Aðgerðir til að mæta efna­hagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru

Umsögn í þingmáli 683 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 21.03.2020 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 43 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 29 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Geðhjálp Viðtakandi: Efna­hags- og við­skipta­nefnd Dagsetning: 26.03.2020 Gerð: Umsögn
Geðheilbrigði á tímum óvissu Geðheilbrigðism ál hafa því m iður sæ tt afgangi í heilbrigðis- og félagskerfinu á Islandi um langt árabil. Um fang m álaflokksins er nú þriðjungur að heilbrigðiskerfinu en fjárveitingar hafa verið í takti við um fangið. Áæ tlað er að um 10% af heildarútgjöldum hins opinbera til heilbrigðism ála fari í geðheilbrigði. Geðhjálp hefur ítrekað bent stjórnvöldum á þessa staðreynd. Afleiðingar af þessu sjást t.d. í tölum Tryggingastofnunar um örorku en sam kvæ m t þeim voru örorkulífeyrisþegar af völdum geðraskana árið 1990 sam tals 2.522 eða 30% af heildarfjölda örorkulífeyrisþega. Nú þrjátíu árum síðar eru þeir 7.262 eða 37% af heildarfjölda. Þetta er aukning um 223% á þessum þrjátíu árum. Eins má nefna þróun á tölum um geðraskanir, alvarlegar sem vægar, svo sem kvíða og þunglyndi. Nú er komin upp alvarleg staða í sam félaginu vegna COVID-19 faraldursins. M argir eru einangraðir og dregið hefur stórlega úr þjónustu og úrræðum til fólks sem er að glíma við geðræ nar áskoranir þar sem heilu úrræðin hafa neyðst til að loka vegna sam kom ubanns. Kvíði, einm analeiki og ótti er eitthvað sem æ fleiri tengja við á þessum tím um en viðkvæ m ustu hóparnir eru í sérstaklega erfiðri stöðu. Það er mat stjórnar Geðhjálpar að þetta ástand eigi aðeins eftir að versna eftir því sem sam kom ubann og lokanir úrræða og þjónustu vara lengur. Það er á tím um sem þessum sem ríður á að gera allt sem hægt er svo afleiðingar þeirrar geðheilbrigðisáskorunar, sem þessi faraldur er, valdi ekki sam félagslegum erfiðleikum langt inn í fram tíðina. Lönd um allan heim eru að beina aukinni athygli að geðheilbrigði, ekki aðeins viðkvæ m ra hópa heldur alls alm ennings. og eru Yfirvöld víða eru þannig farin að bregðast við ástandinu ásam t því að leggja á ráðin um hvernig taka eigi á mögulegri aukningu í eftirspurn eftir geðheilbrigðisþjónustu er faraldurinn rénar. Íslensk stjórnvöld þurfa að slást í þennan hóp og bregðast við án tafar. Æ skilegt væri að kalla strax sam an lykil haghafa í kerfinu, einhverskonar „Geðráð", og bæta við þá geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaáæ tlun í geðheilbrigðism álum sem þegar er í gildi. Móta þarf aðgerðir og laga fjárveitingar að ástandinu og hvernig það er líklegast til að þróast til skemmri og lengri tíma. Þá verður að tryggja að í slíkri vinnu verði fulltrúar notenda hafðir með í ráðum. Það er skynsam legt að vinna með orsakir núna og draga þannig úr m ögulegum afleiðingum viðbragðsleysis síðar. Nú er ekki tími til að draga sam an seglin heldur nýta tæ kifæ rið til að gefa í og hugsa til framtíðar. Ef ekki verður brugðist við núna er hætta á að við sem sam félag sitjum uppi með ástand sem erfitt verður að vinna úr seinna meir. Efnahagslífið mun fyrr eða síðar fara í gang aftur en það, líkt og sam félagið allt, hvílir á geðheilsu þjóðarinnar. G leym um ekki geðheilsu í b jörgunarapökkunum . Góð geðheilsa er undirstaða hvers sam félags. Stjórn Landssamtakanna Geðhjálpar