Utanvegaakstur og verndun lands á hálendi Íslands

Umsögn í þingmáli 59 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 11.09.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 8 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 22 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Landgræðsla ríkisins Viðtakandi: Umhverfis- og samgöngu­nefnd Dagsetning: 10.02.2020 Gerð: Umsögn
Nefndasvið Alþingis Umhverfis- og samgöngunefnd Landgræðslan Gunnarsholti, 10. febrúar 2020 Efni: Tillaga til þingsályktunar um utanvegaakstur og verndun lands á hálendi íslands. Landgræðslunni barst til umsagnar tillaga til þingsályktunar um utanvegaakstur og verndun lands á hálendi Islands. Stofnunin byggir umsögn sína á markmiðum laga um landgræðslu nr. 155/2018, einkum er lúta að vernd og endurheimt gróðurs og jarðvegs og sjálfbærri landnýtingu. Landgræðslan fagnar skipun starfshóps um jafn brýnt málefni og utanvegaakstur. Innan stofnunarinnar er nokkur þekking á þessu sértæka viðfangsefni þar sem hún hefur að e-u leyti leitt umræðu á þessu sviði með tilliti til áhrifa á gróður og jarðveg og hefur m.a. gefið út leiðbeiningarit um flokkun og viðgerðir á landskemmdum vegna utanvegaaksturs ásamt Landvernd1. Landgræðslan bendir þó á að æskilegt væri að starfshópurinn væri einnig skipaður einstaklingum úr röðum náttúrufræðinga. M ikilvægt er að huga að vistfræðilegum ferlum og aðstæðum þegar fjallað er um þessi mál, einkum á vistfræðilega viðkvæmum stöðum sem hálendið er, m.a. vegna skamms vaxtartím a og veðurfarsskilyrða. í greinargerð með þingsályktunartillögu eru tilgreind dæmi um sár í jarðvegi þar sem m.a. er tekið fram för í möl, sem er e.t.v. ekki besta dæmið um neikvæð áhrif vegna utanvegaaksturs og síst þau sem skilja eftir sig óafturkræ f för. Verstu tilfelli utanvegaaksturs eru í grónu landi og þar sem mikill jarðvegur er til staðar en sömuleiðis eru för í mosa á hrauni gjarnan ljót og ummerki viðvarandi um a.m.k. áratugi. Þá skilur akstur utan vega í melum og sandi eftir sig för sem þó oftast er hægt að afm á ummerki um. Fyrir utan þau atriði sem nefnd eru að ofan hefur Landgræðslan ekki athugasemdir við tillöguna en tekur undir þörfina á skýrum reglum að undangengnu víðtæku samráði hagsmunaaðila. Stofnunin er reiðubúin til að veita frekari upplýsingar og umsagnir e f þess er óskað. Virðingarfyllst, f. h. Landgræðslunnar Birkir Snær Fannarsson 1 Anna Sigríður Valdimarsdóttir, Kristín Svavarsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, 2017. Flokkun og viðgerðir á landskemmdum vegna utanvegaaksturs■ Landvernd og Landgræðsla ríkisins. LANDGRÆÐSLAN SOIL CONSERVATION SERVICE OF ICELAND Gunnarsholti 851 Hella Gunnarsholt 851 Hella lceland Sími: 488 3000 T e l.:+354 488 3000 land@land.is www.land.is land@land.is www.land.is mailto:land@land.is http://www.land.is mailto:land@land.is http://www.land.is