Aðgerðir til að mæta efna­hagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru

Umsögn í þingmáli 683 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 21.03.2020 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 43 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 29 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Íþrótta- og Ólympíu­samband Íslands Viðtakandi: Efna­hags- og við­skipta­nefnd Dagsetning: 25.03.2020 Gerð: Umsögn
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands O99 Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis Reykjavík, 25. mars 2020 Efni: Frumvarp til laga um aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru, 683. mál. Iþrótta- og Ólympíusamband Islands (ISI) fagnar þessu frumvarpi og þeim úrræðum sem það inniheldur. ÍSÍ vill þó koma því á framfæri að bygging og viðhald íþróttamannvirkja fyrir íþróttafélög er aðallega á höndum sveitarfélaga og því væri æskilegt að endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna þeirra þátta, skv. kafla 5, b-lið í frumvarpinu næði yfir sveitarfélög. Í greinargerð með frumvarpinu, bls. 21, kemur fram það grunnskilyrði að mannvirki sem umsókn tekur til sé alfarið í eigu þeirra umsækjenda sem falla undir ákvæðið. Af skilyrðinu leiðir að eignarhald til að mynda ríkis og/eða sveitarfélaga á mannvirki, beint eða óbeint, í heild eða að hluta, girðir fyrir heimild umsækjanda til endurgreiðslu. Með þessu er verið að útiloka húsnæði flestra íþróttafélaga í landinu. Æskilegt væri að gildistími úrræða vegna endurgreiðslu á virðisaukaskatti væri út árið 2021. Ef frekari upplýsinga eða útskýringa er þörf, vinsamlegast hafið samband við undirritaða. Virðingarfyllst, ÍÞRÓTTA- OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS framkvæmdastjóri ÓLYMPÍUFJÖLSKYLDA ÍSÍ ÍÞRÓTTA- OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS www.isi.is THE NATIONAL OLYMPIC AND SPORTS ASSOCIATION OF ICELAND ^ A r io n b a n k i i c e l a n d a i r VRLITO R TOYOTA http://www.isi.is