Náttúruvernd

Umsögn í þingmáli 611 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 02.03.2020 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 6 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 8 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Náttúruverndar­samtök Suðurlands og eldvötn Viðtakandi: Umhverfis- og samgöngu­nefnd Dagsetning: 24.03.2020 Gerð: Umsögn
Nefndasvið Alþingis Austurstræti 8-10 101 Reykjavík netf. nefndasvid@althingi.is Hveragerði, 24. mars 2020 Umsögn Náttúruverndarsamtaka Suðurlands (NSS) og Eldvatna - samtaka um náttúruvernd í Skaftárhreppi um breytingu á lögum um náttúruvernd, nr. 60/2013, með síðari breytingum (óbyggt víðerni), 611. mál. NSS og Eldvötn hafa skoðað ofannefna lagabreytingartillögu og greinagerð með henni. Stjórnir samtakanna tveggja telja lagabreytinguna ekki nauðsynlega, en leggjast ekki gegn henni. NSS og Eldvötn taka heils hugar undir umsögn samtakanna ÓFEIG frá 18. mars sl. um þetta mál, þar sem umhverfis- og samgöngunefnd er hvött til þess að binda í lög kortlagningu víðerna og staðfestingu ráðherra á þeim. Lokaorð ÓFEIGAR gerum við einnig að okkar; Að mati okkar væri það stórt skref í þá átt að leggja til þekkingar á sviði óbyggðra víðerna Íslands og myndi auka skilvirkni í mati á áhrifum framkvæmda á þau að lögfesta skyldu til kortlagningar þeirra, og í raun löngu tímabært þar sem staðið hefur til í meira en tvo áratugi að slík kortlagning hins opinbera fari fram. Virðingarfyllst, f.h. Náttúruverndarsamtaka Suðurlands Þórunn Pétursdóttir, formaður f.h. Eldvatna - samtaka um náttúruvernd í Skaftárhreppi Ingibjörg Eiríksdóttir, formaður mailto:nefndasvid@althingi.is