Tekjuskattur

Umsögn í þingmáli 594 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 18.02.2020 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 6 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 10 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Skatturinn Viðtakandi: Efna­hags- og við­skipta­nefnd Dagsetning: 10.06.2020 Gerð: Minnisblað
Minnisblað Efni: Sektarheimildir vegna brota á skjölunarskyldu skv. 5. mgr. 57. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt (tsl.), sbr. frumvarp til laga um breytingu á tsl. (milliverðlagning) - 594. mál Til: Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis Frá: Skattinum Dags.: 10. júni 2020 Ríkisskattstjóri hefur þann 5. júní sl. móttekið tölvupóst þar sem óskað er eftir afstöðu embættisins til ákveðinna ábendinga er komið hafa fram við meðferð ofangreinds þingmáls. Telur ríkisskattstjóri tilefni til þess að draga fram eftirfarandi atriði í því samhengi: Skv. 5. mgr. 57. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt (tsl.), eru lögaðilar skjölunarskyldir frá og með næsta reikningsári nemi rekstrartekjur þeirra eða heildareignir meira en 1 milljarði kr. Skjölunarskyldan felur í sér að lögaðili skrái upplýsingar um eðli og umfang viðskipta við tengda lögaðila yfir landamæri, sbr. 4. mgr., eðli tengsla og grundvöll ákvörðunar milliverðs. Skjölunarskyldum lögaðilum ber að skila með skattframtali sínu eyðublaði RSK 4.28 og með því staðfesta að fullnægjandi skjölun hafi átt sér stað, sbr. 6. málsl. 5. mgr. Eyðublaðið veitir yfirlit yfir skjölunarskyld viðskipti, fjárhæðabil og tegund viðskipta, tengsl aðila og heimilisfestisríki þeirra. Ríkisskattstjóri nýtir þessar upplýsingar við greiningarvinnu í milliverðlagningareftirliti. Gefi niðurstöður greiningar og annarrar upplýsingaröflunar til kynna að tilefni sé til að kanna sjálf skjölunargögn lögaðilans þá kallar ríkisskattstj óri eftir þeim, og lögaðila ber að bregðast við innan 45 daga, sbr. 7. málsl. 5. mgr. Tilgangur milliverðlagningareftirlits ríkisskattstjóra er að tryggja að verðlagning í viðskiptum milli tengdra aðila yfir landamæri sé réttmæt, og sporna þannig gegn alþjóðlegri skattasniðgöngu. Fullnægjandi skjölun leiðir a f sér að varðveitt eru öll gögn sem nauðsynleg eru við mat á verðlagningu, s.s. um ákvörðun vaxta í lánaviðskiptum, ákvörðun á verði á vörum og þjónustu, eða hverjum öðrum þeim viðskiptum milli tengdra aðila sem máli skipta, og þar sem hætta er á að verð séu of- eða vanmetin eftir því hvar hagstæðast er að greiða skatta. Ljóst er að sinni lögaðili ekki skjölunarskyldu sinni skv. 5. mgr. 57. gr. tsl., eða bregðist ekki tímanlega við beiðni ríkisskattstjóra um skjölunargögn, þá hefur það afar neikvæð áhrif á skilvirkni eftirlits með reglum um milliverðlagningu. Fyrirhugaðar breytingar á 5. mgr. 57. gr. veita því lögðilum mikilvæga hvatningu til að sinna þegar lögbundnum skyldum, og skattyfirvöldum þörf úrræði verði vanhöld á reglufylgni skjölunarskyldra aðila. Mikilvægt er að úrræðin séu til þess fallin að stuðla að því að markmiði 5. mgr. 57. gr. verði náð, þ.e. að ríkisskattstjóri fái tímanlega nauðsynleg gögn um forsendur verðlagningar í viðskiptum tengdra aðila yfir landamæri. Ríkisskattstjóri telur að fyrirkomulagið sem mælt er fyrir um í greindu frumvarpi sé með þeim hætti að það gangi eftir, og sér ekki meinbugi á því að frumvarpið verði samþykkt eins og það liggur fyrir að þessu leyti. HVS/KBÞ/ÓE 1