Aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum

Umsögn í þingmáli 700 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 25.03.2020 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 3 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 44 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Embætti landlæknis Viðtakandi: Dagsetning: 26.03.2020 Gerð: Umsögn
Góðan dag. Meðfylgjandi er umsögn landlæknis, send með tölvupósti, til að hægt sé að hraða málsmeðferð sem mest. Umsögn embættis landlæknis um 700. mál, frumvarp til breytingar á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum sem hefur það að markmiði að tryggja að heimilt verði að leyfa innflutning á persónuhlífum sem ekki eru CE-merktar til nota á heilbrgiðisstofnunum eða á starfsstofum heilbrigðisstarfsmanna hér á landi vegna útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins: Landlæknir fagnar framkomnu frumvarpi. Nú þegar heimsfaraldur COVID-19 geisar um heiminn verður æ erfiðara að tryggja heilbrigðisstarfsmönnum og öðru framlínustarfsfólki nauðsynlegan hlífðarbúnað til að geta sinnt störfum sínum þannig að eigin öryggis sé gætt. Veiran SARS-CoV-2 er skæð; hún er mjög smitandi (smitstuðull 2-6 skv. kínverskum heilbrigðisyfirvöldum), hún getur valdið alvarlegum veikindum og dauða, ekki er til bóluefni og lyfjameðferð er enn takmörkuð. Þegar hafa borist fregnir af heilbrigðisstarfsmönnum sem hafa látist af þessum sökum við störf sín, bæði í Kína og á Ítalíu. Landlæknir getur ekki lagt á það nógsamlega áherslu hve mikilvægt er að starfsfólk geti varið sig og eigin heilsu með viðeigandi hlífðarbúnaði í samræmi við leiðbeiningar sóttvarnalæknis. Leita þarf allra leiða til að tryggja kaup ríkisins á hlífðarbúnaði í nægu magni. Líklegt er að sífellt erfiðara verði fyrir evrópsk lönd að tryggja slíkt og því ber að fagna framkomnu frumvarpi sem heimilar innflutning á ekki CE merktum hlífðarbúnaði enda sér það tímabundin ráðstöfun og þess áfram gætt að gæði og öryggi búnaðar sé fullnægjandi. Landlæknir styður því heils hugar framkomið frumvarp og þakkar fyrir það. Virðingarfyllst, Alma D. Möller, MD, PhD, EMPH Landlæknir / Director of Health Embætti landlæknis / Directorate of Health Katrínartún 2, 105 Reykjavík Sími 510 1900 www.landlaeknir.is https://www.althingi.is/altext/150/s/1182.html https://www.althingi.is/altext/150/s/1182.html http://www.landlaeknir.is/