Aðgerðir til að mæta efna­hagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru

Umsögn í þingmáli 683 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 21.03.2020 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 43 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 29 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Slysavarna­félagið Landsbjörg og Öryrkjabandagalag Íslands Viðtakandi: Efna­hags- og við­skipta­nefnd Dagsetning: 25.03.2020 Gerð: Umsögn
é111 Sjálfsbjörg tands&&n>and hreyfhamlaöra Alþingi Velferðanefnd Alþingis Nefndarsviði Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Fjármála- og efnahagsráðuneytið Bt: Bjarna Benediktssonar Arnarhvoli við Lindargötu 101 Reykjavík Félagsmálaráðuneytið Skógarhlíð 6 105 Reykjavík Reykjavík 24. mars 2020 Efni: Umsögn um frumvarp til laga um aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Þingskjal 1157 - 683. mál. Sjálfsbjörg lsh. og Öryrkjabandalag Íslands vilja vekja athygli stjórnvalda á því að efnahagsleg áhrif heimsfaraldursins Covid-19, kemur illa niður á þeim fötluðu einstaklingum sem eru að kaupa eða hyggjast kaupa bifreiðar sem breyta þarf sérstaklega fyrir fatlað fólk. Ljóst er að gengisbreytingar s.s. lækkun krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum hafa veruleg áhrif á kaupverð innfluttra bifreiða. Brýnt er að stjórnvöld grípi til sértækra aðgerða til aðstoðar þeim einstaklingum sem í þessu lenda. Heimilt er að veita styrk sem nemur allt að 50-60% af kaupverði bifreiðar, það er grunnverði án aukabúnaðar, ef um er að ræða einstakling sem ekki kemst af án sérútbúinnar og dýrrar bifreiðar vegna mikillar fötlunar. Hámarksstyrkur er 5.000.000 kr. Áður en uppbót eða styrkur er greiddur skulu lagðar fram upplýsingar um kaupverð bifreiðar. Kaupverð bifreiðar skal ekki vera lægra en fjárhæð uppbótar eða styrks. Þessum bílum er síðan breyttr fyrir fólk sem notar hjólastól, rafmagns eða handknúinn, en um þessar mundir eru bílarnir að hækka um 1-1,3 milljónir þegar þeir eru afgreiddir inn í landið. Sjálfsbjörg lsh. og ÖBÍ styðja þá hugmynd sem Bílgreinasambandið hefur lagt til, að tollafgreiðslugengið verði fest. Önnur leið sem er fær, er að hækka umræddan styrk til bifreiðakaupa- tímabundið um 600.000 kr. til að koma til móts við þá sem verða að standa í bílakaupum á þessum fordæmalausu tímum. Þannig myndi hækkun bifreiðarinnar ekki lenda öll á kaupandanum heldur myndi kostnaður skiptast milli kaupanda, bílaumboðs og ríkisins. Virðingarfyllst. Bergur Þorri Benjamínsson formaður Sjálfsbjargar Ish. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ