Stimpilgjald

Umsögn í þingmáli 569 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 06.02.2020 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 2 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 24 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna Viðtakandi: Dagsetning: 13.02.2020 Gerð: Umsögn
Umsögn um 569. mál á 150. löggjafarþingi Nefndasvið Alþingis Austurstræti 8-10 150 Reykjavík 13. febrúar 2020 Efni: Umsögn Hagsmunasamtaka heimilanna um 569. mál á 150. löggjafarþingi Stimpilgjald (gjaldstofn og helmingsafsláttur) Hagsmunasamtök heimilanna komu afstöðu sinni til máls þessa á framfæri í umsögnum við áform og drög að frumvarpinu í samráðsgátt. Þar voru ekki gerðar athugasemdir við 1. gr. frumvarpsins en við 2. gr. var gerð sú athugasemd að henni væri ætlað að þrengja rétt til helmingsafsláttar af stimpilgjaldi vegna fyrstu kaupa eigin húsnæðis. Jafnframt var lagt til að í stað slíkrar breytingar yrði ráðist í að afnema stimpilgjöld af húsnæðiskaupum einstaklinga með öllu. Vikið er að þessu í 5. kafla greinargerðar með frumvarpinu, en þar er fullyrt að umsagnirnar hafi ekki gefið tilefni til sérstakra viðbragða þar sem þær myndu leiða til þess að skilyrði helmingsafsláttar af stimpilgjaldi yrði óljósara og framkvæmd sýslumanns á því umfangsmeiri en ella. Þessi fullyrðing er óskiljanleg með öllu og er óhjákvæmilegt að vísa henni alfarið á bug. Ekkert getur orðið óljóst við skilyrði álagningar stimpilgjalds á húsnæðiskaup einstaklinga ef það yrði afnumið og ekki er hægt að ímynda sér minna umfang á þeirri álagningu heldur en ef hún yrði einfaldlega lögð niður. Fullyrðingar í greinargerð með frumvarpinu eru þannig í beinni andstöðu við efni fyrrnefndra umsagna og verður ekki hjá því komist að mótmæla svo ósvífnum rangfærslum. Hagsmunasamtök heimilanna ítreka hvatningu sína um að í stað þess að gera enn eina breytinguna á reglum um stimpilgjald vegna íbúðarhúsnæðis, verði ráðist í að afnema það með öllu, eins og er lagt til með þingmannafrumvarpi á þingskjali 18 á 150. löggjafarþingi og líkt og flutningsmaður frumvarps þessa leggur reyndar sjálfur til að verði gert varðandi eignayfirfærslu skipa með frumvarpi þess efnis á þingskjali 354 á 150. löggjafarþingi. Sé hægt að veita skipaútgerðum slíka undanþágu hlýtur að vera lágmarkskrafa að heimili landsins njóti samskonar undanþágu frá stimpilgjaldi. - o - Virðingarfyllst, f.h. Hagsmunasamtaka heimilanna, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formadur@heimilin.is Guðmundur Ásgeirsson, erindreki@heimilin.is Hagsmunasamtök heimilanna • Ármúla 5 • 108 Reykjavík • kt. 520209-2120 • heimilin@heimilin.is • www.heimilin.is http://www.althingi.is/ http://www.heimilin.is/ https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=150&mnr=569 https://www.althingi.is/altext/150/s/0018.html https://www.althingi.is/altext/150/s/0354.html http://www.heimilin.is/ mailto:formadur@heimilin.is mailto:erindreki@heimilin.is mailto:heimilin@heimilin.is http://www.heimilin.is