Náttúruvernd

Umsögn í þingmáli 611 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 02.03.2020 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 6 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 8 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga Viðtakandi: Umhverfis- og samgöngu­nefnd Dagsetning: 24.03.2020 Gerð: Umsögn
S A M B A N D Í S L E N S K R A S V E I T A R F É L A G A Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Skuggasundi 1 150 Reykjavík Reykjavík 10. febrúar 2020 2002012SA GB Málalykill: 00.64 Efni: Umsögn um drög að frv. um br. á náttúruverndarlögum (óbyggð víðerni), mál 18/2020 Vísað er til tilkynningar í samráðsgátt um ofangreint frumvarp, dags. 28. janúar 2020, þar sem óskað er eftir umsögnum um ofangreint frumvarp. Frumvarpið felur í sér breytingu á skilgreiningu á hugtakinu óbyggð víðerni, sbr. 19. tl. 5. gr. náttúruverndarlaga. Samband íslenskra sveitarfélaga tekur undir að sú breyting á orðaröð sem lögð er til í frumvarpinu er til bóta. Þannig ætti að nást að skýra betur þann vilja löggjafans að svæði, sem er a.m.k. 25 ferkílómetrar að stærð, geti talist óbyggt víðerni þótt innan 5 km geti verið að finna mannvirki áborð við miðlunarlón eða uppbyggðan veg. Líkt og fram kemur í greinargerð getur þetta fjarlægðarviðmið átt illa við þegar t.d. er horft til eyðifjarða eöa þegar mannvirki er í hvarfi við fjöll og hafi því engin áhrif á upplifun af svæðinu eða á svæðið sjálft. Nái breytingin fram að ganga munu því fleiri svæði uppfylla skilyrði til að njóta verndar sem óbyggð víðerni, sbr. 46. gr. Iaganna. Sambandið telur einnig vert að undirstrika það sem fram kemur í skýringum að breyting á greininni getur leitt til þess að heimilt verði, að uppfylltum skilyrðum, að leyfa framkvæmdir sem eru í innan við 5 km fjariægð frá svæði sem nýtur verndar sem óbyggt víðerni. Sambandið telur samkvæmt framansögðu að frumvarpið sé til bóta og mælir með samþykkt þess. Borgartúni 30, pósthólf 8100, 128 Reykjavík, sími 515 4900, fax 515 4903, sam band@ sam band.is, www.samband.is Virðingarfyllst SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Karl Björnsson framkvæmdastjóri mailto:samband@samband.is http://www.samband.is