Undirritun og fullgilding samnings Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum

Umsögn í þingmáli 70 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 12.09.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 11 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 22 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Alda - félag um sjálfbærni og lýðræði Viðtakandi: Utanríkismála­nefnd Dagsetning: 14.01.2020 Gerð: Umsögn
FÉLAG UM SJÁLFBÆRNI OG LÝÐRÆÐI Umsögn um mál 70, 150. löggjafarþing, þingskjal 70 - um undirritun og fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum Vestmannaeyjum, 26. desember 2019, Alda, félag um sjálfbærni og lýðræði, ítrekar hér með fyrri umsögn sína um sama þingmál sem lagt var fram á 149. þingi. Alda lýsir yfir eindregnum stuðningi við að þingsályktunartillaga þessi verði samþykkt hið fyrsta, og enn fremur að Ísland gerist aðili að samningi Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum. Kjarnorkuvopn eru mikil hætta fyrir mannkynið og lífið á jörðinni, og í því ljósi mikilvægt að hætt verði framleiðslu, þróun og varðveislu slíkra vopna, sem samningurinn miðar að. Ísland á ekki að vera eftirbátur í því að auka stöðugleika og frið í heiminum, en í því ljósi ætti að samþykkja þessa þingsályktun hið fyrsta. Félagið leggur áherslu á að engin ástæða er til að tefja frekar samþykkt þingsályktunartillögu þessarar, enda eru umsagnaraðilar allir á einu máli og nauðsynin til að hefta notkun og útbreiðslu kjarnorkuvopna ærin. Fyrir hönd stjórnar Öldu, Guðmundur D. Haraldsson, stjórnarmaður 1