Samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir

Umsögn í þingmáli 662 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 13.03.2020 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 7 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 144 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Samtök iðnaðarins Viðtakandi: Umhverfis- og samgöngu­nefnd Dagsetning: 22.05.2020 Gerð: Umsögn
Fasti fyrir Jónínubréf Nefndasvið Alþingis b.t. umhverfis- og samgöngunefndar nefndasvid@althingi.is Reykjavík, 22. maí 2020 Efni: Umsögn Samtaka iðnaðarins um frumvarp til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir, mál nr. 662. Sögulega litlu fjármagni hefur verið veitt til samgöngukerfisins frá efnahagsáfallinu árið 2008 og nú er svo komið að viðhalds- og framkvæmdaþörf hleypur á hundruðum milljarða króna. Þetta kemur m.a. fram í skýrslu Samtaka iðnaðarins „Innvið ir- Ástand og framtíðarhorfur“ sem kom út í október 2017.1 Ástandið í samgönguinnviðum landsins er mikið áhyggjuefni fyrir íslenskt atvinnulíf enda skipta skilvirkar samgöngur sköpum fyrir framleiðniþróun í hagkerfinu. Ekki er unnt að bíða lengur með úrlausn vandans. Efnahagssamdrátturinn sem við blasir í íslenska hagkerfinu á þessu ári er að líkindum sá mesti í yfir 100 ár. Samtök iðnaðarins (hér eftir „samtökin" eða „SI") fagna því að ráðist hefur verið í ýmsar aðgerðir í hagstjórn, þ.m.t. í ríkisfjármálum, til að stemma stigum við þessari óheillaþróun og skapa hagkerfinu nauðsynlega viðspyrnu. Hluti af þeim aðgerðum hefur verið auknar fjárfestingar í innviðum. Með fjárfestingu í innviðum nú er bæði unnið á móti niðursveiflunni og sköpuð viðspyrna með fjárfestinu í hagvexti framtíðarinnar. Ljóst er að með fjárfesetingum í innviðum er samkeppnishæfni þjóðarbúsins styrkt og bæði sköpuð störf og verðmæti. Bygginga- og mannvirkjagerð er stór grein í íslensku efnahagslífi. Hlutdeild greinarinnar í landsframleiðslu í fyrra var rúmlega 7% og á vinnumarkaði var vægi greinarinnar í fyrra sömuleiðis 7%. Í janúar voru launþegar í greininni um 12.400 og hafði þeim þá fækkað um 1.000 frá janúar árinu áður en niðursveifla var þá hafin í greininni líkt og í hagkerfinu öllu fyrir tíma COVID-19. Við þetta bætist að í greininni voru 1.638 komnir í minnkað starfshlutfall núna í apríl. Samanlagt er því nær einn af hverjum fimm starfsmönnum í greininni atvinnulaus eða á hlutabótum. Vannýtt geta greinarinnar til bygginga er því umtalsverð um þessar mundir. Verkefnastaðan í greininni hefur minnkað hratt undanfarið. Dregið hefur úr fjárfestingum atvinnuveganna samhliða þeim mikla samdrætti sem kominn er í hagkerfið. Veik staða fyrirtækja samhliða hruni í eftirspurn hefur haft mikil áhrif á fjárfestingar þeirra en bygginga- og mannvirkjagerð hefur m.a. verið í mikilli uppbyggingu fyrir ferðaþjónustuna á síðustu árum. Einnig hefur dregið umtalsvert úr byggingum íbúðarhúsnæðis og þá sérstaklega á fyrstu byggingarstigum. Má í því sambandi nefna að skv. vortalningu SI á íbúðum í byggingu á höfuðborgarsvæðinu mældist 42% samdráttur á fyrstu byggingastigum. Heildarumfang fjárfestinga í hagkerfinu á síðasta ári í byggingum og mannvirkjum var um 536 ma.kr. Af því voru fjárfestingar atvinnuveganna um 267 ma.kr., fjárfestingar í íbúðarhúsnæði 167 ma.kr. og hins opinbera 102 ma.kr. Þetta eru háar tölur og vægi þeirra í verðmætasköpun hagkerfisins mikið eða um 18% á síðastliðnu ári. Það er meðal annars vegna þessa mikla vægis sem samdráttur á þessu sviði hefur víðtæk áhrif á hagkerfið langt út fyrir raðir fyrirtækja í bygginga- og mannvirkjagerð. Auknar innviðaframkæmdir vega á móti þeirri þróun. 1 h ttps://w w w .si.is/innvidir-a-islandi/form ali-og-sam antekt/ Borgartúni 35 -1 0 5 Reykjavík - Sími 591 0100 - mottaka@si.is - www.si.is mailto:nefndasvid@althingi.is https://www.si.is/innvidir-a-islandi/formali-og-samantekt/ mailto:mottaka@si.is http://www.si.is Í ljósi ofangreinds fagna SI þeirri viðleitni stjórnvalda að nýta framtak einkamarkaðar í meiri mæli við að auka innviðaframkvæmdir og draga úr þeirri uppsöfnuðu þörf sem er fyrir framkvæmdir á þessu sviði. Með því að fara samvinnuleiðina við innviðauppbyggingu er unnt að opna á fjárfestingu óháð stöðu ríkisfjármála hverju sinni og virkja kosti einkaframtaks m.t.t. nýsköpunar, kostnaðarlágmörkunar og sveigjanleika. Samtökin vilja þó gera athugasemdir við eftirfarandi: • Nota þarf alþjóðlega aðferðafræði við forgangsröðun: Í skýrslu starfshóps um samvinnuleiðina lagði starfshópurinn til aðferð við forgangsröðun sem er nokkuð ólík þeirri sem tíðkast almennt í löndunum í kringum okkur. Sú aðferðafræði tryggir að fjármögnun leiti fyrst í þau verkefni sem helst auka framleiðni hagkerfisins og styðji þar með við efnahagslegan vöxt. OECD hefur gagnrýnt stjórnvöld fyrir að hafa ekki fest slíka arðsemisgreiningu í sessi enda er það í samræmi við grundvallarreglur OECD um stjórn opinberra fjármála. Með því móti er hugað að ábyrgri ráðstöfun fjármuna. • Jafnræði og samfélagslegur ávinningur: Við opnun nýs PPP mannvirkis er mikilvægt að reka og viðhalda öðrum leiðum milli áfangastaða á þann hátt að sem hagkvæmast sé fyrir samfélagið, en um leið sé horft til jafnræðis- og sanngirnissjónarmiða á hverju íbúasvæði. Á þeim svæðum sem erfitt og kostnaðarsamt er að halda eldri leiðum opnum allt árið, sem valkost fyrir notendur, sé horft til þess að útfærsla gjaldtökunnar sé með þeim hætti að hún hamli ekki eðlilegum og nauðsynlegum samgöngum innan hvers landshluta eða innan íbúasvæða. Haft er að leiðarljósi í hverju verkefni hagsmunir samélagsins í heild sem og á nærsvæðum. • Endurgreiðslur „lánsins“ og réttir hvatar: Líta má á framkvæmd einkaaðilans sem lán til notenda mannvirkisins. Mikilvægt er að endurgreiðsluprófíllinn og þar með innheimta veggjalda miðist við ávöxtunarkröfu sem er sambærileg því sem tíðkast á markaði hverju sinni. Hafa verður þá eftirlit með kostnaðarlágmörkun á tíma verkefnisins m.a. með samningsskilmálum sem innihalda rétta hvata svo framkvæmdin fari ekki fram úr í tíma og kostnaði. Það er helst gert með því móti að einkaaðili hafi hönnun, framkvæmd og rekstur á sinni könnu og haft sé reglubundið eftirlit með rekstrarkostnaði. Að öðrum kosti er hætt við að kostnaður við verkefnið verði hærri en verkefni sem hljóta hreina opinbera fjármögnun. Finna má fjölmörg dæmi þess efnis í löndunum í kringum okkur. Að lokum vilja SI ítreka ánægju sína með að stjórnvöld vilji opna á þá leið að nýta samvinnuleiðina við vegaframkvæmdir og auka þannig líkurnar á því að stór verkefni á sviði innviða komist í framkvæmd. Samtökin leggja til að frumvarpið verði samþykkt, að teknu tilliti til framangreindra athugasemda. Virðingarfyllst, framkvæmdastjóri SI Borgartúni 35 -1 0 5 Reykjavík - Sími 591 0100 - mottaka@si.is - www.si.is mailto:mottaka@si.is http://www.si.is