Fjáraukalög 2020

Umsögn í þingmáli 695 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 21.03.2020 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 21 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 27 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Ríkisendurskoðun Viðtakandi: Fjár­laga­nefnd Dagsetning: 24.03.2020 Gerð: Umsögn
Skjal_20032411170 RÍKISENDURSKOÐUN Bríetartúni 7, 105 Reykjavík IS-Iceland. Dagsetning Tilvísun Alþingi fjárlaganefnd 24. mars 2020 20030086 11.01 GJJAusturstræti 8-10 150 Reykjavík Umsögn um frumvarp til fjáraukalaga - 695. mál, þskj. 1172 Ríkisendurskoðun hefur þann 21. mars 2020 móttekið tölvupóst þar sem gefinn er kostur á að veita umsögn um ofangreint þingmál. Ríkisendurskoðun tekur ekki afstöðu til efnislegra þátta frumvarpsins enda er forsenda þeirra háð stjórnmálalegu mati ríkisstjórnar íslands á aðstæðum í samfélaginu og mati hennar á hvernig skuli bregðast við. Á hinn bóginn þykir Ríkisendurskoðun rétt að benda á ákveðin atriði sem mikilvægt er að fjárlaganefnd hafi hugfast við meðferð frumvarpsins og hvort ástæða sé til að fjalla um þau í nefndaráliti eða eftir atvikum með öðrum hætti. Um er að ræða grundvallaratriði um ábyrgð og tilhögun skuldsetningar rekstraraðila sem kunna að lenda í greiðsluvanda og/eða rekstrarvanda vegna atvika sem rekja má beint til snöggs samdráttar í hagkerfinu aðstæðna sem sköpuðust af umfangi svokallaðrar Kórónaveiru, snöggri dýfu hagkerfisins og gjörbreyttum rekstrarforsendum. í frumvarpi því sem hér er til umsagnar kemur fram í 4. gr., sem er breyting á 6. gr. fjárlaga ársins 2020, í lið 7.32 að fyrirhugað sé að leita eftir samningum við Seðlabanka íslands um að bankinn veiti lánastofnunum fýrirgreiðslu til að auka við lán viðaðila í atvinnulífinu. Segir um þetta svo í lokamálslið ákvæðisins: „Samningur ráðherra við Seðlabankann skal eftir föngum tryggja endurgreiðslu slíkra viðbótarlánveitinga og miða við að heildaráhætta ríkissjóðs vegna þeirra geti að hámarki numið 35 ma.kr." Ríkisendurskoðun bendir á að orðalagið „að tryggja eftir föngum endurgreiðslu", getur mögulega falið í sér að skuldarinn líti svo á að í lánsveitingunni felist ekki fortakslaus krafa um endurgreiðslu, eins og alla jafna er um lánveitingar, ef greiðslufall verður hjá honum. Ábyrgðin á endurgreiðsluskyldunni gæti því verið skýrari í ákvæðinu. Þótt aðstæður hérlendis eigi sér ekki hliðstæðu undanfarna áratugi, verður ekki séð að slíkt eigi að fela í sér að fjármunir ríkissjóðs séu ekki að Sími / telephone: t+354) 569 7100, myndsími / telefax: (.+354) 562 4546, kennitala/ Id.no.: 540269-1819, netfang / e-mail: postur@rikisend.is, heimasíða / http: www.rikisend.is mailto:postur@rikisend.is http://www.rikisend.is RÍKISENDURSKOÐUN fullu tryggðir þegar rekstraraðilum er veitt tímabundin lánafyrirgreiðsla. í þessu samhengi er mikilvægt að settar verði hlutlægar viðmiðanir um hvernig fyrirgreiðslu sé háttað. Þá þarf að vera skýrar orðað að lánafyrirgreiðsla sé ekki heimil, ef rekstraraðilinn á þegar í rekstrarvanda vegna annarra atvika. Með öðrum orðum vekur Ríkisendurskoðun athygli á að orðalagið gæti verið ótvíræðara um ætlunin sé að endurheimta hlutaðeigandi lánsfé. Samkvæmt framansögðu er það mat Ríkisendurskoðunar að fyrrgreindar tillögur séu settar fram sem neyðarráðstöfun á einstökum tímum og þess vegna sé réttlætanlegt að grípa til þeirra enda sé stefnt að fullri endurgreiðslu og að það komi fram í nefndaráliti að svo sé. Virðingarfyllst, (jiichríw