Almannavarnir

Umsögn í þingmáli 697 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 23.03.2020 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 7 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 0 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Lækna­félag Íslands Viðtakandi: Alls­herjar- og mennta­mála­nefnd Dagsetning: 24.03.2020 Gerð: Umsögn
Nefndasvið Alþingis nefndasvid@althingi.is Kópavogi 24. mars 2020. Efni: F rumvarp til laga um breytingu á lögum um almannavarnir, nr. 82/2008, með síðari breytingum (borgaraleg skylda starfsmanna opinberra aðila), 697. mál, stjórnarfrumvarp. Læknafélag Ísland (LÍ) sendir hér með Allsheijar- og menntamálanefnd Alþingis umsögn sína um frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannavarnir nr. 82/2008, með síðari breytingum (borgaraleg skylda starfsmanna opinberra aðila), 697. mál, þskj. 1176, sem dómsmálaráðherra mælti fyrir í gær, 23. mars. Umsögn þessi byggir að verulegu leyti á umsögn LÍ til dómsmálaráðherra dags. 20. mars sl. sem send var meðan frumvarpið var í vinnslu í dómsmálaráðuneytinu. Eins og fram kemur í greinargerð með frumvarpinu er tilgangur þess að gefa opinberum aðilum svigrúm til að færa starfsmenn milli starfa til að sinna verkefnum sem hafa forgang þegar ríkislögreglustj óri hefur lýst yfir hæsta stigi almannavarna eða lýst því yfir að það sé yfirvofandi. Hæsta stig almannavarna samkvæmt gildandi reglugerð nr. 650/2009 um flokkun almannavarnastiga er neyðarstig. Því stigi var lýst yfir hér á landi 6. mars sl. vegna Covid-19 faraldursins. LÍ hefur yfirfarið frumvarpið á ný og greinargerðina með því. Við VII. kafla laga um almannavarnir bætist ný grein, 19. gr., þar sem fram komi að það sé borgaraleg skylda starfsmanna opinberra aðila að gegna störfum í þágu almannavarna á hættustundu. Opinberum aðilum verður einnig heimilað að fela starfsmönnum sínum tímabundið breyttar starfsskyldur til þess að sinna verkefnum sem hafa forgang á hættustundu. Tilgreint er að starfsmenn opinberra aðila sem færðir eru til með stoð í hinu nýja ákvæði halda óbreyttum launakjörum. Í skýringum með hinni fyrirhuguðu nýju 19. gr. laganna kemur fram að opinberir aðilar í þessu sambandi teljist ríki, sveitarfélög og fyrirtæki í þeirra eigu. Í greinargerð kemur einnig fram að af ýmsum ástæðum hafi upp á síðkastið verið unnið að uppfærslu fyrirliggjandi viðbragðsáætlana. Í mörgum þeirra komi fram að heimilt sé að færa fólk milli starfa til að sinna verkefnum sem hafa forgang á hættustundu. Nánari skoðun hafi leitt í ljós að styrkja þurfi lagagrundvöll fyrir þeirri heimild opinberra aðila að færa starfsmenn sína til í starfi eftir þörfum þegar tilteknu almannavarnastigi sé náð. Frumvarpið tengist því ekki eingöngu Covid-19 faraldrinum. Augljóst er að félagsmenn LÍ sem starfa í heilsugæslu og á sjúkrahúsum eru í hópi þeirra starfsmanna opinberra aðila sem munu mögulega þurfa að sæta flutningi af því tagi sem hið nýja fyrirhugaða lagaákvæði er að heimila. Félagsmenn LÍ sem starfa hjá ríkinu hafa verið viðbúnir slíkum tilfærslum og hefðu að öllum líkindum tekið þeim án þess að lagabreytingin yrði gerð. LÍ er hins vegar sammála því að tryggara er að hafa traustan lagagrundvöll fyrir heimildum a f þessu tagi, ekki síst þar sem það er gert að borgaralegri skyldu að sæta slíkum flutningi. LÍ leyfir sér að benda á eftirfarandi vegna frumvarpsins: 1. Hið fyrirhugaða lagaákvæði gerir ráð fyrir fortakslausri heimild því það er sögð borgaraleg skylda starfsmanna opinberra aðila að gegna störfúm í þágu almannavarna á hættustundu. LÍ telur mikilvægt að settur sé varnagli vegna heilsufars starfsmannanna þannig að skyldan verði aldrei algerlega fortakslaus. Upp geta komið þær aðstæður á hættustundu að ekki er forsvaranlegt að skikka Hlíðasmára 8 • 200 Kópavogur ■ ísland • Simi: (+354) 564 4100 ■ Fax: (+354) 564 4106 Kt. 450269-2639 • w w w .lis.is • tis@lis.is mailto:nefndasvid@althingi.is http://www.lis.is mailto:tis@lis.is alla starfsmenn opinberra aðila til að gegna störfum í þágu almannavarna. Í þeim aðstæðum sem nú eru uppi vegna Covid-19 faraldursins þá getur verið sérstaklega varhugavert að skikka t.d. lækna og aðra heilbrigðisstarfsmenn með undirliggjandi heilsufarsvanda í framlínuna í þjónustu við smitaða. Þeir geta á hinn bóginn örugglega sinnt margvíslegum öðrum verkefnum, öðrum en þeim sem þeir sinna daglega. LÍ telur mikilvægt að þessi varnagli sé tilgreindur í lagaákvæðinu sjálfu. 2. Í 19. gr. laganna, sem verður 19. gr. a skv. frumvarpinu, þar sem fram kemur að það sé borgaraleg skylda þeirra sem eru á aldrinum 18-65 ára að gegna á hættustundu, án endurgjalds, starfi í þágu almannavarna. Þar kemur fram að það má skjóta ákvörðun um þetta til ráðherra. LÍ bendir á að mögulega þurfi að vera sambærileg málskotsheimild vegna hinnar fyrirhuguðu nýju 19. gr. fyrir starfsmenn opinberra aðila, jafnvel þó gert sé ráð fyrir að þeir haldi launum sínum. 3. Fram kemur að opinberir starfsmenn haldi launum sínum. LÍ vill láta það koma hér fram að það telur að í þessu felist að grein 6.1 í kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og LÍ haldi gildi sínu, þ.e. að ef læknir er með flutningi samkvæmt ákvæðinu settur í staðgengilsstarf sem fylgja hærri laun en þau sem læknirinn fær í sínu hefðbundna starfi þá fái hann einnig greiddan launamismuninn. 4. Í kafla 6 í greinargerð með frumvarpmu er fjallað um mat á áhrifum. Þar segir: „Ekki er gert ráð fyrir því að frumvarp þetta muni hafa áhrif á heildarútgjöld ríkissjóðs.“ Þessi fullyrðing kemur LÍ á óvart. Það er viðbúið a.m.k. í því ástandi sem ríkir nú um stundir, að læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn þurfi að vinna meira og mögulega miklu meira en vinnuskyldu þeirra nemur og þar með að það komi til yfirvinnugreiðslna til þeirra. Þetta á ekki síst við ef faraldurinn fer skv. verstu spám og ef hluti heilbrigðisstarfsmanna sýkist og getur ekki sinnt störfum sínum. LÍ vill láta koma fram að þó að þessar athugasemdir séu gerðar við frumvarpið þá styður félagið það heilshugar. Læknar, félagsmenn LÍ eru vanir því, viðbúnir því og eiga von á því að í aðstæðum sem þeim sem nú eru vegna Covid-19 að sinna sjúklingum eins vel og þeim er mögulegt. Læknar, líkt og aðrir heilbrigðisstarfsmenn, vinna á hveijum tíma af fullum heilindum í þágu sjúklinga, skjólstæðinga sinna. Verði eftir því óskað eru fulltrúar LÍ að sjálfsögðu tilbúnir til samráðs við Allsheijar- og menntamálanefnd vegna þessa lagafrumvarps. Virðingarfyllst, f.h. stjórnar LÍ, Reynir Arngrímsson, formaður. Hliðasmára 8 • 200 Kópavogur • ísland Sími: (+354) 564 4100 ■ Fax: (+354) 564 4106 ■ Kt. 450269-2639 • w w w .lis.is ■ lis@ lis.is http://www.lis.is mailto:lis@lis.is