Aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru

Umsögn í þingmáli 683 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 21.03.2020 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 43 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 29 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Slysavarnafélagið Landsbjörg Viðtakandi: Efna­hags- og við­skipta­nefnd Dagsetning: 25.03.2020 Gerð: Umsögn
1+1 SLYSflVflRNflFÉLflGID LANDSBJÖRG Nefndasvið Alþingis B.t. Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, Austurstræti 8-10, 150 Reykjavík. Sent með tölvupósti á netfangið nefndasvid@althingi.is Reykjavík 25. mars 2020 Efni: Umsögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar um frumvarp til laga um aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru, 150. löggjafarþing, þskj. 1157 - 683. mál. 1. Vísað er til tölvupósts frá efnahags- og viðskiptanefnd, dags. 24. mars 2020, þar sem Slysavarnafélaginu Landsbjörg var gefinn kostur á að veita umsögn um framangreint þingmál. I. In n g a n g u r 2. Slysavarnarfélagið Landsbjörg eru landssamtök björgunarsveita og slysavarnadeilda á Íslandi. Undir merkjum samtakanna starfa rúmlega 10 þúsund félagsmenn í mismunandi einingum, þ.e. 94 björgunarsveitum, 36 slysavarnadeildum og 48 unglingadeildum (sem vísað er til sem „eininga félagsins"). 3. Starfsemi Slysavarnafélagsins Landsbjargar og eininga félagsins miðar að því að koma í veg fyrir slys og bjarga mannslífum og verðmætum. Í þeim tilgangi er öflugur hópur sjálfboðaliða til taks ef út af bregður, á nóttu sem degi, allt árið um kring og hafa mörg hundruð sjálfboðaliðar margoft komið samborgurum sínum til hjálpar, oft við erfiðar og hættulegar aðstæður. Fram kemur í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 43/2003, um björgunarsveitir og björgunarsveitarmenn að „enginn efast um mikilvægi þessa óeigingjarna og mikla starfs íþágu almannaheilla". Þrátt fyrir að meðlimir eininga félags- ins séu allir sem einn sjálfboðaliðar er rekstur öflugra björgunarsveita og slysavarna- deilda afar kostnaðarsamur. Þjálfa þarf björgunarsveitafólk, tæki og tól verða að vera tiltæk og í góðu lagi, húsnæði þarf undir búnað og olíu á tækin. Starfsemi félagsins og einstakra eininga þess er fjármögnuð með sjálfsaflafé, styrkjum og frjálsum framlögum. 1/5 mailto:nefndasvid@althingi.is 4. Ljóst er að heimsfaraldur kórónuveiru mun ekki aðeins hafa áhrif á fjárhags- og rekstrarstöðu einstaklinga og fyrirtækja heldur mun óbeinna áhrifa jafnframt gæta hjá aðilum í þriðja geiranum í þeim tilvikum þar sem rekstur félagasamtaka sem starfa í þágu almannaheilla er að stórum hluta til byggður á styrkjum og frjálsum framlögum frá fyrirtækjum og einstaklingum. Þegar þessir aðilar, sem hafa staðið undir verulegum hluta tekna Slysavarnafélagsins Landsbjargar og eininga félagsins, eru ekki aflögufærir vegna þeirra efnahagslegu hamfara sem nú geisa er ljóst að þeirra áhrifa mun gæta í rekstri Slysavarnafélagsins Landsbjargar og í rekstri eininga félagsins. Það þýðir þó ekki að minni þörf sé á starfi björgunarsveita og slysavarnadeilda heldur má þvert á móti leiða að því líkum að hlutverk þeirra hafi sjaldan eða aldrei verið eins mikilvægt og nú. Af þeim sökum telur Slysavarnafélagið Landsbjörg að mikilvægt sé að þær mótvægisaðgerðir stjórnvalda sem snúa að því að veita greiðslufrest á ýmsum sköttum og gjöldum verði jafnframt látnar ná til Slysavarnafélagsins Landsbjargar og annarra sambærilegra félaga- samtaka sem starfa í þágu almannaheilla. Þannig er mikilvægt að mótvægisaðgerðir stjórnvalda verði jafnframt látnar ná til Slysavarnafélagsins Landsbjargar og eininga þess til þess að létta undir með þessum aðilum svo hægt sé að viðhalda starfseminni og efla hana í takti við þarfir samfélagsins hverju sinni. II. A t h u g a s e m d ir Sl y s a v a r n a f é l a g s in s La n d s b j a r g a r v ið e in s t ö k á k v æ ð i 5. Verður nú vikið að athugsemdum Slysavarnafélagsins Landsbjargar við einstakar greinar frumvarpsins. Breyting á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda nr. 45/1987 (I. kafli) og lögum um tryggingagjald nr. 113/1990 (II. kafli) 6. Eins og tillögur stjórnvalda í frumvarpinu um frest skatts í staðgreiðslu og staðgreiðslu tryggingagjalds eru útfærðar er ljóst að þær eru fyrst og fremst hugsaðar með þarfir atvinnurekstraraðila sem eiga í tímabundnum rekstrarörðugleikum í huga. Slysavarna- félagið Landsbjörg stundar hins vegar ekki atvinnustarfsemi í eiginlegum skilningi, þ.e. starfsemin er ekki hagnaðardrifin og er fyrst og fremst drifin áfram af sjálfboðaliðum. 7. Það hvort samdráttur verði í rekstrartekjum Slysavarnafélagsins Landsbjargar er vissulega mælanlegt viðmið. Skilgreining frumvarpsins á rekstrarörðugleikum fellur hins vegar illa að starfsemi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Þannig segir meðal annars í 1. gr. frumvarpsins: „Ekki er um rekstrarörðugleika að ræða, þótt tekjufall komi til, ef launagreiðandi á nægt eigið fé til að sækja sér lánafyrirgreiðslu á almennum markaði eða á nægt handbært fé til að standa straum af útgjöldum til rekstrar þegar þau falla í gjalddaga. [...] Greiðslufrestun skv. 1. mgr. Nær ekki til þeirra sem áttu við varanlega rekstrarörðugleika að stríða fyrir upphaf ársins 2020. Varanlegir rekstrar- örðugleikar teljast vera til staðar í þessu sambandi ef eigið fé, samkvæmt viður- kenndum reikningsskilaaðferðum, var í árslok 2019 neikvætt um fjárhæð sem var hærri en helmingur hlutafjár, stofnfjár eða framlags eiganda." 8. Sú starfsemi sem Slysavarnafélagið Landsbjörg og einingar þess reka er sérstök í þeim skilningi að ekki er hægt að tala um hlutafé, stofnfé eða framlög eigenda, enda eru engir 2/5 eiginlegir eigendur til staðar. Þá er rekstur Slysavarnafélagsins Landsbjargar og eininga þess ekki fjármagnaður með lánsfjármögnun með sama hætti og hefðbundin atvinnu- rekstrarfyrirtæki þannig að skilyrði um hvort hægt sé að sækja lán á almennan markað á ekki við með sama hætti. Ennfremur er ljóst að Slysavarnafélagið Landsbjörg á umtals- verðar fjárhæðir sem skilgreindar hafa verið sem bundnir sjóðir í reikningum félagsins þar sem ráðstöfun þess fjár er eyrnamerkt tilteknum verkefnum, t.a.m. fjárfestingarsjóður björgunarskipa. Ekki er skýrt hvort litið verði á slíka sjóði sem handbært fé í skilningi frumvarpsins sem kæmi í veg fyrir að Slysavarnafélagið Landsbjörg ætti rétt á þeim mótvægisaðgerðum og greiðslufresti á sköttum og gjöldum sem mælt er fyrir um í frumvarpinu. 9. Slysavarnafélagið Landsbjörg telur óvíst að það muni koma til með að falla undir mótvægisaðgerðir stjórnvalda þegar kemur að greiðslufresti á staðgreiðslu skatts af launagreiðslum og tryggingagjaldi. Hins vegar liggur fyrir að efnahagsleg áhrif heims- faraldurs kórónaveiru mun hafa umtalsverð áhrif á rekstur landssamtakanna og eininga þess. Líklegt verður að telja að önnur félagasamtök sem starfa í þágu almannaheilla séu undir sama hatt sett hvað þetta varðar. 10. Með vísan til framangreinds vill Slysavarnafélagið Landsbjörg hvetja Alþingi til þess að taka til skoðunar að útvíkka gildissvið þessara mótvægisaðgerða þannig að þær nái jafnframt til Slysavarnafélagsins Landsbjargar og annarra félagasamtaka sem starfa í þágu almannaheilla. Jafnvel þótt slíkir aðilar stundi ekki hagnaðardrifinn atvinnurekstur þá hefur starfsemi þeirra sjaldan eða aldrei verið jafn mikilvæg og nú. * * * Breyting á lögum um virðisaukaskatt nr. 50/1988 11. Slysavarnafélagið Landsbjörg fagnar þeirri miklu réttarbót sem mælt er fyrir um í frum- varpinu, þótt aðeins tímabundin sé, sem lýtur að endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu manna á byggingarstað við byggingu, viðhald eða endurbætur á mannvirkjum í eigu þeirra aðila sem falla undir ákvæðið. Þó telur Slysavarnafélagið Landsbjörg rétt að koma á framfæri eftirfarandi athugasemdum sem lúta að því að skýra með hvaða hætti ákvæðinu verði beitt í framkvæmd. 12. Ljóst er af orðalagi ákvæðisins og ummælum í greinargerð með frumvarpinu að endur- greiðsluheimildin er bundin við þann vinnuþátt sem unnin er á byggingarstað við byggingu. Að mati Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefði mátt ganga lengra og heimila jafnframt endurgreiðslu af efni sem nýtt er við byggingu slíkra mannvirkja. Með því móti hefði verið komið til móts Slysavarnafélagið Landsbjörg, einingar þess og aðra sambæri- lega aðila sem starfa í þágu almannaheilla, sem eru utan virðisaukaskattkerfisins og njóta þ.a.l. innskattsréttar í tengslum við byggingu, viðhald og framkvæmdir við fasteignir. Hafa því slíkir aðilar sem starfa í þágu almannaheilla verið í lakari stöðu heldur en hagnaðardrifin atvinnurekstrarfyrirtæki sem eiga kost á því að fá fasteignir skráðar sérstakri og frjálsri skráningu og virkja þannig innskattsrétt vegna framkvæmda við slíkar fasteignir. 13. Með vísan til þessa hvetur Slysavarnafélagið Landsbjörg Alþingi til þess að ganga skrefinu lengra og heimila einnig endurgreiðslu virðisaukaskatt af efnisþætti við viðhald, framkvæmdir og byggingu þeirra mannvirkja sem falla undir ákvæðið. 3/5 14. Þá er endurgreiðsluheimild ákvæðisins bundin við vinnu sem framkvæmd er á byggingar- stað. Eðli máls samkvæmt er þó þjónusta vegna hönnunar eða eftirlits með byggingu á mannvirki undanskilin því skilyrði að hún þurfi að vera innt af hendi á byggingarstað. Að mati Slysavarnafélagsins Landsbjargar er ástæða til þess að útvíkka gildissvið þessa ákvæðis. Ljóst er að ýmis vinna getur farið fram í tengslum við byggingu, viðhald og framkvæmdir fasteignar án þess að hún sé framkvæmd á byggingarstaðnum sjálfum. Má þar t.a.m. nefna vinnu við einingahús en ljóst er að umtalsverð vinna fer fram á öðrum stað en byggingarstað áður en einingarnar eru ferjaðar á byggingarstað og settar þar upp. Einnig má í þessu sambandi nefna vinnu við uppsetningu rafmagnstaflna, smíði glugga og hurða, samsetningu innréttinga o.þ.h., sem getur og er jafnvel æskilegt að fari fram að einhverju leyti utan byggingarstaðar. Í báðum þeim tilvikum sem hér hafa verið nefnd er þó ljóst að um er að ræða vinnu sem unnin er og nauðsynleg er í tengslum við byggingu þess mannvirkis sem um ræðir. Því hvetur Slysavarnafélagið Landsbjörg Alþingi til að huga að því að gildissvið ákvæðisins verði ekki takmarkað um of þannig að þættir sem nauðsynlegir eru við byggingu sérhverrar fasteignar verði undanþegnir gildissviði ákvæðisins. 15. Í ákvæði frumvarpsins segir að til þess að aðilar eigi rétt á endurgreiðslu þurfi að vera um að ræða framkvæmdir við mannvirki sem er alfarið í eigu þeirra. Að mati Slysavarna- félagsins Landsbjargar mætti koma fram með skýrari hætti að um geti verið að ræða fasteign sem er hluti mannvirkis. Er þar átt við að mannvirki getur verið samsett úr mörgum mismunandi matshlutum sem ýmist eru skráðir sérstöku fasteignanúmeri hver um sig. Á þetta t.a.m. um iðnaðarhúsnæði sem skipt er í mörg bil. Er ekki óalgengt að t.a.m. björgunarsveitir eigi hluta af fasteign og eignarhald viðkomandi mannvirkis í heild sé á hendi margra aðila. Þótt það leiði nánast af eðli máls þá mætti skýra þetta frekar til þess að ekki komi til ágreinings um endurgreiðsluheimildir undir ákvæðinu. Að mati Slysavarnafélagsins Landsbjargar ætti orðalag ákvæðis fremur að vera að einstakir matshlutar eða sérgreind fasteignanúmer séu alfarið í eigu viðkomandi umsækjanda frekar heldur en að vísað sé til mannvirkis. 16. Þá mætti skýra enn frekar við hvað sé miðað þegar vísað er til þess að viðkomandi fasteign (mannvirki) sé alfarið í eigu viðkomandi aðila sem nýtur endurgreiðsluréttar samkvæmt ákvæðinu. Að mati Slysavarnafélagsins Landsbjargar væri það til bóta ef inn í frumvarpið - eða lögskýringagögn með því - kæmi tilvísun til þess að nægjanlegt væri að viðkomandi umsækjandi væri kaupsamningshafi sérgreinds matshluta fasteignar. Verði gert skilyrði um að viðkomandi umsækjandi sé afsalshafi viðkomandi fasteignar (mannvirkis) er ljóst að það mun í einhverjum tilvikum gera aðilum það erfiðara fyrir að nýta þær endurgreiðsluheimildir sem mælt er fyrir um í frumvarpinu. Ástæðan er einfaldlega sú að algengt er að greiðslum sé haldið eftir í tiltekinn tíma og afsal gefið út þegar lokagreiðsla hefur verið innt af hendi. Þar sem um tímabundið ákvæði er að ræða er ljóst að það gæti haft mikil áhrif á rétt einstakra aðila ef ákvæðið yrði skýrt með þeim hætti að umsækjandi þyrfti að vera þinglýstur afsalshafi. Af þeim sökum telur Slysavarna- félagið Landsbjörg rétt að tilekið verði að við skýringu á skilyrði um eignarhald í skilningi ákvæðisins sé átt við að viðkomandi umsækjandi sé þinglýstur kaupsamningshafi fast- eignar (mannvirkis) eða sérgreinds matshluta fasteignar 17. Í ákvæðinu er gert ráð fyrir því að endurgreiðsla virðisaukaskatts myndi leiðréttingarkvöð innskatts til 10 ára, með öðrum orðum ef viðkomandi mannvirki er selt eða tekið til annarrar notkunar en varðar meginstarfsemi umsækjanda innan framangreinds tíma skal 4/5 umsækjandi leiðrétta virðisaukaskatt og endurgreiða ríkissjóði þá fjárhæð sem hann hefur móttekið vegna þess mannvirkis. Í þessu sambandi vill Slysavarnafélagið Lands- björg koma á framfæri þeirri athugasemd að þetta kann að einhverju leyti að hamla starfsemi björgunarsveita. Tækjaþörf og húsnæðiskostur björgunarsveita er í stöðugu endurmati og ræðst af stórum hluta af aðstæðum í samfélaginu hverju sinni m.t.t. þess hver þörfin er á hverjum tíma. Það er því ekki útilokað að á slíku 10 ára tímabili hafi orðið verulegar breytingar er lúta að starfseminni og þeim tækjabúnaði sem henni fylgir, t.a.m. að viðkomandi húsnæði sé orðið of lítið. Slíkt getur haft í för með sér að endurskoða þurfi húsnæðiskost viðkomandi félagseininga sem þá hefðu - vegna áðurnefndrar leið- réttingarkvaðar innskatts - takmarkaða möguleika til að bregðast við slíkum breyttum aðstæðum. Því leggur Slysavarnafélagið Landsbjörg til að leiðréttingakvöð innskatts verði annað hvort stytt og látin gilda í 5 ár eða að umsækjendum um slíkar endurgreiðslur verði heimilt að taka slíka leiðréttingakvöð innskatts með sér og færa hana á milli fasteigna ef til þess kemur að breyttar aðstæður krefjist þess að endurskoða þurfi hús- næðiskost viðkomandi aðila. Að öðru leyti gerir Slysavarnafélagið Landsbjörg ekki frekari athugasemdir við frumvarpið enda var skammur tími gefinn til umsagnar. Það skal þó tekið fram að Slysavarnafélagið Landsbjörg fagnar framlagningu þess, einkum og sér í lagi m.t.t. þeirrar réttarbótar sem það felur í sér í tengslum við endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu við byggingu, viðhald og fram- kvæmdir fasteigna. Þá eru fyrirsvarsmenn Slysavarnafélagsins Landsbjargar reiðubúnir að koma á fund nefndarinnar og fara með ítarlegri hætti yfir sjónarmið félagsins. Virðingarfyllst f.h. Slysavarnafélagsins Landsbjargar Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri 5/5