Samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir

Umsögn í þingmáli 662 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 13.03.2020 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 14 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 144 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Alþýðusamband Íslands Viðtakandi: Umhverfis- og samgöngu­nefnd Dagsetning: 26.06.2020 Gerð: Umsögn
Hér komi titill M Alþýðusamband íslands Nefndasvið Alþingis við Austurvöll 150 REYKJAVÍK Reykjavík, 25.06.2020 Efni: Frumvarp til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir. Frumvarp til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir felur í sér að Vegagerðinni verði veittar heimildir til að semja við einkaaðila um tilteknar framkvæmdir, nánar tiltekið hringveg norðaustan Selfoss, um Mýrdal og um Hornarfjarðarfljót, Axarveg, tvöföldun Hvalfjarðargangna og Sundabraut. Alþýðusambandinu barst ekki umsagnarbeiðni um málið en meðfylgjandi er umsögn sambandsins um málið. Samvinnuverkefni nefnist réttu nafni einkaframkvæmd og felur í sér í sér að einkaaðili annast fjármögnun (í heild eða að hluta til), gerð og rekstur samgöngumannvirkja. Jafnframt yrði heimilt að fjármögnun verði að hluta til eða öllu leyti í formi veggjalda að hámarki í 30 ár. Kostnaður við einkaframkvæmd er hærri en við opinbera framkvæmd. Þetta kemur fram kemur í greinargerð með frumvarpinu þar sem bent er á að reynslan í Evrópu sýni að einkaframkvæmd sé 20-30% dýrari. Ekki er að sjá að staðfest dæmi séu um ávinningin sem ýjað er að í greinargerð með frumvarpinu, það er að einkaframkvæmd ýti undir nýsköpun og minnki áhættu hins opinbera, enda gengst hið opinbera iðulega í ábyrgð fyrir slíkar framkvæmdir og framúrkeyrsla lendir þá á almenningi. Þá er rétt að taka fram að styttri framkvæmdatíma má allt eins ná fram með opinberum framkvæmdum eins og einkaframkvæmdum, enda kemur fjármagnið alltaf úr vösum almennings, hvort sem er í formi skatta eða veggjalda. Alþýðusambandið telur afar mikilvægt að ráðist sé í fjárfestingar á innviðum á næstu árum. Þessi afstaða birtist skýrt í nýútgefinni stefnu ASÍ, Réttu leiðinni, um uppbyggingu Íslands til framtíðar1. Ljóst er að núverandi aðstæður í efnahagsmálum kalla á að hið opinbera stígi kröftuglega fram, bregðist við fordæmalausum samdrætti í kjölfar útbreiðslu Covid-19 og stuðli að fullri atvinnu. Hins vegar er full ástæða að gagnrýna þær leiðir sem boðaðar eru í fjárfestingum í nauðsynlegum samgönguinnviðum sem hafa verið vanræktir um árabil. 1 Sjá nánar https://www.asi.is/um-asi/hlutverk-og-saga/stefna/retta-leidin/ A L Þ Ý Ð U S A M B A N D Í S L A N D S • S Æ T Ú N I 1 • 1 0 5 R E Y K J A V Í K • S Í M I : 5 3 5 5 6 0 0 • F A X : 5 3 5 5 6 0 1 • A S I @ A S I . I S • W W W . A S I . I S https://www.asi.is/um-asi/hlutverk-og-saga/stefna/retta-leidin/ mailto:ASI@ASI.IS http://WWW.ASI.IS Í fyrsta lagi skortir rökstuðning fyrir forgangsröðun og hvaða verkefni séu valin, enda brýnt að fjárfesting hins opinbera taki mið af ábata verkefna og öðrum þáttum, t.d. út frá samgönguöryggi. Í öðru lagi, er full ástæða að hafa áhyggjur af því sem fram kemur í greinargerð að einkaframkvæmdir séu á endanum kostnaðarsamari en framkvæmdir hins opinbera. Í þriðja lagi er ástæða að gagnrýna að fjármögnun verkefna sé í formi veggjalda sem renna til einkaaðila, án þess að tilraun hafi verið gerð til að meta með hvaða hætti veggjöld lenda á ólíkum hópum og áhrif þeirra á atvinnusvæði og byggðalög. Um árabil hefur Alþýðusambandið lýst yfir þungum áhyggjum af sögulega litlum fjárfestingum hins opinbera samhliða veikingu tekjustofna ríkisins. Mikilvægt er að hafa í huga að veruleg uppsöfnuð fjárfestingaþörf var þegar til staðar áður en núverandi efnahagskrísa hófst og skýrist hún af því að opinber fjárfesting hefur um árabil ekki haldið í við mannfjölgun eða breytingar samfélags, atvinnulífs og umhverfis. ASÍ telur að nauðsynleg fjárfesting í innviðum og viðhald á innviðum sé hluti af eðlilegum rekstri samfélagsins og það sé áhyggjuefni ef lög um opinber fjármál standi í vegi fyrir ábatasömum verkefnum við þær aðstæður sem nú ríkja í efnahagsmálum. Hafa ber í huga að lög um opinber fjármál heimila að víkja megi tímabundið frá skilyrðum fjármálastefnu við meiri háttar efnahagsáföll. Við núverandi efnahagsaðstæður hefur ríkið getu til að styðja við aukna fjárfestingu án þess að þær séu háðar sölu eigna eða að byrðum sé velt á almenning í formi veggjalda og dýrra framkvæmda með aðkomu einkaaðila. Ríkið hefur jafnframt mun skilvirkari leiðir til að fjármagna slíkar framkvæmdir til framtíðar, t.d. í gegnum réttlátt skattkerfi þar sem byrðunum er síður velt á hina tekjulægri eins og með álagningu veggjalda. Fh. Alþýðusambands Íslands Róbert Farestveit Hagfræðingur A L Þ Ý Ð U S A M B A N D Í S L A N D S • S Æ T Ú N I 1 • 1 0 5 R E Y K J A V l ' K • S Í M l : 5 3 5 5 6 0 0 • F A X : 5 3 5 5 6 0 1 • A S I @ A S I . I S • W W W . A S I . I S 2 mailto:ASI@ASI.IS http://WWW.ASI.IS