Innviðauppbygging og markaðssetning hafnarinnar í Þorlákshöfn

Umsögn í þingmáli 61 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 11.09.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 2 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 10 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Vegagerðin Viðtakandi: Umhverfis- og samgöngu­nefnd Dagsetning: 13.02.2020 Gerð: Umsögn
X ' Alþingi Umhverfis- og samgöngunefnd Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Reykjavík, 7. febrúar 2020 Tilvísun: 2020010190 FGI/GPM/MVJ/BeÞ Tilv. ykkar: 61. mál VEGAGERÐIN Efni: Umsögn um tillögu til þingsályktunar um innviðauppbyggingu hafnarinnar í Þorlákshöfn Vegagerðin telur jákvætt að stofnaður verði starfshópur til þess að móta stefnu um hvemig haga skuli vinnu við innviðauppbyggingu hafnarinnar í Þorlákshöfn til framtíðar með tilliti til inn- og útflutnings. Vegagerðin hefur hafið vinnu við fmmrannsóknir í samstarfi við hafnaryfirvöld í Þorlákshöfn um breytingar á höfninni til þess að hægt sé að taka við skipum allt að 180 m löngum og 35 m breiðum. Vinnan fellst í því að gert er hafnalíkan fyrir öldur fyrir Þorlákshöfn og breytingar á hafnamannvirkjum skoðaðar með tilliti til ókyrrðar innan hafnar og framan við viðlegukanta. Núverandi ástand er skoðað og metið miðað við breytingar á hafnarmannvirkjum. Rannsóknimar miða að því að bæta aðkomu stærri skipa til hafnarinnar og einnig verða gerðar tillögur að framtíðarskipulagi hafnarinnar þannig að hún geti þróast til þess að taka á móti stærri og fleiri skipum en mögulegt er í dag. Virðingarfyllst, Vegagerðin / lcelandic Road and Coastal Adm inistration (IRCA) • Borgartúni 7 • IS-105 Reykjavík w w w .vegagerdin.is • vegagerdin@ vegagerdin .is • Sími / Tel. (+354) 522 1000 B l s l a f l http://www.vegagerdin.is mailto:vegagerdin@vegagerdin.is