Samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir

Umsögn í þingmáli 662 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 13.03.2020 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 14 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 144 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Reykjavíkurborg Viðtakandi: Umhverfis- og samgöngu­nefnd Dagsetning: 20.05.2020 Gerð: Umsögn
R e y k ja v ík u rb o rg Um hverfis- og skipulagssvið Reykjavík, 19. maí 2020 USK2020050073 0.1.0 U M S Ö G N Viðtakandi: Alþingi - Neíhdasvið Sendandi: Reykjavíkurborg, umhverfis- og skipulagssvið Umsögn um frumvarp til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir, 662. mál. Vísað er til erindis nefndasviðs Alþingis til Reykjavíkurborgar frá 8. maí sl., þar sem Reykjavíkurborg var gefínn kostur á að koma á framfæri athugasemdum við frumvarp til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir, 662. mál. Þess var óskað að undirrituð umsögn bærist eigi síðar en 22. maí 2020. Reykjavíkurborg gerir ekki athugasemdir við einstaka þætti frumvarpsins en vill koma á framfæri tveim ur ábendingum er snúa að gjaldtöku vegna samvinnuverkefna, sem lagt er til að umhverfís- og samgöngunefnd hafí í huga við meðferð frumvarpsins: 1. Bent er á að ákjósanlegt væri að líta til sjónarmiða um álagsdreifíngu og taka mið a f umhverfisáhrifum og ytri kostnaði umferðar við ákvörðun um fjárhæð veggjalda. Veggjald taki mið a f ytri kostnaði, þar á meðal umhverfísáhrifúm, mismunandi ökutækja og í stað þess að ákvarða eitt fast veggjald fyrir notkun vegar eða vegarkafla, verði hægt að hafa breytilegt verð innan dags til að stýra umferðarálagi. 2. Bent er á að í fyrirliggjandi umferðarspám fyrir Sundabraut hefúr ekki verið tekið tillit til áhrifa gjaldtöku á umferð um veginn. Það er lykilatriði að greiðsluvilji og verðteygni verði greind við frekari undirbúning verkefna og umferðarspár uppfærðar. Reykjavíkurborg m innir jafnfram t á að samkvæmt 28. gr. vegalaga nr. 80/2007, skulu vegir lagðir í samræmi við gildandi skipulagsáætlun og að sveitarstjórnir fara með skipulagsvald í samræmi við ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010. F.h. Reykjavíkurborgar Þorsteinn R. Hermannsson Samgöngustjóri