Aðgerðir til að mæta efna­hagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru

Umsögn í þingmáli 683 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 21.03.2020 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 43 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 29 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Ríkisendurskoðun Viðtakandi: Efna­hags- og við­skipta­nefnd Dagsetning: 24.03.2020 Gerð: Umsögn
Skjal_20032413460 RÍKISENDURSKOÐUN Bríetartúni 7 ,105 Reykjavík IS-Iceland. Dagsetning Tiivísun Alþingi efnahags- og viðskiptanefnd Austurstræti 8-10 24. mars 2020 20030086 11.01 GJJ 150 Reykjavík Umsögn um frumvarp til laga um aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru - þskj. 1157, 683. mál. Á Alþingi hefur verið lagt fram frumvarp til laga um aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Ríkisendurskoðun tekur ekki afstöðu til efnislegra þátta frumvarpsins enda er forsenda þeirra háð stjórnmálalegu mati ríkisstjórnar íslands á aðstæðum í samfélaginu og mati hennar á hvernig bregðast skuli við. Á hinn bóginn þykir Ríkisendurskoðun ástæða til að vekja athygli efnahags- og viðskiptanefndar á því að frestun á eindaga staðgreiðslu fýrir ákveðinn hóp rekstraraðila er einsdæmi. Staðgreiðsla opinberra gjalda eru skattgreiðslur sem launagreiðendum er gert að halda eftir af launamönnum samkvæmt lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda nr. 45/1987. í ákvæðum 20. - 22. gr„ sbr. 28. gr. þeirra laga eru ströng skilyrði þess hvernig standa skuli að skilum á afdreginni staðgreiðslu. Sérstök athygli er vakin á því að hér er ekki um skattgreiðslu rekstraraðila að ræða heldur skattgreiðslur launamanna sem hjá hlutaðeigandi launagreiðanda starfar. Andi laga nr. 45/1987 er sá að standa beri skil á afdreginni staðgreiðslu strax og unnt er og aldrei síðar en 15 dögum eftir hvern rekstrarmánuð. Ströng lagaákvæði er um þetta atriði og hvernig bregðast skuli við, ef skilaskyldum skatti er ekki skilað. Hjá sumum þjóðum fá launagreiðendur ekki að hafa þá fjármunum í sinni umsjá heldur sjá fjármálafyrirtæki um að skila skattinum beint án atbeina launagreiðanda. Framkomnar breytingatillögur á skilafrestum staðgreiðslu eru grundvallarfrávik frá meginreglu laga um staðgreiðslu opinberra gjalda. Augljóst er að sterkar líkur eru á að einhverjir rekstraraðilar munu ekki geta staðið skil á staðgreiðslunni mörgum mánuðum eftir að henni var haldið eftir. Er mikilvægt að þá sé afdráttarlaust tekið fram að ábyrgð á slíkum vanskilum hvíli á hlutaðeigandi launagreiðanda. Þessi Sími / telephone: (+354) 569 7100, myndsími / telefax: (+354) 562 4546, kennitala / Id.no.: 540269-1819, netfang / e-mail: postur@rikisend.is, heimasíða / http: www.rikisend.is mailto:postur@rikisend.is http://www.rikisend.is RÍKISENDURSKOÐUN sérstaka tillaga gefur einnig í skyn að þau lagaákvæði sem kveða á um að vanskil á staðgreiðslu séu refsiverð, séu í reynd gerð óvirk. Ríkisendurskoðun telur engu að síður að fyrrgreindar tillögur séu settar fram sem neyðarráðstöfun á einstökum tímum og þess vegna sé réttlætanlegt að grípa til þeirra við þessar sérstöku aðstæður. Virðingarfyllst,