Aðgerðir til að mæta efna­hagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru

Umsögn í þingmáli 683 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 21.03.2020 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 43 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 29 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Knattspyrnu­samband Íslands Viðtakandi: Efna­hags- og við­skipta­nefnd Dagsetning: 25.03.2020 Gerð: Umsögn
KSi Nefndasvið Alþingis Efni: Umsögn KSÍ um frumvarp til laga um aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru, 683. mál Knattspyrnusamband Íslands vill koma að eftirfarandi athugasemdum vegna frumvarps til laga um aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru: 1. Endurgreiðsla á virðisaukaskatti af vinnu af afmörkuðum vinnuliðum frá mars til loka árs er almennt jákvætt úrræði að mati KSÍ. Megináhersla knattspyrnuhreyfingarinnar er þó sú að innleidd verði varanleg úrræði um endurgreiðslu á virðisaukaskatti til stuðnings almannaheillafélögum í samræmi við tillögur nefndar þar um. 2. Frestun á staðgreiðslu opinberra gjalda og tryggingagjalds er almennt jákvæ tt úrræði að mati KSÍ og kann það að nýtast íþróttafélögum að því gefnu að rekstrargrundvöllur íþróttahreyfingarinnar verði viðunandi þegar líður á árið. Mestu máli skiptir að nýsamþykkt lög um atvinnuleysistryggingar og lög um ábyrgðasjóð launa (minnkað starfshlutfall) nýtist knattspyrnuhreyfingunni og íþróttahreyfingunni í heild. Virðingarfyllst f.h . stjórnar KSÍ, Guðni Bergsson Formaður KSÍ Klara Bjartmarz Framkvæmdastjóri KSÍ