Aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru

Umsögn í þingmáli 683 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 21.03.2020 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 43 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 29 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Félag atvinnurekenda Viðtakandi: Efna­hags- og við­skipta­nefnd Dagsetning: 24.03.2020 Gerð: Umsögn
KMBT_C224e-20200324144604 FELAG ŒSSATVINNUREKENDA Nefndasvið Alþingis B.t. efnahags- og viðskiptanefndar Austurstræti 8-10 101 Reykjavík Reykjavík, 24. marz 2020 Efni: Umsögn um frumvarp til laga um aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru (683. mál) Félag atvinnurekenda (FA) vísartil umsagnarbeiðni efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um ofangreint frumvarp á þingskjali 1157. I. Almennt Ekki þarf að fjölyrða um þann vanda, sem steðjar að íslenzku atvinnulífi vegna heimsfaraldurs COVID-19 veirunnar. Mörg fyrirtæki standa nú þegar frammi fyrir gífurlegu tekjufalli vegna hruns í eftirspurn eða vegna þess að samkomubann og aðrar aðgerðir stjórnvalda til að berjast gegn útbreiðslu veirunnar gera þeim ókleift að starfa með eðlilegum hætti. FA er í hópi hagsmunasamtaka í atvinnulífinu sem kallað hafa eftir aðgerðum stjórnvalda og samstarfi hins opinbera og atvinnulífsins til að takast á við þessa stöðu, sem á sér vart hliðstæðu. FA fagnar því þeim aðgerðum, sem kveðið er á um í frumvarpinu og telur þær allar skref í rétta átt, þótt í einhverjum tilvikum hefði mátt ganga lengra. Félaginu þykir ánægjulegt að tillaga þess til fjármálaráðuneytisins um tvískiptingu gjalddaga aðflutningsgjalda í tolli hafi ratað í frumvarpið. II. Skilgreining rekstrarerfiðleika í 1. grein frumvarpsins, þar sem fjallað er um skilyrði fyrir frestun gjalddaga staðgreiðslu opinberra gjalda, segir: „Ekki er um rekstrarörðugleika að ræða, þótt tekjufall komi til, ef launagreiðandi á nægt eigið fé til að sækja sér lánafyrirgreiðslu á almennum markaði eða á nægt handbært fé til að standa straum af útgjöldum til rekstrar þegar þau falla í gjalddaga. Það sama á við ef arði er úthlutað á árinu 2020 eða ef úttekt eigenda innan ársins 2020 fer umfram reiknað endurgjald þeirra til þess tíma." Þetta eru heldur þröng skilyrði að mati FA. Fyrirtæki gæti t.d. hafa greitt út arð í febrúar, áður en höggið vegna heimsfaraldursins varð séð fyrir, en engu að síður orðið fyrir gífurlegu tekjufalli strax í marz. Ennfremur er vandséð hvers vegna eigi að refsa sérstaklega fyrirtækjum sem hafa gætt þess að halda góðu eiginfjárhlutfalli. Telur félagið rétt að endurskoða þessi skilyrði. í Ijósi þess að aðeins er um að ræða frestun á greiðslu ákveðinna gjalda telur FA rétt að hafa skilyrðin opin og almenn. Þrengri skilyrði eru til þess fallin að raska samkeppni á þann veg að sá sem gætti ráðdeildar í rekstri sínum býr nú við lakari samkeppnisstöðu en keppinautur sem ekki bjó í haginn. Óeðlilegt er að löggjöf skapi slíkan aðstöðumun og raski samkeppni með þeim hætti. Hús verslunarinnar | l 0 3 Reykjavík | Sím i 5888910 atvinnurekendur@atvinnurekendur.is | www.atvinnurekendur.is Kt. 530169-5459 I Banki 015 -26 -6440 mailto:atvinnurekendur@atvinnurekendur.is http://www.atvinnurekendur.is III. Lækkun tryggingagjalds Samkvæmt frumvarpinu eru gistináttagjald og bankaskattur einu skattarnir eða gjöldin sem falla niður. Félagið hefði talið það skjótvirka og almenna aðgerð, sem gagnazt hefði mun fleiri fyrirtækjum, að tryggingagjald yrði fellt niður eða lækkað til skemmri eða lengri tíma. Lækkun trygg*ngagjalds til frambúðar er ein forsenda þess að fyrirtæki geti unnið sig upp úr öldudalnum og hiki ekki við að bæta við sig fólki á ný. IV. Að lokum FA gengur út frá því að þær aðgerðir sem í frumvarpinu felast séu ekki þær síðustu sem stjórnvöld grípa til vegna heimsfaraldursins og mun áfram verða í sambandi við ráðuneytin um hugsanlegar lagabreytingar, sem létt geti róður félagsmanna við þessar erfiðu aðstæður. Að því sögðu mælir Félag atvinnurekenda með því að frumvarpið verði samþykkt með ofangreindum lagfæringum. Virðingarfyllst, Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri FA