Atvinnuleysistryggingar og Ábyrgða­sjóður launa

Umsögn í þingmáli 664 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 13.03.2020 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 15 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 0 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Alþýðu­samband Íslands og Samtök atvinnulífsins Viðtakandi: Velferðar­nefnd Dagsetning: 26.03.2020 Gerð: Minnisblað
SAMTÖK mm0 ATVINNULÍFSINS M innisb lað um ré tta rs tö ð u fiskvinnslufólks við sa m d rá t t h já f iskv innslu fy rir tæ k jum Við setningu laga um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar og lögum um Ábyrgðasjóð launa (minnkað starfshlutfall) lýstu aðilar vinnumarkaðarins efasemdum með að undanskilja fiskverkafólk sem nýtur kauptryggingar og fiskvinnslufyrirtæki frá ákvæðum laganna. Þar segir í 6. mgr. 1.gr.: „Akvæði þetta á ekki við um launamenn sem njóta réttar til kauptryggingar og starfa hjá vinnuveitanda sem á rétt á greiðslum úr Atvinnuleysistryggingasjóði í tímabundinni vinnslustöðvun á grundvelli laga um greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinm lufólks.“ Áhyggjur aðila lutu að því að hvorki fiskvinnslufólk né fiskvinnslufyrirtæki stæðu jafnfætis öðrum fyrirtækjum og launafólki sem geta nýtt ákvæði laganna um bætur vegna skerts starfshlutfalls. Í nefndaráliti voru þessar áhyggjur ávarpaðar þannig: „ Samkvæmt 6. mgr. a-liðar 1. gr. frumvarpsins gildir ákvæðið ekki um launamenn sem njóta réttar til kauptryggingar og starfa hjá vinnuveitanda sem á rétt á greiðslum úr Atvinnuleysistryggingasjóði í tímabundinni vinnslustöðvun á grundvelli laga um greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegnafiskvinnslufólks, nr. 51/1995. Nefndin hefur verið fullvissuð um að launafólk sem heyrir undir þessi lög verði ekki verr sett en annað launafólk eftir gildistöku þessa frumvarps. Þetta megi eftir atvikum tryggja með breytingu á reglugerð nr. 556/2004 þannig að fyrirtækjum í sjávarútvegi verði búnir sambærilegir möguleikar til rekstrarákvarðana og fyrirtækjum í öðrum atvinnugreinum. Nefndin telur þennan skilning vera forsendu þess að ákvæði 6. mgr. a-liðar 1. gr. frumvarpsins eigi rétt á sér.“ Við frekari skoðun hefur komið í ljós að fiskverkafólk nýtur alls ekki sömu réttinda og annað launafólk eins og lögin eru núna. Þannig á það aðeins rétt á kauptryggingu sem er um 300.000 kr. miðað við fullan mánuð á meðan lögin um atvinnuleysisbætur á móti skertu starfshlutfalli tryggja launafólki óskertar greiðslur upp að 400.000 kr. og greiðslur með skerðingum upp að 700.000 kr. Þá gera lög nr. 57/1995 ráð fyrir að vinnsla sé stöðvuð að öllu leyti eða að stærstum hluta. Einnig að fyrirtækin beri kostnaðinn fyrstu 5 dagana. Sérstaklega hefur verið skoðað hvort hægt er að tryggja jafnræði sem velferðarnefnd lagði áherslu á með breytingum á reglugerð nr. 556/2004. Niðurstaðan er að slíkt sé ómögulegt. Frá því lögin voru sett hefur samkomubann verið hert þannig að miklar takmarkanir eru settar á möguleika fiskvinnslufyrirtækja til þess að halda uppi þeirri vinnslu sem allir eru sammála um að brýna nauðsyn beri að halda uppi eins lengi og hægt er. Framangreint samkomubann felur í reynd í sér að brostnar forsendur eru fyrir því að fiskvinnufyrirtæki séu undanþegin ákvæðum fyrrgreindra laga. Fyrirtækin standa nú frammi fyrir því að hætta með öllu vinnslu eða draga verulega úr henni. Úr þessu er ekki hægt að bæta með breytingum á reglugerð 556/2004. SAMTÖK mm0 ATVINNULÍFSINS Í ljósi framanritaðs er lagt til að 6. mgr. 1. gr. verði felld út. Með því að fella ákvæðið úr núgildandi lögum með því frumvarpi að lögum sem nú er til meðferðar má tryggja það jafnræði launafólks og fyrirtækja og þann sveigjanleika sem fiskvinnslunni er nauðsynleg til þess að halda uppi vinnslu við ríkjandi aðstæður og tryggja afkomu fiskverkafólks. Reykjavík, 25.3.2020 F.h. Alþýðusambands Íslands F.h. Samtaka atvinnulífsins aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ forstöðumaður vinnumarkaðssviðs SA