Fjáraukalög 2020

Umsögn í þingmáli 695 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 21.03.2020 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 23 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 27 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Félag íslenskra hljómlistarmanna, Félag íslenskra leikara, Félag leikstjóra á Íslandi og Samband íslenskra myndlistarmanna Viðtakandi: Fjár­laga­nefnd Dagsetning: 25.03.2020 Gerð: Umsögn
Microsoft Word - Umsogn_fjaraukal_2020- DROG 24mars2020 Fjárlaganefnd Alþingis, Nefndasviði Alþingis nefndasvid@althingi.is Reykjavík, 25. mars 2020 Efni: Frumvarp til laga um fjáraukalög 2020, 695. mál á 150. löggjafarþingi. Umsögn frá félögum listamanna undir hatti BHM; þau eru FÍH - Félag íslenskra tónlistarmanna, FÍL - Félag íslenskra leikara, FLÍ - Félag leikstjóra á Íslandi og SÍM - Samband íslenskra myndlistarmanna. Félög listamanna undir hatti BHM fagna því að stjórnvöld skuli ætla að grípa til sérstakra aðgerða til þess að bregðast við efnahagslegum áhrifum kórónaveirufaraldursins. Eigi slíkar ráðstafanir að hafa víðtæk jákvæð áhrif á atvinnu- og efnahagslíf í landinu þurfa þær að vera í senn fjölbreyttar og víðtækar, en einnig að ákveðnu marki sértækar. I því Ijósi eru eftirfarandi athugasemdir gerðar við frumvarpið, sumar með sérstöðu stórs hóps listamanna í huga, og óskað eftir því að fjárlaganefnd Alþingis hafi hliðsjón af þeim við afgreiðslu frumvarpsins úr nefndinni. Samkvæmt frumvarpinu er stærstum hluta fyrirhugaðra fjárfestinga, eða 40%, ætlað að ganga til samgönguframkvæmda. Við leyfum okkur að benda á að það er hvort tveggja loftslagsvænt og þjóðhagslega arðbært að verja hluta þess fjár til að flýta uppbyggingu almenningssamgagngna, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu. Athygli vekur hversu lágt hlutfall fjárfestingaáætlunarinnar, eða 3,3%, er ætlað til orkuskipta og grænna lausna. Við teljum að nú sé rétti tíminn til að styðja við nauðsynleg orkuskipti í samgöngum og efla opinbera fjárfestingu í grænum lausnum. Samkvæmt frumvarpinu skal verja 1.750 milljónum króna til rannsókna, nýsköpunar og skapandi greina. Nú hafa stjórnvöld gott tækifæri til að stórauka fjárfestingu í þessum málflokkum til framtíðar. Vel má hugsa sér að hækka framlagið hér um kr. 500 milljónir og þá á kostnað markaðsátaks í útlöndum. Þá hækkun væri hægt að nýta til frumsköpunar í menningu og listum, t.d. með hærri framlögum í starfs- og verkefnasjóði listamanna. Vegna framlaga til nýframkvæmda á vegum ríkisins er rétt að minna á að Listaháskóli Íslands hefur beðið ákvörðunar stjórnvalda um að byggt verði yfir starfsemi hans frá árinu 1998. Við teljum skynsamlegt að litið verði til þess þegar ákvarðanir um nýframkvæmdir verða teknar. Við styðjum tillögu um 3,1 milljarða króna fjárveitingu til barnabótaauka á árinu 2020, en leggjum til að ákvæðinu verði breytt á þann veg að áhrifin verði til tekjujöfnunar, þ.e. að litið verði til heildartekna hjóna og sambúðarfólks en ekki þess foreldris sem hefur hærri tekjurnar. Lagt er til að verja 1,5 milljarði króna á þessu ári til markaðsátaks í útlöndum. Þetta er há fjárhæð og óvíst að hægt sé að nýta hana alla það sem eftir lifir ársins. Við leggjum til að hún verði lækkuð um 500 milljónir króna og milljarðinum sem eftir stendur ráðstafað á tveimur árum, 2020 og 2021. Mismuninum verði varið til rannsókna, nýsköpunar og skapandi atvinnugreina, með áherslu á frumsköpun í listum, sbr. ábendingu hér að ofan. Við framkvæmd markaðsátaksins er brýnt að skilgreina markmið þess og umfang þannig að hægt sé að greina efnahagslegan árangur þess samkvæmt fyrirligg'andi gögnum þegar frá líður. Þá leggum við áherslu á að slíkt markaðsátak skapi störf á Islandi. Jafnvel mætti hugsa sér að íslenskir hönnuðir og auglýsingastofur gangi fyrir um verkefni. Fulltrúar fagfélaga listafólks lýsa sig reiðubúna að mæta á fund fjárlaganefndar sé þess óskað. Virðingarfyllst, Gunnar Hrafnsson formaður FIH Birna Hafstein formaður FIL Kolbrún Halldórsdóttir formaður FLI Anna Eyjólfsdóttir formaður SIM mailto:nefndasvid@althingi.is