Fjáraukalög 2020

Umsögn í þingmáli 695 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 21.03.2020 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 22 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 27 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Samkeppniseftirlitið Viðtakandi: Fjár­laga­nefnd Dagsetning: 24.03.2020 Gerð: Umsögn
Fjárlaganefnd Alþingis Nefndasvid@althingi.is Alþingi við Austurvöll 150 Reykjavík Reykjavík, 24. mars 2020 Tilv .: 2003021 Efni: Umsögn Samkeppniseftirlitsins við 695. þingmál Samkeppniseftirlitið vísar til umsagnarbeiðni með tölvupósti, dags. 21. mars, um aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru, 683. m ál. Af því tilefni vekur Samkeppniseftirlitið athygli á því að það hefur með ákvörðun sinni nr. 13/2020, heimilað samstarf lánveitenda til þess að fresta innheimtu skulda fyrirtækja. Ákvörðunin er aðgengileg á þessari slóð: https://www.samkeppni.is/utgafa/frettir/samkomulag-um-frestun-greidslna-af- fyrirtaekialanum-vegna-covid-19. Í samkomulagi á vettvangi Samtaka fjármálafyrirtækja og Landssambands lífeyrissjóða, sem undanþágan er veitt til, er kveðið á um skilyrði fyrir því að fyrirtæki geti fengið frestun á innheimtu skulda. Mögulegt er að ýmis vafatilvik geti komið upp þegar lánveitendur taka afstöðu til þess hvort einstök fyrirtæki uppfylli þessi skilyrði. Af þeim sökum gerði Samkeppniseftirlitið það að skilyrði í ákvörðun sinni að innan tveggja vikna verði tekið til athugunar, að fenginni fyrstu reynslu, hvort nauðsynlegt sé að endurskoða þau skilyrði sem lánveitendur setja fyrir frestun. Til að mynda getur verið að fyrirtæki séu lífvænleg þrátt fyrir að þau kunni ekki að uppfylla skilyrði um að hafa ekki verið í vanskilum 60 daga eða lengur í lok febrúar síðastliðinn. Með hliðsjón af efni samkomulagsins er í þessu sambandi einnig rétt að benda á að ekki sé hægt að útiloka hættuna á því að nýsköpunarfyrirtæki sem annars kynnu að eiga sér bjarta framtíð verði útundan í því hjálparstarfi sem nú stendur yfir. Einnig hafði Samkeppniseftirlitið m.a. í huga í þessu sambandi að mögulega mætti horfa til þeirra skilyrða sem löggjafinn muni setja fyrir frestun opinberra gjalda, sbr. frumvarp það sem nú er til meðferðar. Rétt þykir að vekja athygli á framangreindu. Virðingarfyllst, Samkeppniseftirlitið Ólafur F. Þorsteinsson mailto:Nefndasvid@althingi.is https://www.samkeppni.is/utgafa/frettir/samkomulag-um-frestun-greidslna-af-fyrirtaekjalanum-vegna-covid-19 https://www.samkeppni.is/utgafa/frettir/samkomulag-um-frestun-greidslna-af-fyrirtaekjalanum-vegna-covid-19