Aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru

Umsögn í þingmáli 683 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 21.03.2020 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 43 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 29 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: PricewaterhouseCoopers ehf. Viðtakandi: Efna­hags- og við­skipta­nefnd Dagsetning: 25.03.2020 Gerð: Umsögn
J- pwc Nefndasvið Alþingis Efnahags- og viðskiptanefnd nefndarsvid@althingi.is Reykjavík, 24. mars 2020 Umsögn PwC um þingskjal 1157 - 683 mál. - frumvarp til laga um aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar kórónuveiru. Vísað er til tölvuskeytis nefndasviðs Alþingis þann 23. mars 2020 þar sem PwC er boðið að veita umsögn um framangreint frumvarp. PwC er fylgjandi meginmarkmiðum og inntaki frumvarpsins en telur ástæðu til að gera eftirfarandi athugasemdir: 1. grein PwC vill gjalda varhug við þeim viðmiðunum/skilyrðum sem kveðið er á um svo fyrirtæki geti nýtt sér heimild til að óska eftir greiðslufresti allt að þremur greiðslum skatts í staðgreiðslu af launum. Frumvarpið gengur út frá því að úrræðið standi þeim fyrirtækjum til boða sem eiga við tímabundna rekstrarörðugleika að stríða. Í því sambandi skal miða við a.m.k. þriðjungssamdrátt í rekstrartekjum yfir heilan mánuð samanborið við sama mánuð árið 2019. Þar sem þetta er úrræði sem grípa þarf til strax þá verður óhjákvæmilegt að miða við fyrirliggjandi uppgjör frá mánuði til mánaðar. Hættan er hins vegar sú að þá liggi ekki endanlega fyrir hver verða áhrif þeirra erfiðleika sem nú steðja af fyrirtækjum. Þannig getur fyrirtæki sem er með verulegan samdrátt í tekjum milli einstakra mánaða 2020 og 2019 en samt undir þriðjungi lent í verulegum rekstrarvanda ef kröfur vegna seldrar þjónustu innheimtast ekki. Vegna þeirrar óvissu sem óhjákvæmilega mun verða um innheimtu krafna telur PwC því full tilefni til að velta því upp hvort viðmiðunin um þriðjungs samdrátt rekstrartekna sé ekki of há. PwC setur líka spurningarmerki við ákvæði 3. málsgreinar. Orðalagið „nægt eigið fé til að sækja sér lánafyrirgreiðslu á almennum markaði eða nægt handbært fé til að standa straum a f útgjöldum til rekstrar þegar þau falla í gjalddaga“ er að mati PwC allt of almennt orðað og á án efa eftir að verða mjög erfitt að framkvæma. Hver á að meta hvað er nægjanlegt eigið fé svo fyrirtæki geti sótt sér lánafyrirgreiðslu? Og, hver á að meta hvað er nægjanlegt handbært fé til að standa straum af útgjöldum til rekstrar á gjalddaga? Svarið liggur út af fyrir sig fyrir. Matið liggur hjá Skattinum. Úrræðið varðar hins vegar staðgreiðsluframkvæmd og því gengur ekki að vera með ákvæði sem eru mjög matskennd og kalla eftir atvikum á ítarleg uppgjörsgögn svo hægt sé að leggja mat á þessa þætti. Það þarf að hraðar hendur og afgreiðsla umsókna má ekki taka of langan tíma og verða of viðurhlutamikil fyrir fyrirtæki PricewaterhouseCoopers ehf., Skógarhlíð 12 ,10 5 Reykjavík Sími: 550-5300, Fax:550-5301, www.pwc.com/is mailto:nefndarsvid@althingi.is http://www.pwc.com/is pwc landsins, nægur er vandinn fyrir. Það er svo að sjálfsögðu staðan í dag sem skiptir máli en ekki í lok síðasta rekstarárs. Þannig kann fyrirtæki að hafa haft ágætis eiginfjárstöðu í lok síðasta rekstarárs en hratt gengið á sjóði sína á árinu, óháð hruninu núna. Verður gerð krafa um sérstakt uppgjör til að styðja við umsókn til skattsins og hvaða kröfur verða gerðar varðandi þau uppgjör, þarf einhvers konar staðfestingu á það uppgjör? PwC telur líka vart fá staðist að vera með ákvæði sem segir að fyrirtæki sem greiði út arð á árinu 2020 geti ekki nýtt sér úrræðið. Fyrirtæki kunna að hafa greitt út arð strax í upphafi árs, þ.e. vel áður en þau áföll dundu yfir sem eru ástæða þeirra aðgerða sem stjórnvöld grípa nú til. Hér er því of langt gengið. 2. grein Um er að ræða sambærilegt úrræði varðandi tryggingagjald og um staðgreiðslu launa í 1. gr. Því eru hér gerðar sambærilegar athugasemdir. 12. grein PwC gerir ekki athugasemd við efni þessarar greinar heldur þvert á móti telur það mjög mikilvægt. Ákvæðið hefur hins vegar bein tengsl við tillögu í frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2020 - þingskjal 1172 - 695 mál. Þar er í heimildargrein 7.32 sbr. 4. gr. frumvarpsins kveðið á um heimild ráðherra til að semja við Seðlabanka Íslands um að hafa milligöngu um að færa lánastofnunum aukin úrræði til að veita viðbótarlánafyrirgreiðslu til fyrirtækja sem orðið hafa fyrir verulegu tekjutapi vegna alheimsfaraldurs kórónaveirunnar. Í athugasemdum frumvarpsins kemur fram að ráðherra muni í samningi við Seðlabanka setja tiltekin skilyrði. PwC vill gera sérstaka athugsemd við eitt þessara skilyrða, þ.e. það að launakostnaður fyrirtækis þurfi að hafa verið a.m.k. 25% af heildarútgjöldum undangengis árs. Rekstrarmódel fyrirtækja eru mismunandi og launakostnaður vegur mismunandi mikið. Hjá mörgum fyrirtækjum liggur mikill kostnaður í hráefni, aðföngum, vélum og tækjabúnaði, húsaleigu, o.s.frv. Mörg þessara fyrirtækja eru um leið mjög upptekin af því að minnka yfirbyggingu, kaupa þjónustu að, s.s. rekstar, launa og uppgjörsvinnu og halda þar með launakostnaði og um leið launahlutfalli, eins lágu og kostur er. Þessi fyrirtæki kunna við þetta að detta milli stafs og bryggju við framkvæmd þeirra úrræða sem nú hafa verið kynnt. PwC skorar á Alþingi að beita sér fyrir að stjórnvöld, þ.e. ráðherra og Seðlabanki hafi þetta í huga við beitingu þessarar heimildar. Virðingarfyllst, PricewaterhouseCoopers ehf. &ir Síýurfrzzcm' Friðgeir Sigurðsson, lögfr. Forstjóri PwC 2 of 2