Millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll

Umsögn í þingmáli 67 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 12.09.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 4 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 27 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Isavia ohf. Viðtakandi: Umhverfis- og samgöngu­nefnd Dagsetning: 13.02.2020 Gerð: Umsögn
isavia Alþingi v/Austurvöll nefndarsvid@althingi.is 150 REYKJAVÍK Reykjavíkurflugvelli, 13. febrúar 2020 2001009EA Efni: Tillaga til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll, 67. mál - svar Isavia ohf Isavia ohf. barst beiðni frá nefndarsviði Alþingis að senda umsögn um þingsályktunartillögu 67. mál um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll. Sambærilegar umsagnarbeiðnir hafa borist frá fyrri þingum auk þess sem sveitastjórnir og aðrir hagsmunaaðilar hafa óskað eftir að kannaðir verði möguleikar á millilandaflugi frá flugvöllum sem ekki þjóna millilandaflugi í núverandi kerfi. ítarleg greinagerð var unnin á árinu 2008 þar sem leitast var við að taka saman kostnað við að uppfæra flugvelli á nokkrum stöðum í flokk millilandaflugvalla og áætlaðar tekjur viðkomandi flugvalla vegna millilandaflugs. Síðan þá hafa orðið miklar breytingar á reglugerðarumhverfi flugvalla og flugverndar og er nauðsynlegt að taka mið af þeim breytingum inni í skoðun þeirri sem þingsályktunartillagan leggurtil. Hornafjarðarflugvöllur hefur eina flugbraut sem er 1500m löng og 30m breið. Slitlag flugbrautar er klæðing (tjörubundin grús/olíumöl) og ber það ekki stærri flugvélar líkt og ef brautin væri malbikuð. Að auki gæti breidd flugbrautar verið takmarkandi þáttur. Því gæti þurft að ráðast í umfangsmiklar framkvæmdir á flugbraut ef horfa á til mikillar aukningar í umsvifi og breytingar á tegundum flugvéla sem nota völlinn. Hornafjarðarflugvöllur er ekki búinn nauðsynlegum búnaði í flugvernd til að taka á móti millilandaflugfarþegum og Ijóst að ráðast þyrfti í breytingar á flugstöð til að koma fyrir búnaði bæði vegna flugverndar og tollskoðunar. Að auki væri nauðsynlegt að fjölga starfsmönnum í daglegum rekstri á flugvellinum . Að lokum vill Isavia minna á að innanlandsflugvellir eru undirfjármagnaðir fyrir þau verkefni sem þeir sinna í núverandi kerfi og að uppsöfnuð framkvæmdaþörf eru nokkrir milljarðar miðað við óbreytt þjónustustig. Því myndi aukin þjónusta og breytt flugumferð kalla á auknar fjárveitingar, bæði fyrir framkvæmdir og þjónustu. Virðingarfyllst, Isav ia o h f — Ftugturninum R e y k ja v íku rf lu g v e l l i — 1 0 2 R e y k ja v ík — Island — www.isavia.is mailto:nefndarsvid@althingi.is http://www.isavia.is