Utanvegaakstur og verndun lands á hálendi Íslands

Umsögn í þingmáli 59 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 11.09.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 8 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 22 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Umhverfis­stofnun Viðtakandi: Umhverfis- og samgöngu­nefnd Dagsetning: 13.02.2020 Gerð: Umsögn
III UMHVERFIS 'm P STOFNUN Alþingi - umhverfis- og samgöngunefiid Austurstræti 8 - 1 0 150 Reykjavík Reykjavík, 13. febrúar2020 UST202002-009/L.Ó. 04.04 Efni: Umsögn um þingsályktunartillögu um utanvegaakstur og vemdun lands á hálendi íslands - 59. mál Vísað er til tölvupósts frá nefndarsviði Alþingis 3. febrúar 2020 þess efnis að umhverfis- og samgöngunefiid Alþingis sendi framangreinda þingsályktunartillögu til umsagnar til Umhverfisstofhunar. Umhverfisstofnun bendir á að skv. 75. gr. laga um náttúruvemd nr. 60/2013 fer Umhverfisstofnun með eftirlit með framkvæmd laganna, þar á meðal með eftirlit með umferð og umgengni á svæðum í óbyggðum í samvinnu við önnur stjómvöld. Það skýtur því skökku við að í ffamangreindri þingsályktunartillögu er lagt til að starfshópur með þátttöku einstaklinga með þekkingu á hálendinu og reynslu af fararstjóm verði settur á stofn til að gera tillögur um hvemig koma megi í veg fyrir utanvegaakstur á hálendi íslands, án þátttöku þeirra fagstofnanna ríkis og sveitarfélaga sem fara með málaflokkinn og hafa eftirlit með umferð á stómm hluta hálendisins. Umhverfisstofnun bendir einnig á að skv. 1. mgr. 32. gr. laga um náttúmvemd fer nú ffam gerð kortagrunns um vegi aðra en þjóðvegi í náttúm íslands þar sem umferð vélknúinna ökutækja er heimil. Samkvæmt 3.mgr. sömu greinar skal við mat á því hvort tilteknir vegir skuli tilgreindir í vegaskrá skv. 1. mgr. sérstaklega líta til þess hvort akstur á þeim sé líklegur til að raska viðkvæmum gróðri, valda jarðvegsrofi, hafa neikvæð áhrif á landslag, víðemi og ásýnd lands eða hafa að öðru leyti í för með sér náttúruspjöll. Einnig má líta til þess hvort um greinilegan og varanlegan veg sé að ræða, hvort löng hefð sé fyrir akstri á honum og hvort umferð á tilteknum vegi skuli takmarka við ákveðnax gerðir ökutækja, viss tímabil, náttúmfarslegar aðstæður eða við akstur vegna ákveðinna starfa. Umhverfis- og auðlindaráðherra kveður á um í reglugerð um gerð og birtingu skrár yfir vegi í náttúm Islands samkvæmt þessari grein. Talsvert hefur verið gert til að spoma við akstri utan vega í virku samstarfi við Safe Travel, Samtök ferðaþjónustunnar, Vatnajökulsþjóðgarð og Vegagerðina svo einhverjir séu nefndir. A síðustu árum hefur einblöðungi verið dreift í alla bílaleigubíla um bann við akstri utan vega, upplýsingar hafa verið birtar á skjám Safe Travel. Vegagerðin hefur sett Suðurlandsbraut 24 +354 591 2000 108 Reykjavík www.ust.is lcetand http://www.ust.is 2 upp skilti við fjölfamar leiðir inn á hálendið auk þess sem landverðir hafa upplýst vegfarendur á hálendinu ásamt því að afmá för utan vega, innan og utan friðlýstra svæða. Umhverfisstofhun telur alltaf æskilegt að gott samráð sé haft við hagsmunaaðila, en leggur áherslu á að efla þurfi löggæslu og landvörslu á hálendinu og að umsjón og eftirlit sé unnið undir stjóm fagaðila. Yirðingarfýllst, Lilja Olafsdóttir lögfræðingursviðsstjóri Suðurlandsbraut 24 +354 591 2000 108 Reykjavík www.ust.is lceland http://www.ust.is