Samkeppnislög

Umsögn í þingmáli 610 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 02.03.2020 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 12 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 12 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Samkeppniseftirlitið Viðtakandi: Efna­hags- og við­skipta­nefnd Dagsetning: 10.06.2020 Gerð: Minnisblað
S A M K E P P N I S E F T I R L I T I Ð Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, Skrifstofa nefndarsviðs Alþingis Austurstræti 8-10 101 Reykjavík Reykjavík, 10. júní 2020 Tilv.: 2005021 Efni: Minnisblað um fyrirhugaðar breytingar á EES-regluverki Samkeppniseftirlitið vísar þess að efnahags- og viðskiptanefnd hefur nú til umfjöllunar frumvarp til laga um breytingu á samkeppnislögum nr. 44/2005, með síðari breytingum, þingskj. 1029, 610. mál. Hefur Samkeppniseftirlitið veitt nefndinni umsögn um frumvarpið, sbr. bréf dags. 5. maí sl., auk þess sem eftirlitið var kallað fyrir nefndina þann 19. maí sl. Til viðbótar við þau sjónarmið sem þegar eru komin fram vill Samkeppniseftirlitið vekja athygli á því að þann 2. júní sl. hóf framkvæmdastjórn Evrópusambandsins opinberlega samráðsferli við haghafa vegna nýrrar íhlutunarheimildar (e. new competition tool) sem á að gera samkeppnisyfirvöldum kleift að beita íhlutun til þess að bæta virkni markaða án þess þó að brot á samkeppnisreglum sé um að ræða. Nánar er fjallað um samráðsferli framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á þessari slóð. Um er að ræða sambærilega heimild og fram kemur í c-lið 1. mgr. 16. gr. samkeppnislaga, en í fyrirliggjandi frumvarpi er gert ráð fyrir að fella þá heimild út gildi. Í kynningu á þessu mögulega nýja úrræði er vísað til reynslu framkvæmdastjórnarinnar og samkeppniseftirlita einstakra landa af framkvæmd ESB/EES-samkeppnisreglna. Sú reynsla hafi leitt í ljós að stjórnvöldum sé ekki í öllum tilvikum unnt að bregðast við samkeppnishindrunum með fullnægjandi hætti. Úrræðið sem nú sé lagt til eigi að bæta úr því. Í fréttatilkynningu framkvæmdastjórnarinnar segir m.a. um þetta: „The new competition tool should enable the Commission to address gaps in the current competition rules and to intervene against structural competition problems across markets in a timely and effective manner." Hin nýja íhlutunarheimild er talin sérstaklega mikilvæg í ljósi þeirra hröðu breytinga á samkeppnisaðstæðum margra markaða sem stafar m.a. af nýtingu stafrænnar tækni, breytinga vegna umhverfismála o.fl.1 1 Um þetta segir í tilkynningu framkvæmdastjórnarinnar; „Over the past years, the Commission has reflected on the role o f competition policy and how it fits in a world that is changing fast, is increasingly digital and globalised, and must become greener. This reflection process is part o f a broader policy debate about the need for changes to the current competition law framework so that enforcement agencies around the globe can continue to preserve the competitiveness o f markets." https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_20_977 Í tilkynningu framkvæmdastjórnarinnar kemur eftirfarandi fram um beitingu heimildarinnar: „After establishing a structural competition problem through a rigorous market investigation during which rights o f defence are fully respected, the new tool should allow the Commission to impose behavioural and where appropriate, structural remedies. However, there would be no finding o f an infringement, nor would any fines be imposed on the market participants."2 Ljóst er af þessu að við mótun á hinni nýju heimild er horft til m.a. heimilda breskra samkeppnisyfirvalda til íhlutunar á grundvelli markaðsrannsókna, en eins og áður sagði byggir ákvæði c-liðar 1. mgr. 16. gr. núgildandi samkeppnislaga á sömu fyrirmynd. Eins og Samkeppniseftirlitið rakti í umsögn sinni frá 5. maí 2020 hefur beiting þessa úrræðis gefist vel í Bretlandi, en heimildin var sett í bresk lög sem hluti af aðgerðum breskra stjórnvalda til að bæta samkeppnishæfni bresks efnahagslífs. Markmið gildistöku heimildarinnar hér á landi voru af svipuðum toga. 3 Með tilkynningu sinni hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafið undirbúning breytinga með sömu markmið að leiðarljósi. Samkvæmt tímaáætlun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins er stjórnvöldum, hagsmunaaðilum og öðrum áhugasömum boðið að koma sjónarmiðum á framfæri fyrir 8. september næstkomandi. Þá er stefnt að því að leggja fram tillögu að nýrri löggjöf á síðasta ársfjórðungi 2020. Eins og áður segir er löggjöfin hluti af stærra verkefni er varðar m.a. innri markað Evrópusambandsins, þau álitamál sem stafræn væðing markaða og hagkerfa hefur leitt í ljós, og þau úrræði sem samkeppnisyfirvöld geta gripið til. Samkeppniseftirlitið telur mikilvægt að vekja athygli nefndarinnar á framangreindu og ítrekar um leið athugasemdir sínar við áform um veikingu samkeppnislaga með brottfalli c-liðar 1. mgr. 16. gr. sem fram koma í fyrirliggjandi frumvarpi. Leggst Samkeppniseftirlitið gegn því að fella niður hér á landi heimild sem getur verið mikilvæg til verja hagsmuni almennings á sama tíma og ESB telur nauðsynlegt að skoða hvort lögfesta beri samskonar heimild. Samkeppniseftirlitið er reiðubúið að liðsinna nefndinni frekar eftir því sem hún óskar. Virðingarfyllst, Samkeppniseftirlitið 2 Er ljóst samkvæmt þessu að framkvæmdastjórnin myndi beita mögulegri nýrri heimild með áþekkum hætti og reglur Samkeppniseftirlitsins mæla fyrir um, þ.e. að fram fari ítarleg markaðsrannsókn áður en tekin er afstaða til beitingu heimildarinnar. Sjá hér nr. 490/2013 um markaðsrannsóknir Samkeppniseftirlitsins. 3 Í frumvarpi sem varð að lögum nr. 14/2011 var til stuðnings lögfestingu núgildandi heimildar c-liðar 1.m gr. 16. gr. samkeppnislaga vísað til þess að samkeppnishömlur gætu „ í vissum tilvikum átt rót sína að rekja til annarra atriða en samruna eða brota fyrirtækja á bannreglum samkeppnislaga." Þá segir að sú röskun á samkeppni sem leitt getur af framangreindu geti verið „jafnalvarleg fyrir neytendur og sú takmörkun á samkeppni sem leiðir a f broti á bannreglum samkeppnislaga". Úrræði þessi séu til viðbótar þeim reglum og sett „til þess að unnt sé að bregðast við hvers konar háttsemi eða aðstæðum sem takmarka samkeppni og skaða þar með kjör almennings". 2