Innviðauppbygging og markaðssetning hafnarinnar í Þorlákshöfn

Umsögn í þingmáli 61 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 11.09.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 2 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 10 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Samtök sunnlenskra sveitar­félaga Viðtakandi: Umhverfis- og samgöngu­nefnd Dagsetning: 12.02.2020 Gerð: Umsögn
Alþingi Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis Austurstræti 8 - 10 150 Reykjavík Selfossi, 11. febrúar 2020 Efni: Umsögn stjórnar SASS um tillögu til þingsályktunar um innviðauppbyggingu og markaðssetningu hafnarinnar í Þorlákshöfn, 61. mál. Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) fagnar framkominni tillögu. Stjórn telur mikilvægt að skipa starfshóp til að móta stefnu um hvernig standa megi að innviðauppbyggingu hafnarinnar í Þorlákshöfn svo að höfnin geti enn frekar vaxið sem inn- og útflutningshöfn. Starfshópnum er ætlað að vinna tillögu um hvernig bæta megi og auka öryggi og dýpi í og við innsiglingu í höfnina. Loks að hann komi fram með tillögur um hvernig bestum árangri verði náð í markaðssetningu hafnarinnar innan lands og utan. Stjórn minnir á að Sveitarfélagið Ölfus hefur látið vinna forhönnun á breytingum sem gera myndi höfninni mögulegt að taka á móti skipum sem eru 180 metra löng og 34 metra breið. Vitað er af áhuga til að sigla slíkum farþegaferjum reglulega milli Þorlákshafnar og hafna bæði í Bretlandi og meginlandi Evrópu. Mikilvægt er því að meðal verkefna starfshópsins verði einnig að kynna sér þessar forsendur og tryggja fjármögnun til slíkra framkvæmda. Loks er áréttuð nauðsyn þess að heimamenn eigi fulltrúa í starfshópnum. Stjórn SASS hvetur til þess að þingsályktunin verði tekin til afgreiðslu og samþykkt. Virðingarfyllst, f.h. stjórnar Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Austurvegi 56 I 800 S e lfo ssi I Sím i 480 8200 I sass.is