Náttúruvernd

Umsögn í þingmáli 611 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 02.03.2020 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 6 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 8 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Landsvirkjun Viðtakandi: Umhverfis- og samgöngu­nefnd Dagsetning: 25.03.2020 Gerð: Umsögn
Landsvirkjun Háaleitisbraut 68 103 Reykjavik ■ lceland landsvirk jun .is landsvírk jun(a lv .is Sím i/Tel: +354 515 90 00 Fax: +354 515 90 07 Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis A usturstræ ti 8 -1 0 101 REYKJAVÍK nefndasvid@althingi.is Reykjavík, 2 4 .0 3 .2 0 2 0 Tilvísun vor: M -2 0 2 0 -0 8 3 /0 0 .1 1 Efni: Frumvarpi til laga um breyting á lögum um náttúruvernd, nr. 60/2013, 611. mál Vísað er til tölvubréfs frá nefndarsviði Alþingis dags. 10. mars sl. þar sem óskað er eftir umsögn Landsvirkjunar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd nr. 60/2013, með síðari breytingum (óbyggt víðerni}, 611. mál. í greinargerð með frumvarpinu segir: „Með breytingu þeirri sem hér er lögð til geta opnast möguleikar á framkvæmdum í innan við 5 km fjarlægð frá mörkum friðlýsta svæðisins, svo framarlega sem þær hafi ekki áhrifá verndargildi þess." Landsvirkjun tekur undir þetta, en bendir á að það hafi líklega ekki verið ætlun löggjafans að banna framkvæmdir á 5 km svæðis utan þess svæðis sem friðlýst er samkvæmt ákvæðinu. í umsögn sem fyrirtækið sendi um drög að frumvarpinu við kynningu í Samráðsgátt stjórnvalda (mál nr. 18/2020) er bent á að það þurfi að vera skýrt í texta laganna að ekki sé gert ráð fýrir 5 km mannvirkjalausu belti utan við svæði sem friðlýst eru sem óbyggð víðerni. í 5. kafla greinargerðar með frumvarpinu er ekki fjallað um þessa athugasemd. Landsvirkjun hvetur nefndina til að fjalla um þessa ábendingu og leggja til breytingar á texta laganna ef hún telur þörf á. Landsvirkjun telur umrædda tillögu að lagabreytingu til bóta en telur að samhliða þurfi að gera breytingar á lögunum til að áhrif friðlýsingar nái ekki langt út fýrir friðlýst svæði, sem varla getur talist eðlilegt. Hörður Arnarson forstjóri mailto:nefndasvid@althingi.is