Undirritun og fullgilding samnings Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum

Umsögn í þingmáli 70 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 12.09.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 11 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 22 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Amnesty International Viðtakandi: Utanríkismála­nefnd Dagsetning: 15.01.2020 Gerð: Umsögn
AMNESTY I N T E R N A T I O N A L Utanríkismálanefnd Alþingis, Alþingi, nefndasvið Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Reykjavík 14.1.2020 Efni: Umsögn íslandsdeildar Amnesty International um tillögu til þingsályktunar um undirritun og fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum, 150. löggjafarþing 2019-2020. Þskj. 70-70. mál. Amnesty Intemational tók á heimsþingi samtakanna árið 2003 ákvörðun um aö andmæla notkun, vörslu, framleiðslu og flutningi á kjamorkuvopnum. Samtökin hafa mótmælt notkun allra handahófskenndra vopna, svo sem jarðsprengja og klasasprengja. Kjamorkuvopn falla undir þá skilgreiningu en slík vopn þyrma engum sem fyrir þeim eða geislum frá þeim verður. Kjamorkuvopn em skaðlegustu, ómannúðlegustu og handahófskenndustu vopn sem smíðuð hafa verið. Bæði umfang þeirrar eyðileggingar sem þau valda strax við sprengingu og sú hætta sem stafar a f geislavirku ofanfalli sem hefði varanleg og erfðafræðilega eyðileggjandi áhrif, myndu valda borgurum ólíðandi skaða. í ljósi þess aó kjamorkuvopn hefðu víðfeðm áhrif og skelfílegar afleiðingar fyrir menn og umhverfi er þaó á ábyrgð stjómvalda að eyða allri slíkri hættu í samræmi við skyldur þeirra gagnvart mannúðarlögum. Islandsdeild Amnesty Intemational fagnar tillögu til þingsályktunar urn að ísland undirriti og fullgildi samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjamorkuvopnum og vonar að hún verði samþykkt hið fyrsta. Þetta er sögulegur samningur sem öll lönd ættu að styðja til fulls og koma þannig í veg fyrir frekari þróun, vörslu og notkun kjamavopna. Undirritun og fullgilding samningsins færir okkur skrefi nær heimi sem er laus við hrylling kjamorkuvopna. Virðingaríyllst, Bima Guðmundsdóttir Lögfræðilegur ráðgjafi íslandsdeildar Amnesty Intemational