Utanvegaakstur og verndun lands á hálendi Íslands

Umsögn í þingmáli 59 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 11.09.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 8 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 22 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Landvarða­félag Íslands Viðtakandi: Umhverfis- og samgöngu­nefnd Dagsetning: 14.02.2020 Gerð: Umsögn
Microsoft Word - Umsögn um tillögu um þingályktunar um utanvegaakstur og verndun hálendis Miðvikudagur 13. febrúar 2020 Umsögn um tillögu til þingsályktunar um utanvegaakstur og verndun hálendisins Stjórn Landvarðafélags Íslands styður stofnun starfshóps sem ætlað er að skoða aðgerðir við utanvegaakstri. Aftur á móti verðum við að lýsa yfir áhyggjum okkar að í þessari tillögu til þingsályktunar skulu hvorki landverðir, þjóðgarðar eða Umhverfistofnun vera nefnd sem lykilaðilar í vernd á hálendinu. Það eru engir aðilar sem hafa betri þekkingu og yfirsýn á utanvegaakstri og verndun hálendis en einstaklingarnir sem starfa við málefnið dagsdaglega. Við teljum mjög mikilvægt að landverðir sem hafa mikla reynslu að aðgerðum við utanvegaakstri sitji í þessum hópi ásamt starfsmanni frá Vatnajökulsþjóðgarði og Umhverfistofnun. Landvarðafélag Ísland er á þessum dögum að vinna verkefni varðandi utanvegaakstur sem fékk styrk frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Markmið verkefnisins er að kortleggja betur utanvegaakstur og aðgerðir gegn honum og leggja svo til drög að aðgerðaáætlun. Við teljum því eðlilegast að stjórn Landvarðafélagsins fái að skipa allavega einn fulltrúa í þennan starfshóp. Hér munu einhverjir draga þá ályktun að nóg sé að hafa fulltrúa frá Vatnajökulsþjóðgarði og Umhverfisstofnun. Aftur á móti starfa landverðir á hálendi Íslands einungis yfir sumartímann. Vatnajökulsþjóðgarður og Umhverfisstofnun munu því fyrst og fremst tilnefna fulltrúa sem vinna að málefnum utanvegaaksturs frá byggð sem er einnig mikilvæg vinna. Landvarðafélagið getur hinsvegar tilnefnt landverði sem hafa mikla reynslu að takast á við utanvegaakstur á fyrstu stigum bæði með fræðslu gegn utanvegaakstri og viðbrögðum við utanvegaakstri. Bæði þessi sjónarmið eru bráðnauðsynleg til að móta einhverja alvöru stefnu og aðgerðaáætlun í utanvegaaksturmálum. Stjórn Landvarðafélagsins