Aðgerðir til að mæta efna­hagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru

Umsögn í þingmáli 683 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 21.03.2020 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 43 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 29 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Hagsmuna­samtök heimilanna Viðtakandi: Efna­hags- og við­skipta­nefnd Dagsetning: 24.03.2020 Gerð: Umsögn
Umsögn um 683. mál á 150. löggjafarþingi Nefndasvið Alþingis Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Hagsmunasamtök Heimilanna 24. mars 2020 Efni: Umsögn Hagsmunasamtaka heimilanna um 683. mál á 150. löggjafarþingi Aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum íkjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru Hagsmunasamtök heimilanna eru sjálfboðaliðasamtök og hafa því ekki náð að greina frumvarp þetta í þaula vegna þess stutta tíma sem gafst til að veita umsögn. Engu að síður verða samtökin að benda á að benda á að við samningu frumvarpsins virðist hafa láðst að fjalla í því um verðtryggingu á lánum heimilanna. Vegna þeirrar gríðarlegu óvissu sem nú ríkir um þróun efnahagsmála næstu mánuði og misseri, fara samtökin aðallega fram á að verðtrygging neytendalána og fasteignalána til neytenda miðað við efri vikmörk hins opinbera verðbólgumarkmiðs, eða ígildi 4% árshækkunar vísitölunnar. Samtökin mælast til þess að bætt verði úr þessu við þinglega meðferð málsins. Dæmi um hugsanlega útfærslu frystingar: Breyting á lögum um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001. Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi: Frá og með 1. apríl 2020 er óheimilt að reikna verðtryggingu neytendalána og fasteignalána til neytenda miðað við hærra stig vísitölu neysluverðs en 474,1. Dæmi um hugsanlega útfærslu verðbótaþaks: Frá og með 1. apríl 2020 er óheimilt að reikna verðtryggingu neytendalána og fasteignalána til neytenda miðað við meiri hlutfallslega hækkun vísitölu á milli gjalddaga en myndi jafngilda 4% árshækkun. Til skýringar skal tekið fram að 4% árshækkun jafngildir rétt tæplega 0,33% hækkun milli mánaða. verði fryst frá og með næstkomandi mánaðamótum. Til vara að sett verði þak á verðbætur slíkra lána - o - Virðingarfyllst, f.h. Hagsmunasamtaka heimilanna, Vilhjálmur Bjarnason, formadur@heimilin.is Guðmundur Ásgeirsson, erindreki@heimilin.is Hagsmunasamtök heimilanna • Ármúla 5 • 108 Reykjavík • kt. 520209-2120 • heimilin@heimilin.is • www.heimilin.is http://www.heimilin.is/ https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=150&mnr=683 https://www.althingi.is/lagas/150a/2001038.html http://www.heimilin.is/ mailto:formadur@heimilin.is mailto:erindreki@heimilin.is mailto:heimilin@heimilin.is http://www.heimilin.is