Flóðavarnir á landi

Umsögn í þingmáli 58 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 11.09.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 3 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 9 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Landgræðsla ríkisins Viðtakandi: Umhverfis- og samgöngu­nefnd Dagsetning: 10.02.2020 Gerð: Umsögn
LAN DG RÆÐSLAN Nefndasvið Alþingis Umhverfis- og samgöngunefnd Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Gunnarsholti, 10. febrúar 2020 Efni: Tillaga til þingsályktunar um flóðavarnir á landi - 58. mál Með rafbréfi frá nefndasviði Alþingis, dags. 30. janúar 2020, barst Landgræðslunni tillaga til þingsályktunar um flóðavarnir á landi, 58. mál. Óskað var umsagnar stofnunarinnar um málið. Landgræðslan er sú stofnun samfélagsins sem í áratugi hefur unnið að vörnum gegn landbroti. Framan a f gilti um málefnið sérstök löggjöf en með setningu nýrra laga um landgræðslu, nr. 155/2008, voru ákvæði um varnir gegn landbroti felld inn í þau lög, sjá VI. kafla laganna. A grundvelli löggjafar um varnir gegn landbroti hefur verið unnið að slíkum aðgerðum um allt land. Fyrir tilstilli slíkra framkvæmda hefur verðmætum gróðurlendum, túnum, úthaga og öðru landi verið forðað frá varanlegri eyðingu. Fyrir utan það að varnarvirki hafa þjónað því hlutverki að verja einstakar jarðir ágangi fallvatna þá hefur Landgræðslan einnig staðið fyrir aðgerðum sem verja mikið stærri svæði, jafnvel heilar sveitir, eins og ágætlega er rakið í þingsályktunartillögunni. Sem dæmi um slíkt má nefna að Landgræðslan hefur staðið fyrir þeim framkvæmdum sem unnar hafa verið til að varna því að jökulfallið Bakkahlaup renni inn í Skjálftavatn og þaðan niður í Kelduhverfi. Þá hefur það og staðið upp á stofnunina, oft þó með liðsinni Vegagerðarinnar, að varna því að M arkarfljót haldist í farvegum sínum. Aður en að M arkarfljót var beislað á síðustu öld var þó stór hluti a f Suðurlandi undirseldur ægivaldi fljótsins, þ.e. landsvæði frá Holtsósi í austri og vestur í Þjórsá. Það íjármagn sem árlega hefur verið nýtt til verkefna þessa hefur síðustu ár verið um 70. m.kr. Þó vissulega sé um að ræða töluverða ljármuni þá hrökkva þeir skammt enda verkefnið stórt og fyrir liggja ijölm örg brýn verkefni sem ekki er, að óbreyttu, útlit fyrir að unnin verð í náinni framtíð. Fyrir vikið tapast verðmæt gróðurlendi og byggðir standa illa varðar. Landgræðslan er því fylgjandi að þingsályktun þessi verði samþykkt. Fyrsta skrefið yrði skipun starfshóps, hver hæfist handa við greiningarvinnu sem tilgreind er í íjórurn liðum þingsályktunartillögunnar, þ.e. að 1) vinna úttekt á ástandi flóðavarna við skaðlegar ár, 2) greina stöðu og mikilvægi óunninna aðgerða, 3) forgangsraða verkefnum, m.t.t. áhættumats Veðurstofunnar og 4) leggja fram tillögur að áætlun um aðgerðir. I samþykkt tillögunnar felst í raun ekki annað en að unnin verði greiningarvinna, m.t.t. áhættumats Veðurstofunnar. Það er ábyrgðarhlutur að láta ekki vinna slíka vinnu, hvort svo sem LANDGRÆÐSLAN SOIL CONSERVATION SERVICE OF ICELAND Gunnarsholti 851 Hella Gunnarsholt 851 Hella lceland Sími: 488 3000 Tel.:+354 488 3000 land@land.is www.land.is land@land.is www.land.is mailto:land@land.is http://www.land.is mailto:land@land.is http://www.land.is að fé verði veitt til brýnna aðgerða á síðari stigum eður ei. Landgræðslan telur efni þingsályktunartillögunnar mjög þarft, svo ekki sé nú sterkar að orði kveðið, og leggur til að hún verði samþykkt. Virðingarfyllst, f.h. Landgræðslunnar Arni Bragason, landgfæðslustjóri