Millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll

Umsögn í þingmáli 67 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 12.09.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 4 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 27 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Sveitar­félagið Hornafjörður Viðtakandi: Umhverfis- og samgöngu­nefnd Dagsetning: 13.02.2020 Gerð: Umsögn
202001108 - Umsögn: Millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll, 67.mál Erindi frá Alþingi dags. 30. janúar 2020 þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um millilandaflugvöll um Hornafjarðarflugvöll 67, mál. Bæjarráð fagnar því að þingsályktunartillagan er lögð fram og hvetur Alþingi til þess að samþykkja að farið verði í þessa vinnu. Bæjarráð tekur undir með flutningsmönnum tillögunnar að mikilvægt sé að á Hornafjarðarflugvelli sé nægjanlegur búnaður og aðstaða til að hægt sé að sinna þaðan millilandaflugi með minni farþegaflugvélum og vélum í ferjuflugi til að treysta enn frekar atvinnulíf í Hornafirði og nágrenni og stuðla að frekar uppbyggingu og vexti Vatnajökulsþjóðgarðs. Kveðja Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagið Hornafjörður 470 8000 samvinna - heiðarleiki -metnaður