Undirritun og fullgilding samnings Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum

Umsögn í þingmáli 70 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 12.09.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 11 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 22 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi Viðtakandi: Utanríkismála­nefnd Dagsetning: 15.01.2020 Gerð: Umsögn
Rauði krossinn Utanríkismálanefnd Alþingis Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Reykjavík, 14. janúar 2020 Meðfylgjandi er umsögn Rauða krossins á Íslandi um tillögu til þingsályktunar um samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum, 150. löggjafarþing 2019-2020. Þingskjal 70 - 70. mál. Virðingarfyllst, f.h. Rauða krossins á Íslandi Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri. 1 Rauði krossinn UMSÖGN RAUÐA KROSSINS Á ÍSLANDI um tillögu til þingsályktunar um samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum. 150. löggjafarþing 2019-2020. Þingskjal 70 - 70. mál. I. Inngangur Rauði krossin á Íslandi fagnar því að á ný sé lögð fram þingsályktunartillaga þess efnis að Alþingi álykti að fela ríkisstsjórn Íslands, fyrir Íslands hönd, undirritun og fullgildingu samnings um bann við kjarnorkuvopnum sem samþykktur var á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York þann 7. júlí 2017. Rauði krossinn á Íslandi er hluti af stærstu mannúðarhreyfingu veraldar. Eitt af verkefnum félagsins er að breiða út þekkingu alþjóðlegra mannúðarlaga, gera grein fyrir mikilvægi þeirra og þrýsta á íslensk stjórnvöld að virða þjóðréttarlegar skuldbindingar sínar í samræmi við aðild sína að Genfarsamningunum fjórum frá 1949, viðbótarbókunum við þá frá 1977 og 2005, sem og aðrar skuldbindingar á sviði mannúðarréttar. Alþjóðaráð Rauða krossins (e. International Committee o f the Red Cross, ICRC), er verndari Genfarsamningana og viðauka við þá. ICRC leggur mikla áherslu á að ríki fullgildi alþjóðasamninga á sviði mannúðarréttar og hefur frá árinu 1945 vakið athygli á alvarlegum afleiðingum notkunar kjarnorkuvopna og talað fyrir útrýmingu þeirra. Samningur um bann við kjarnorkuvopnum (e. Treaty on the Non-Proliferation o f Nuclear Weapons, TPNW) var samþykktur af 122 ríkjum á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York þann 7. júlí 2017. Eins og fram hefur komið í fyrri umsögnum Rauða krossins er tilurð TPNW svar við ákalli ICRC um lagalegt bindandi samkomulag á grundvellli alþjóðlegra skuldbindinga og samþykkta, um algjört bann við notkun kjarnorkuvopna sem tryggja skuli eyðingu og afnám slíkra vopna. Samningurinn undirstrikar þá alvarlegu hættu sem stafar af áframhaldandi tilvist kjarnorkuvopna og þeim óafturkræfu og gereyðandi afleiðingum sem slík vopn valda. Samningurinn er skýr um algjört bann á hvers kyns notkun kjanorkuvopna í samræmi við alþjóðleg mannúðarlög. Afstaða Rauða krossins á Íslandi í umsögn um þingsályktunartillögu þessa er í samræmi við afstöðu ICRC til TPNW ásamt grundvallargildum Rauða kross hreyfingarinnar um mannúð, óhlutdrægni og hlutleysi sem og stefnu Rauða kross hreyfingarinnar og Rauða hálfmánans. II. Almennar athugasemdir Rauði krossinn á Íslandi áréttar áður framkomnar athugasemdir sem sendar voru utanríkismálanefnd þann 12. júní 2018 og aftur þann 18. mars 2019 vegna samhljóða þingsályktunartillagna sem lagðar voru fram á 148. löggjafarþingi 2017-2018 og á 149. löggjafarþingi 2018-2019. 2 Rauði krossinn Í fyrri umsögn Rauða krossin á Íslandi frá 12. júní 2018 kemur m.a. fram að íslensk stjórnvöld ættu að setja í forgang undirritun og fullgildingu samningsins vegna skelfilegra afleiðinga sem hvers kyns notkun kjarnorkuvopna hefur á hnattræna vísu og þeirrar vár sem af slíkum vopnum stafar. Í viðbótarathugasemdum í umsögn Rauða krossins þann 18. mars 2019 kemur fram að afstaða íslenskra stjórnvalda gagnvart undirritun og fullgildingu TPNW byggist einna helst á aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu (NATO) og í því samhengi þjóðaröryggissstefnu Íslands sem samþykkt var á Alþingi 13. apríl 2016. Sú stefna leggi áherslu á aðild Íslands að NATO og þær skuldbindingar sem af henni leiða. Í því samhengi hafi verið vísað til grunnstefnu NATO frá 2010 þar sem fram kemur að kjarnorkuvopn séu hluti af fælingar- og varnarstefnu bandalagsins og TPNW gangi því í berhögg við skuldbindingar Íslands gagnvart NATO. Í því samhengi árétti Rauði krossinn að aðild Íslands að NATO teljist ekki lagaleg hindrun fyrir undirritun og fullgildingu TPNW. Í texta Norður-Atlantshafssamningsins frá 1949 sé hvergi minnst á kjarnorkuvopn né gerð krafa um að aðildarríki taki þátt í nokkurri starfsemi tengdri kjarnorkuvopnum. Áðurnefnd grunnstefna NATO frá 2010 setji fram kjarnorkuáætlun fyrir bandalagið sem felur í sér pólitíska skuldbindingu sem ekki sé lagalega bindandi fyrir aðildarríkin og því þau ekki bundin að lögun til að styðja fælingar- og varnarstefnu bandalagsins þegar kemur að mögulegri notkun kjarnorkuvopna. Rauði krossinn undirstrikar að íslenska ríkið hafi ekki í eigu nein kjarnorkuvopn og aðild þess að samningnum um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna (e. Treaty on the Non-Proliferation of Nuclear Weapons, NPT) frá árinu 1968 knýji á um algjört bann við því að íslenska ríkið afli slíkra vopna. Þá hafi stjórnvöld með markmiðum sínum í þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland, gefið út að þau muni beita sér fyrir vitundarvakningu og opinni umræðu um kjarnorkumál og stuðla að afvopnun og friði. Jafnframt að Íslendingar skuli beita sér fyrir vopnatakmörkunum og afvopnun, m.a. í flokki kjarnorkuvopna, á vettvangi alþjóðastofnana og í tvíhliða samskiptum við önnur ríki. Þá bendir Rauði krossinn á að fullgilding TPNW feli ekki í sé verulegar breytingar á núverandi afstöðu Íslands til notkunar kjarnorkuvopna. Íslandi hafi þegar fullgilt mikilvæga alþjóðlega sáttmála um bann við þróun, framleiðslu og notkun efnavopna og klasasprengja. Fullgilding og aðild Íslands að TPNW myndi hinsvegar brúa mikilvægt bil í lagalegu samhengi þar sem að samningurinn er afdráttalaus, skýr og marghliða, þ.e. opinn öllum ríkjum og leggur allsherjarbann við hverskyns notkun kjarnorkuvopna. Því ætti Ísland, sem ábyrgt ríki í alþjóðasamfélaginu, að vera leiðandi í átt að kjarnorkuvopnalausum heimi, sýna gott fordæmi og fullgilda TPNW sem leggur skýlaust bann við notkun verstu gereyðingarvopnanna, kjarnorkuvopna. Ljóst þyki að markmiðinu um kjarnorkuvopnalausan heim verði ekki náð með afstöðu þess efnis að kjarnorkuvopn hafi gildi í öryggisstefnu landsins. Tilvísun til sjónarmiða um öryggi og varnarstefnu sem fram komi í grunnstefnu NATO, sem réttlæting á beitingu eða hótun um beitingu kjarnorkuvopna, grafi, að mati Rauða krossins, undan grundvallarlögum mannúðarréttar sem leggi bann við notkun slíkra geryðingarvopna. Slík sjónarmiðið geti verið hvati fyrir önnur ríki, sem jafnvel standa frammi fyrir knýjandi ógn á öryggi sínu, til kaupa eða jafnvel notkunar á kjarnorkuvopnum með öryggisstjónarmið og sjálfsvörn að leiðarljósi. Framangreind sjónarmið um öryggi, fælingu og varnarstefnu í grunnstefnu NATO séu því að mati Rauða krossins, til þess fallin að réttlæta útbreiðslu kjarnorkuvopna. Þá er jafnfram bent á að þrátt fyrir framangreind sjónarmið í grunnstefnu NATO kveði hún einnig á um það markmið að skapa skilyrði fyrir heim án kjarnorkuvopna sem sé samhljóða grundvallar tilgangi TPNW. Rauði krossinn hvetji því íslensk stjórnvöld til þess að taka af skarið, sýna öðrum NATO ríkjum mikilvægt fordæmi og taka skref í átt að fullgildingu TPNW. Með vísan í ofangreint telji Rauði krossinn ljóst að fullgilding TPNW gangi ekki íberhögg við skuldbindingar Íslands gagnvart NATO. 3 Rauði krossinn Að lokum telji Rauði krossinn að aðild Íslands að TPNW sé nauðsynleg til þess að styrkja enn fremur stöðu þeirra alþjóðlegu samninga um kjarnorkuvopn sem Ísland á nú þegar aðild að, n.t.t. NPT og samninginn um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn e. Comprehensive Nuclear-Test-Ban Treaty, CTBT). Með undirritun og fullgildingu TPNW sé því fyllt upp í mikilvægar eyður sem fyrri samningar hafa ekki kveðið á um, auk þess sem samningurinn stuðlar að bættri fylgni við NPT. III. Athugasemdir til viðbótar við fyrri umsögn RKÍ frá 18. mars 2019 Kjarnorkuvopn eru þau vopn sem hafa hvað mestan eyðileggingarmátt. Engin læknis- eða mannúðaraðstoð er möguleg strax í kjölfar kjarnorkuárásar. Til frambúðar hefur slík árás skelfilegar afleiðingar í för með sér fyrir mannfólk, dýraríki, umhverfi og loftslag. Notkun einungis lítils hluta af kjarnorkuvopnalager heims getur leitt af sér algjört landbúnaðarhrun og útbreidda hungursneið, ásamt skyndilegri hitalækkun og minnkun úrkomu á heimsvísu vegna reyks- og rykmyndunar. Bann við kjarnorkuvopnum er því eina tryggingin gegn notkun slíkra vopna og þeim afleiðingum sem notkun þeirra skapar. Í ljósi ofangreinds, vill Rauði krossinn á Íslandi koma á framfæri myndbandi sem ber nafnið „W hat if We Nuke a City" 1 og var framleitt haustið 2019 af Alþjóðaráði Rauða krossins í samstarfi við þýska teiknimyndafyrirtækið „Kurzegesagt-In a nutshell". Í myndbandinu er greint frá átakanlegum staðreyndum í kjölfar kjarnorkuárásar á nútíma borg. Veflink á myndbandið má finna hér neðst á síðunni. Þegar þetta er ritað hafa 80 ríki undirritað samninginn og 34 ríki fullgilt hann, nú síðast Samveldið Dómíníka þann 18. október 2019. Þegar 50 ríki hafa fullgilt samninginn tekur hann gildi. Lokaorð Að svara ekki ákalli Sameinuðu þjóðanna um samning um algjört bann við notkun kjarnorkuvopna, og þátttöku þeirra ríkja sem undirritað og fullgilt hafa TPNW, dregur verulega úr trúverðugleika á því markmiði íslenskra stjórnvalda að stuðla að kjarnorkuvopnalausri veröld. Rauði krossinn hvetur sem fyrr Alþingi til þess að leggja fram frumvarp sem heimilar ríkisstjórninni að gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess að Ísland verði fullgildur aðili að samningnum eins fljótt og auðið er og stuðla þannig enn frekar að þátttöku Íslands í þeirri mikilvægu vegferð ríkja að stíga skref í átt að algjöru kjarnorkubanni á heimsvísu. Með aðild sinni að TPNW sýna íslensk stjórnvöld frumkvæði og undirstrika á skýran og ábyrgðarfullan hátt að þau séu tilbúin að stíga næstu skref sem nauðsynleg eru til að stuðla að alheimsmarkmiði um kjarnorkuvopnalausan heim. Rauði krossinn vill koma því á framfæri að fulltrúar félagsins eru tilbúnir til að hitta utanríkismálanefnd til þess að ræða framangreindar athugasemdir og svara spurningum sé þess óskað. 1 Hægt er að horfa á myndbandið með því að smella á eftirfarandi slóð: https://www.youtube.com/watch?v=5iPH-br eJQ 4 https://www.youtube.com/watch?v=5iPH-br_eJQ