafarþingi. Með frumvarpinu er ætlunin að veita Vinnueftirliti ríkisins tímabundna heimild til að heimila innflutning á persónuhlífum sem ekki eru CE-merktar til nota á heilbrigðisstofnunum eða starfsstofum heilbrigðisstarfsmanna vegna COVID-19 faraldursins. Gert er ráð fyrir að innflytjandinn tryggi að hlífarnar uppfylli viðurkenndar öryggis- og heilbrigðiskröfur, svo sem viðeigandi staðla. Vegna þessa vill LÍ benda á að mikið er til a f persónuhlífum sem eru annars flokks. LÍ telur mjög mikilvægt að undanþágan opni ekki fyrir innflutning þeirra, síst a f öllu á þessum tímum. Þá bendir LÍ á að öryggi, heilbrigði og líf heilbrigðisstarfsmanna, s.s. lækna og hjúkrunarfræðinga byggist á því að sá búnaður sem leyfður er til notkunar við meðferð sjúklinga með smitsjúkdóma uppfylli kröfur opinberra aðila um gæðastaðla og hafi hlotið viðurkennda vottun. Hér verður því að gera ítrustu gæðakröfur sem verða að standast samanburð við þær sem hlotið hafa CE-merkingar og viðurkenningar til notkunar við slíkar aðstæður á hveijum tíma. Á hinn bóginn liggur fyrir að á þessum markaði er mikið til a f hágæðapersónuhlífum þó þær séu ekki CE-merktar. Þetta á fyrst og fremst við um persónuhlífar sem uppfylla viðurkenndar bandaríska, kanadíska, ástralskar eða japanskar kröfur. Mögulega á hið sama við um persónuhlífar frá Kína, Suður- Kóreu og Singapore. LÍ telur því að heppilegra að orða ákvæðið með eftirfarandi hætti: Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi: Þrátt fyrir 48. gr. getur Vinnueftirlit ríkisins heimilað, að fenginni rökstuddri beiðni, innflutning á persónuhlífum sem ekki eru CE-merktar til nota á heilbrigðisstofnunum eða á starfsstofum heilbrigðisstarfsmanna hér á landi vegna útbreiðslu COVID-19-sjúkdómsins. Innflytjandi persónuhlífa skv. 1. mgr. skal sýna fram á að þær uppfylla viðurkenndar opinberar bandarískar, kanadískar, ástralskar, japanskar eða kröfur annarra landa um öryggi og gæði sem eru sambærilegar þeim sem gerðar eru til CE-merkinga og skal Vinnueftirlitið staðfesta að svo sé áður en til notkunar á slíkum búnaði kemur tryggja að hlífarnar uppfylli viðurkenndar öryggis- og heilbrigðiskröfur, svo sem viðeigandi staðla. Ákvæði þetta fellur úr gildi 1. janúar 2021. Verði eftir því óskað eru fulltrúar LÍ að sjálfsögðu tilbúnir til samráðs við Velferðarnefnd vegna þessa lagafrumvarps. Virðingarfyllst, f.h. stjómar LI, Reynir Arngrímsson, formaður. Hlíðasmára 8 • 200 K ópavogur ■ ístand • Simi: (+354) 564 4100 ■ Fax: (+354) 564 4106 Kt. 4 5 0 2 6 9 -2 6 3 9 • w w w . l is . i s • tis@ lis . is mailto:nefndasvid@althingi.is http://www.lis.is mailto:tis@lis.is